Baldursbrá - 19.10.1934, Qupperneq 4

Baldursbrá - 19.10.1934, Qupperneq 4
4. BALDURSBRÁ FINNIÐ ÞIÐ ORÐIN, SEM VANTAR Einu sinni út á......... aleinn reri ..........; fjörutíu ..........dró, ...........gerðu betur. Hvergi finn eg hvolpinn...... ........er týndur, greyið: eflaust......... auminginn úti í snjónum ............ Senn er.......... sumartíð, senn er..........vetur: þeir, sem eiga að þola...... þurfa að klæðast .......... S. J. J. GÖMLU BÖRNIN íslenzkur málsháttur er til, sem hljóðar á þessa leið: “Tvisvar verð- ur gamall maður barn.” Það er sannleikur að gamalt fólk verður eins og börn að sumu leyti. Víða eru stofnuð heimili handa munaðarlausu'm börnum; þau eru kölluð barnaheimili. Svo eru líka stofnuð heimili handa gömlu fólki og kölluð gamalmennaheimili hérna hjá okkur, en elliheimili á íslandi. Þau eru eiginlega nokkurs konar barna heimili—heimili handa göml- um börnum. Sum af þessum gömlu börnum geta skrifað skemtilega fyrir ungu börnin, og eg er viss um að þau skrifa einhvern tíma eitthvað í Baldursbrá. Eitt af þessum gömlu börnum, sem á heima vestur í Alberta, heit- ir Sigurður Jónsson frá Víðimýri; hann er rétt að segja hálfníræður og hefir verið í rúminu í nokkur ár. En hann var einn með þeim fyrstu að panta Baldursbrá og senda pen- inga fyrir hana. Og hann sendi líka heilmikið af vísum; sumar þeirra eru gullfalleg- ar. Hér birtast tvær og fleiri koma kannske seinna: Vermir strindi, vötn og haf vor með yndisblíðu; fjallatindum fannir af fella vindar þíðu'. Blíðan fangi vefur vang, vorblóm, anga um haga; signir tanga og svalan drang sólskins langa daga. Baldursbrá segir ykkur öðru hvoru eitthvað um gömlu börnin. G Á T U R I. Tveir menn fóru á samkomu. — Þegar þeir koniu heim voru þeir spurðir livor í sínu lagi hvernig samkoman hafði verið sótt: “Hún var vel sótt,” svaraði annar, “húsið var hálffult.” “Hún var illa gótt,” svaraði hinn, “húsið var hálftómt”. Gátu þeir báðir sagt satt? II. Þrjú börn, sem hétu: Jakob, Elín og Haraldur, skiftu þannig á milli sín frímerkjum að Jakob fékk einu íleira en helminginn, Elin fékk einu fleira en helminginn af því sem þá var eftir, og svo voru eftir þrjú handa Haraldi. Hversu mörg voru frímerkin upphaflega? Hversu rnörg fékk Jakob og Elin hvort urn sig?

x

Baldursbrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldursbrá
https://timarit.is/publication/1042

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.