Baldur - 02.11.1935, Side 3
BALDUR
Stúkan Brynja nr. 99
heldur fundi sína í vetur á mið-
vikudögum kl. 8,30 e h. —
Nýir innsækjendur gefi sig fram
við Stefán Ág. Kristjánsson, Árna
Jóhannsson eða Guðbj. Björnsson.
nr. 2 heldur fundi sina annan
hvern sunnudag kl. 7,30 í vetur.
Unglingar! Komið í hópinn!
nr. 1 heidur fundi sína í vetur
á föstud. kl. 8,30 e. h. í Skjaldborg.
Nýir innsækjendur gefi sig fram
við Bjarna Hjaltalín, Brynleif To-
biasson eða Barða Brynjólfss.
pordæmin.
Börnin og unglingarnir eru
framtíðarvon þjóðarinnar. Þess
vegna gerir það opinbera ýmsar
ráðstafanir til þess, að þeim verði
veitt skynsamlegt uppeldi. Eitt
meðal ananrs er það, að fræða
þau um skaðsemi tóbaks og á-
fengra drykkja. Þessa fræðslu
framkvæma kennararnir í skólun-
um, og þótt hún enn sé ófullkom-
in,, miðar hér í rétta átt. Um þetta
virðist ekki ríkja ágreiningur.
Löggjafarnir og allur almenning-
ur fellst á það með læknavísind-
unum að þetta sé rétt, og svo er
unglingunum kennt um skaðsemd-
aráhrif víns og tóbaks, eins og
fyrirskipað er. Einstöku kennarar
eru drykkjumenn og nokkru fleiri
tóbaksnotendur, en hávaðinn af
kennurunum notar hvórki tóbak
né vín og gengur þannig á undan
með góðu eftirdæmi, — breytir í
samræmi við það, sem hann kenn-
ir. Hvernig er nú þessu farið hjá
öðrum höfuðaðilanum, sem hefir
uppeldisstarfið með höndum : for-
eldrum og heimilisfólki ?
Viða er auðvitað allt í samræmi
við fræðslu skólans í þessum efn-
um,. foreldrar bindindissamir og
ganga þannig í lið með hinu já-
kvæða starfi. En þau heimili eru
ískyggilega mörg, sem ganga á
m ó t i fræðslu skólanna um
þessi mál. Það eru heimilin, þar
sem foreldrarnir, annað eða bæði,
eru tóbaks- eða áfengisneytendur,
heimilisfólk þeirra eða algengir
gestir. Margir þessir foreldrar
hafa fyllstu samúð með bindindis-
fræðslu skólans,. og óska einskis
fremur en börn þeirra haldi sér
frá þessum nautnum, viðurkenna
skaðsemi þeirra en hafa annað-
hvort ekki þrek eða nenningu til
þess að ganga á undan bömunum
sínum með góðu eftirdæmi. Þessi
heimili rífa ósjálfrátt niður það,
sem skólinn, í sambandi við
heilsufræðina, hefir verið að
fræða barnið um. Hvað er eðli-
legra en að unglingurinn dragi í
cfa fullyrðingar bóka og kennara
um þessi mál, þegar hann sér for-
eldra sína og »fína« fólkið eða
kunningjana í kvöldboðinu reykja
og drekka við borðið? Hann sér
hér engin ill áhrif, aðeins glað-
værð. Og það kemst inn 1 með-
vitund krakkans,. að þetta sé
nokkuð fyrir stóra fólkið, og
hann bíður aðeins eftir því að
verða »stór«, svo hann megi vera
með. Ég man glöggt eftir þvf,
þegar ég og b'róðir minn (smá-
drengir báðir þá) vorum að ræða
um það, hvað við þyrftum að
vera gamlir, þegar við mættum
fara að reykja og blóta. Þetta er
hin neikvæða starfsemi fullorðna
fólksins. Það hefir reykingar og
drykkjusiðina fyrir börnum sín-
um og ætlast þó ekki til að þau
læri, en engin kennsla er eins á-
hrifarík og sú, sem felst í gefnu
fordæmi.
Nokkuð öðru máli gegnir með
þá foreldra, sem ekki trúa á skað-
semdaráhrif þessara nautnalyfja,
og þó þekki ég engin dæmi þess,
að foreldrarnir hafi óskað barni
sínu að það vendi sig á það að
reykja eða drekka.
Þá er aö minnast á þriðja að-
ilan í uppeldisstarfinu; en það
eru félagarnir (á götunni og víð-
ar) og opnberir staðir. Þessi að-
ili er í bæjunum mjög sterkur, og
stundum virðist lífið í félaga-
hópnum sópa burtu öllum áhrif-
um skóla og heimilis. En hvers-
vegna er félagahópurinn svona?
Hann hefir orðið fyrir áhrifum
af þeim eldri. Líf og fordæmi
hinna fullorðnu er hér sem ann-
ars staðar uppistaðan í tiltektum
æskunnar. Við hinir eldri höfum
þá ekki gengið á undan með góðu
eftirdæmi.
Kynslóðin, sem er að vaxa upp,
á erfið verkefni fyrir höndum.
Hún á að leysa úr þjóðfélagsleg-
um og menningarlegum vanda-
málum, sem nú steðja að. Verði
hún alin upp í nautnasýni, er lít-
ils af henni að vænta. Það er að
sönnu hvorki skynsamlegt né I
samræmi, að á sama tíma sem
stjórnarvöld fyrirskipa fi-æðslu
um skaðsemi tóbaks og áfengis,
og lýsa því þannig yfir, að þetta
teljist skaðleg efni, sér hún svo
um, að nægar birgðir eru til af
þessum vörum, þótt nauðsynja-
vöru skorti jafnvel. En þetta er
mál út af fyrir sig og verður ekki
rætt nánar hér.
