Baldursbrá - 19.10.1934, Side 2

Baldursbrá - 19.10.1934, Side 2
2. UNGMENNABLAÐ ÞJÓÐRÆKNISFéLAGSINS BALDURSBRÁ Ungmennablaö Þjóðræknisfélagsins Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson 218 Sherburn St. Winnipeg, Man. Ráðsmaður: B. E. Johnson 1016 Dominion St. Winnipeg, Man. því móti aðeins getur það varðveizt hér um alllangan aldur; annars er það dauðadæmt fyr en skyldi. Þess er einnig vænst að hafa megi nokkurn stuðning af þessu litla blaði við lestur í sambandi við íslenzku kenslu' Þjóðræknisfélags- ins. Er því fastlega skorað á allar deildir þs s að koma á slíkri kenslu hver í sínu héraði, þar sem því verður við komið, og að gangast fyrir útbreiðslu blaðsins. Þetta litla blað er eign Þjóðrækn- isfélagsins; kostað af því að öllu ieyti; er þar vitanlega lagt út í tals- verða óvissu fjárhagslega, en hætt- an verður eftir því minni sem betur er unnið að útbreiðslu blaðsins. Fyrst um sinn er ákveðið að þetta litla blað komi út vikulega í 26 vikur af árinu. Það er að segja þann tíma, sem kensla Þjóðræknis- félagsins stendu'r yfir. En ef svo vel skipast með útbreiðslu blaðsins og kaupendafjölda að tiltækilegt virðist að gefa það út í hverri viku alt árið, þá verður það athugað og ef til vill gert. Verðið er svo lágt að ekki ein- ungis ætti blaðið að geta komist inn á hvert einasta heimili; heldur jafnvel ætti það að ge>ta orðið sér- eign hvers einasta ungmennis, sem af íslenzku bergi er brotið. Nefnd þá, sem Þjóðræknisfélagið kaus þessu máli til framkvæmda, skipa þessir menn: Á. P. Jóhannsson J. J. Bíldfell B. E. Johnson Hefir sú nefnd farið þess á leit við mig að eg hefði á hendi rit- stjórn þessa litla blaðs fyrst um sinn og hefi eg lofast til að gera það. Ráðsmaður blaðsins og fjár- heimtumaður verðu'r B. E. Johnson, en öll nefndin, auk margra annara dugandi manna og kvenna, vinna að útgáfu þess og útbreiðslu á ýms- an hátt. Öll störf við blaðið verða unnin endurgjaldslaust; það er ekki gróða- fyrirtæki neins félags eða einstakra manna, heldur lörlítil fórn fúslega frambcrin og lögð á altari íslenzkr- ar þjcðrækni. —Winnipeg, 15. október, 1934. í umboði nefndarinnar Sig. Júl. Jóhannesson. “BALDURSBRÁ” Börn og Ungmenni: Þetta litla blað er gefið út fyrir ykku'r: “Heimskringla” og “Lög- berg” eru blöð fu'llorðna fólksins, en þetta á að verða blaðiö ykkar. Þið vitið sjálfsagt öll hvað “Heims- kringla” og “Lögberg” þýðir. — “Heimskringla” þýðir: allur hnött- urinn, allur heimurinn. Það táknar að blaðið á að flytja fréttir frá öll- um löndum heimsins. Lögberg er naín á kletti eða bergi á íslandi þar sem Alþingi var haldið og lögin voru lesin. Alþingi var þá nafn á þinginu á íslandi og er enn. Lög- berg” þýðir því staðurinn þar sem komið er saman til þess að ræða og afgreiða öll mikilsverð mál; þar er skrifað um alt mögulegt. Þið sjáið á þessu að nöfnin á ís- lenzkum blöðum eru ekki út í blá-

x

Baldursbrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldursbrá
https://timarit.is/publication/1042

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.