Boðberi - 01.03.1927, Page 2

Boðberi - 01.03.1927, Page 2
2 Nafn blaðsins? Móðir einhvers annars. Yið krossgötur einar í Lundúnaborg, þar sera umferðin var allramest, stóð lítil, gömul kona, og horfði með skelf- ingarsvip yfir götuna. Henni virtist pað auðsjáanlega beinn lífsháski, að komast yfir á gangstéttina hinumegin götunn- ar. Og því lengur sem hún stóð fuirna, f)ví minni kjark hafði hún til þess að áræða út á götuna. Bílar og hestvagnar þutu frain hjá í óslitnum, marg- földum röðum, hérnamegin í pessa áttina, hinumegin í hina. Gamla konan beið þess árangurslaust, að augnabliks hlé yrði á umferöinni, að ofurlítið skarð kæmi í þessar enda- lausu vagnalestir, — en það kom ekki. Pá komeftir götunni hávær drengjahópur, er var á heim- leið úr skóla jiar í grendinni. Prátt fyrir mannfjöldann, þrengslin og gauraganginn, fanst drengjunum þeir hafa tækifæri til að vera með glens og gamanlæti. Þeir voru orðnir svo vanir fiví, að ferðast fiarna fram og aftur á hverjum degi. Einn drengjanna, sá er fljótt á að líta virt- ist hávaðasamastur og mestur glanninn, leit út fyrir að vera foringi hinna. Hann var ætíð í broddi fylkingar og dró félaga sína með sér í gegnum troðninginri. Og honum fórst þetta svo vel úr hendi, að drengirnir gátu altaf smogið áfram, án þess að nema staðar, hvað þétt sem um- ferðin var. Alt í einu staðnæmdist hann eitt augnablik, og hljóp svo, eins og kólfi væri skotiö, burt frá félögum sín- um. Honum hafði orðið litið á litlu, gömlu konuna, og hann hafði þegar skilið það, að hún þorði ekki að hætta sér út á götuna. Þegjandi og umsvifalaust hljóp hann til hennar, tók hana við hönd sér og leiddi hana með mestu gætni, en auðsæilega öruggur og ókvíðinn, gegnum bíla- og vagnaþvöguna, yfir á gangstéttina hinumegin götunnar. Svo kvaddi hann gömlu konuna kurleislega og hljóp til

x

Boðberi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Boðberi
https://timarit.is/publication/1040

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.