Árbók Læknafélags Íslands - 01.01.1940, Page 29
29
eftir að fullu, eftir ástæðum heimilanna. Félagið nýtur
styrks úr bæjarsjóði.
B. Elliheimili.
Elliheimilið „Grund“, Reykjavík.
Stofnað 1922 af þeim Sigurbirni Á. Gíslasyni, Haraldi
Sigurðssyni, Júlíusi Árnasyni, Páli Jónssyni og Flosa Sig-
urðssyni. Heimilið er sjálfseignarstofnun. Forstjóri er
Gísli Sigurbjörnsson.
Elliheimilið getur tekið á móti um 150 gamalmennum.
Allir geta fengið þar vist, hvaðan sem er af landinu, og
er meðgjöfin 80—-100 kr. á mánuði, ef tveir eru saman i
herbergi. Ef óskað er að vera einn í herbergi eða hafa
fleiri en eitt herbergi, þá er meðgjöfin 115—140 kr. eða
tneir á mánuði, eftir því hvað herbergið er stórt eða fleiri
en eitt. f þessu gjaldi er allt innifalið: Húsnæði, ljós, hiti,
fæði, þjónusta og einnig læknishjálp, en ekki lyf eða um-
búðir.
Elliheimilið hefur 4 stórar sjúkrastofur, hver ætluð
5—8 sjúklingum, og einar 7 minni stofur fyrir rúmföst
Samalmenni eða aðra sjúklinga, sem t. d. eru að bíða eftir
sjúkrahússvist eða eru í afturbata. Daggjöld á sjúkra-
deild eru 4 kr. í sambýli og 5 kr. í einbýli, en þó 50 aurum
hærri fyrir þá, sem sveita- eða bæjarfélög gefa með, utan
Reykjavíkur, enda er Reýkjavík ein, sem styrkir heimilið
^r bæjarsjóði.
Umsóknum um dvöl á heimilinu á að fylgja full ábyrgð
a öllum dvalarkostnaði og heilsufarsvottorð frá einhverj-
Um lækni, sem er vel kunnugur umsækjanda. Lætur for-
stjóri heimilisins í té eyðublöð bæði fyrir umsóknir og
vottorð, og eru þau honum send aftur, þegar búið er að
utfylla þau, og siðan lögð undir úrskurð stjórnarnefnd-
ar> er hefur fund að minnsta kosti hvert föstudagskvöld.
Gamalmenni á framfæri Reykjavíkur fá læknishjálp
JJa sömu læknum og aðrir þurfamenn bæjarins. En ann-
ars er Bjarni Bjarnason læknir hælisins. Óski vistmaður
a^ fá einhvern annan lækni, er það heimilt, enda greiði
arin þá sjálfur læknishjálpina.