Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1939, Page 92
92
Yfirlit yfir merkustu læknislyf.
í eftirfarandi yfirliti eru læknislyfin höfS í stafrófs-
röð, hvort sem þau eru samsett eða ósamsett, officinell
eða ekki, — þó með þeirri undantekningu, að lyf úr berki,
blöðum, blómum, ávöxtum, fræi og jurtum, svo og lyf í
tablettum, standa undir hlutaðeigandi eiginheiti (Folium
belladonnae undir Belladonnae folium, Semen nueis vomi-
cae undir Nucis vomicae semen, Tabl. albyli undir Albyl
tabl., Tabl. calcii acetat undir Calcii acetat tabl.) — með
stuttri greinargerð um upplausnarhæfi, skömmtun, af-
hendingarhætti og verð. í yfirlitinu eru talin nokkur lyf,
sem koma fyrir sem verulegur hluti í lyfjasamsetning-
um með öðru nafni. Skrár þessar eru eingöngu gerðar í
hagnýtum tilgangi og það ber því ekki að skoða þær sem
fullkomnar.
Verðið, sem tiltekið er, er að jafnaði reiknað eftir lyfja-
taxtanum án þess að bætt sé við umbúðaverðinu; að því
er einstöku Special-præparötum viðvíkur, er þó „lausa-
söluverðið“ tiltekið.
SkeiSatal og dropatal pr. g. Þegar sterkt verkandi lyf
er skammtað eftir máli (matskeið, barnaskeið eða te-
skeið), þá skal þegar verið er að reikna út stærðina á
hinum tiltekna skammti leggja eftirfarandi mál til grund-
vallar:
matskeið ............. 15 ccm
barnaskeið ........... 10 —
teskeið ............... 5 —
Þegar um vatnskenndar eða olíukenndar upplausnir eða
hreinsaða vökva er að ræða, telst 1 ccm = 1 g; sé um
saft að ræða, telst 1 ccm = 1,3 g.
Sé sterkt verkandi læknislyf skammtað i dropatali, þá
skal við útreikning stærðar skammtsins leggja til grund-
vallar dropatöluna pr. gr af læknislyfinu dreyptu með
normal-dropatelj ara.
Sterkt verkandi læknislyf, sem að fyrirskipuð eru í
dropatali, skulu afhendast í venjulegum lyfjaglösum og