Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1939, Side 30
30
Þurfi að flytja vistmann brott til uppskurðar eða ann-
arar læknishjálpar í sjúkrahúsi, er allur kostnaður, sem
af því leiðir, elliheimilinu óviðkomandi, sömuleiðis út-
fararkostnaður, ef til kemur.
C. Sjúkrahús.
Landspítalinn.
Sjúkrarúm allt að 150 á lyflæknis-, húð- og kynsjúk-
dóma-, handlæknis- og fæðingardeild.
Daggjöld sjúklinga kr. 6.00 á sambýlisstofu, en kr. 12.00
á einbýlisstofu. Daggjald barna innan 12 ára kr. 4.00. Ut-
lendingar (aðrir en Danir) greiða kr. 12.00 og kr. 24.00
á dag.
í daggjaldinu er innifalinn allur kostnaður, nema skurð-
stofugjald, sem er kr. 15.00, 30.00 og 50.00, eftir aðgerð-
um, og fæðingarstofugjald, kr. 15.00. — Varanlegar um-
búðir greiðast aukalega.
Röntgendeildin starfar að diagnostik og therapie, jafnt
fyrir bæjarsjúklinga og þá, sem innlagðir eru á Land-
spítalann.
Helztu skilyrði fyrir inntöku sjúklinga, sem spítalan-
um er nauðsynlegt að séu uppfyllt:
1. Beiðni frá lækni, þar sem upp er gefið aldur, kyn,
og sjúkdómur, fylgi hverjum sjúklingi, sem ætlast
er til að leggist á spítalann, og ber sjúklingnum að
snúa sér með þá beiðni til skrifstofu spítalans. Ef
um símbeiðni er að ræða, er nauðsynlegt að hún
komi svo snemma, að hægt sé að svara henni í
tæka tíð.
2. Um leið og sjúklingurinn leggst inn á spítalann, ber
honum að greiða a. m. k. kr. 126.00, og hafi auk
þess ábyrgð, sem spítalinn tekur gilda, annaðhvort
2ja prívatmanna, bæjar- eða sveitarfélags, sjúkra-
samlags eða annarar stofnunar.
Ef sjúklingurinn á heima utan Reykjavíkur, er bæjar-
eða sveitarfélagsábyrgð æskilegust. Sé sjúklingurinn úr-
skurðaður styrkhæfur samkvæmt berklavarnalögum, ber