Þrátt fyrir heimskulega lög-
gjöf, megum við ekki hætta að
gæta okkar inn á við. Við meg-
um ekki gleyma því, að fjöregg
framtíðarinnar liggur í lófum
Húsgagnavinnustofa
ÓLAFS ÁGÚSTSSONAR
Qrundargötu 1. — Akureyri. — Smíðar allsbonar húsgðgn, (
borðstofur, dagstofur, svefnstofur og skrifstofur. Húsgðgnin seljast
tneð mánaðar afborgunum ef óskað er.
I
(j
„Kampola"
heitir raksápan, sem þeir vandlátu nota. — Ef
þér eruð skeggsár og viljið nota góða raksápu ()
þá reynið »K A M P O L A«. — Sverasta og
erfiðasta skeggrót beygir sig í auðmýkt fyrir
»KampoIa«. — „KampoIa„-raksápuna selur
m Kaupfélag Eyfirðinga.
okkar. Takist okkur ekki að upp-
ala þessa kynslóð betur en við
vorum sjálf uppalin, þá verður
hún ekki vaxin þeim verkum, sem
bíða hennar.
Ég hefi heyrt um föður, sem
gaf syni sínum tóbakspípu í ferm-
ingargjöf. Þetta mun nú hafa
bnevkslað marga, en mér er
spurn: Er það nokkuð hneykslan-
legra, en þegar faðirinn (og jafn-
vel móðirin) púar reyknum eins
og verksmiðjustrompur fyrir aug-
um barns síns. — Móðirin, sem
fórnar svo miklu fyrir barn sitt,
ætti að fórna dömuvindlingnum
líka. Mörg böm hryggjast sárt, er
þau sjá móður sína reykja eða
drekka, ðf þau eru því ekki mjög
vön.
Ég beini þeirri spurningu til
skynsemi yðar, foreldrar og
barnavinir, sem notið vín og tó-
bak: Er það of stór fórn fyrir
framtíðarheill barnanna yðar að
hætta notkun þess? Mætið okkur
kennurunum á miðri leið í fræðslu
um skaðsemi þessara nautna, og
göngum öll á undan með góðu eft-
irdæmi.
Ma/rinó L. Stefánsson.
j Prjónavörur [
úr islenzku tví- og þriþættu bandi eru nú,
sem oftar, á boöstólum hjá
jj BALDVIN R YEL.
Ný æskulýöstiíevfino-
Ungmennastúkur.
Þegar æska þessa bæjar yíir-
gefur barnaskólann, 13—14 ára
að aldri, er það þess vert að at-
huga, hvert vegir hennar liggja
næstu árin. Því óneitanlega er
það mikilsvert atriði, hvernig
æskan er búin undir það veglega
hlutverk að taka á móti lyklum
framtíðarinnar.
Á þessu skeiði æfinnar eru
menn næmastir fyrir ytri áhrif-
um, góðum jafnt sem illum. Og á
þeim árum er oft lagður grund-
völlur að skapgerð einstaklings-
ins, sem ýmist leiðir til gæfu eða
gæfuleysis.
Nokkur hluti þessara ung-
menna halda áfram námi á fram-
haldsskólum. Þar fá þeir ákveðið
verkefni og takmark að keppa að
meiiú hluta ársins. Sumir hverfa
fljótt að iðnnámi eða öðru föstu
starfi, og er svipað um þá að
segja. En stærsti hlutinn hættir
algjörlega skólanámi, og hefir
vinnu aðeins við og við, eins og
gefur að skilja á þessum erfiðu
tímum. Og á þessum viðkvæmustu
árum, er ekkert gert af því op-
inbera til þess að útvega þessum
unglingum heilbrigð viðfangs-
efni, eða beina leiðum þeirra inn
á hollar brautir. Og ef heimilin
eru spurð,, þá er það aðeins und-
antekning, ef svarið er ekki á þá
leið, að þau ráði tiltölulega mjög
litlu um það, hvert unglingarnir
leggja leiðir sínar á þessum ár-
um. Auðvitað eru sumir ungling-
ar svo hneigðir fyrir eitthvað á-
kveðið starf, og svo staðfastir í
lund, að misjafnt umhverfi hefir
lítil áhrif á þá. En ég hygg að
það sé aðeins lítill minni hluti.
Meiri hlutinn mótist meira eða
minna af umhverfinu til góðs eða
ills.
Plestir þeir er um þessi mál
hugsa eru sammála um það, að
framvegis verði bæjarfélögin að
gera meira fyrir atvinnulitla ung-
linga í kauptúnum og kaupstöð-
um landsins, en gert hefir verið
undanfarið. Því æskulýðsfélög eru
fá í bæjunum, sem eru þess megn-
ug að leysa þetta mál ein. íþrötta-
félögin hafa hlynt að almennri
líkamsrækt, en lengra ná þau
ekki. Og að sumu leyti hafa þau
ekki verið til fyrirmyndar fyrir
óþroskaðan æskulýð.
Innan Góðtemplarreglunnar hef-
ir talsvert verið rætt óg ritað um
þetta mál. Og ég er þess fullviss,
að margir menn í þeim hóp sjá
betur en margir aðrir, hvílíkur
voði aukin áfengisnautn og óheil-
brigt samkvæmislíf er fyrir sið-
gæði ómótaðrar æsku. Þess vegna
hefir heldur ekki verið látið sitja
við orðin tóm, heldur var hafizt
handa fyrir tveimur árum og
stofnuð ný deild innan Reglunnar
— ungmennastúkurnar — fyrir
ungt fólk á aldrinum 14—21 árs.
Það, sem veldur því, að mér virð-