Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1939, Síða 24
24
Virkir (aktiv) sjúkdómar eru þeir sjúkdómar, sem ekki
liggja niðri, en sjúklingarnir eru enn veikir af.
Sjúkdómar, óviðkomandi öðrum sjúkdómi, eru þeir
sjúkdómar, sem ekki eru afleiðingar þess sjúkdóms.
Tryggingarstofnun ríkisins gefur út nánari leiðbein-
ingar fyrir lækna og sjúkrasamlög, um ákvæði þessarar
greinar og úrskurðar um öll vafaatriði.
3. gr. Sjúkrasamlagsmeðlimur telst hafa notið sjúkra-
húss- eða hælisvistar vegna alvarlegs, langvinns sjúkdóms,
ef hann hefur dvalið á sjúkrahúsi eða hæli vegna slíks
sjúkdóms, enda hafi liðið 3 mánuðir frá því hann útskrif-
aðist af sjúkrahúsinu eða hælinu, þangað til hann þarfn-
ast á ný slíkrar vistar, nema fyrsta legan hafi tekið 26
vikur eða meira.
4. gr. Heimilt er sjúkrasamlagi að krefjast vottorðs
samkvæmt 1. gr. 2. tölulið (sbr. 3. gr.) af þeim sjúkra-
samlagsmeðlimum, er þarfnast sjúkrahúss- eða hælisvistar,
vegna alvarlegs, langvinns sjúkdóms.
5. gr. Sjúkrasamlagsmeðlimur, sem veikist af alvar-
legum, langvinnum sjúkdómi, nýtur hlunninda vegna þess
sjúkdóms eins og hvers annars sjúkdóms, nema hann hafi
áður notið sjúkrahúss- eða hælisvistar, vegna sjúkdómsins.
Sjúkrasamlagsmeðlimur, sem haldinn er alvarlegum,
langvinnum sjúkdómi, og einnig þó um virkan sjúkdóm sé
að ræða, nýtur fullra hlunninda vegna allra annara óvið-
komandi sjúkdóma, svo og almennrar læknishjálpar og
nauðsynlegra lyfja í heimahúsum, vegna hins alvarlega,
langvinna sjúkdóms.
6. gr. Menn 67 ára og eldri eiga rétt á tryggingu í
sjúkrasamlagi með sömu skilyrðum og aðrir og nióta sömu
réttinda og aðrir. Gamalmenni njóta ekki á kostnað
sjúkrasamlags hælis- eða sjúkrahússvistar, vegna elli-
kramar.
7. gr. Börn samlagsmanna, yngri en 16 ára, njóta
sömu réttinda og aðrir, hvað snertir sjúkrahússvist og
læknishjálp, enda háð sömu skilyrðum.
J