Baldursbrá - 19.10.1934, Side 1
1. Ár.
Winnipeg, Manitoba, 19. október, 1934.
Nr. 1.
AVARPSORÐ
Um leið og þetta litla blað heilsar
tilvonandi lesendum sínum þykir
bað viðeigandi að skýra frá erind-
inu.
Þessi ávarpsorð eru því fremur
stíluð til hinna fullorðnu en til u'ngl-
inganna sjálfra.
Þjóðræknisfélagið hefir á ýmsan
hátt gert tilraunir til þess að varð-
veita íslenzka tungu hér vestan
hafs. Hafa þær tilraunir sumar
hepnart vel, en sumar miður, eins
og gefur að skilja, því málefnið er
afar erfitt viðfangs.
Til þess hafa stjórnendur Þjóð-
ræknisfélagsins fundið að varanleg
áhrif þessara tilrauna geta því að-
eins átt sér stað að þau nái til
hinna ungu; því það er eins satt nú,
sem skáldið kvað og það var þá að:
“Ef æskan vill rétta þér örvandi
hönd,
þá ert þú á framtíðarvegi”.
Með þetta fyrir au'gum hefir
Þjóðræknisfélagið gengist fyrir ís-
lenzku kenslu í heimahúsum í all-
mörg ár að undanförnu með tals-
verðum árangri.
En í fyrra var breytt þannig um
kensluaðferð hér í Winnipeg að
stofnaður var til þess reglulegur
ungmennaskóli. Hepnaðist þetta
svo vel að félagið hefir ákveðið að
halda þeirri aðferð áfram; og með
aðstoð fórnfúsra og góðra kennara
má mikils vænta af því starfi.
En það kom í Ijós við kensluna
' að ekki var völ á hentugum bókum
eða blöðum til lestu'rs í sambandi
við það starf.
Auðvitað eru ágæt ungmennarit
gefin út á íslandi — miklu full-
komnari en hér eru föng á að gefa
út — en sökum ólíkra staðhátta eru.
þau rit ekki eins fullnægjandi hér
vestra.
Því hefir oft verið hreift áður að
útgáfa ungmennarita væri hér
nauðsynleg. Nú í sumar kaus Þjóð-
ræknisféagið nefnd manna lil þess'
að íhuga málið og veitti henni fult
vald til þess að hefjast handa ef hún
sæi. sér það fært. Hefir nú þessi
nefnd ráðist í það fyrir hönd fé-
lagsins, að stofna þetta litla blað.
Er til þess ætlast og vonast að
það megi vekja löngun og áhuga
hjá hinum ungu til þess: að læra að
lesa og tala íslenzkt mál; en með
L