Baldursbrá - 14.01.1935, Page 2

Baldursbrá - 14.01.1935, Page 2
2. UNGMENNABLAÐ ÞJÖÐRÆKNISFéLAGSINS BALD URSBRÁ Ungmennablag Þjóðræltnisfélagsins Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson 218 Sherburn St. Winnipeg, Man. Ráðsmaður: B. E. Johnson 1016 Dominion St. Winnipeg, Man. landið þar sem litla, hvíta hænan var. Litla hvíta hænan sagði við sjálfa sig: “Stórar, svartar bifreiðir ferðast. Eg veit það, eg veit það. Eg ætla að fara upp í stóru, svörtu bifreiðina. Þá get eg h'ka ferðast.” Og svo flaug litla hvíta liænan upp í stóru svörtu hifreiðina. Hún faldi sig undir stóra svarta feldinum. Hún var alveg grafkyr. Eftir nokkurn tíma kom karl- maðúr og kvenmaður. Þau fóru upp í bifreiðina. Konan sat í aftursætinu. En hún sá ekki litlu hvítu liæn- una. Maðurinn settist í framsætið. En hann sá ekki litlu hvítú hæn- una. Þá sagði maðurinn. “Solveig litla gaf hænsunum. Mangi reið honum Rauð. Nú verðum við að fara heim aftur. Við verðum að flýta okkur eins og við getum.” Þá lét maðurinn lúðurinn á bif- reiðinni segja: “Honk! honk! honk! honk!” Frh. Gunnlaugur og Helga Frh. “Þú ætlar þá að láta ímyndaða anda hræða þig til þess að bera út þitt eigið barn,” sagöi konan lians. Hún hét Jófríður. “Eg hefði aldrei trúað því að þú værir svo ístöðulítill og jafnframt vondur maður.” “Skynsemi verður að ráða yfir tilfinningum,” sagði Þorsteinn. — “Þessi draumur hefir verið ætlaður til þess að vara mig við óhamingju. Þú verður því að skilja það að eg get engan veginn varnað því að draumurinn rætist nema á þann hátt að láta bera út barnið. Með því móti kem eg í veg fyrir ógæfu þess og ógæfu ættarinnar. Eg á það því draumnum að þakka að eg get verndað biessaö barnið frá sorg og óhamingju. Ef það er stúlku- bam verður það að deyja. Þú verður að hlýða skipun minni, liversu erfitt sem það er.” Og Jófríður varð að lofa Þor- steini því áður en hann fór á AI- þing, að fylgja skipun hans. Skömmu eftir að hann var far- inn fæddi hún barn, og það var yndislega falleg stúlka. Jófríður lét kalla fyrir sig smalamann, sem þar hafði verið lengi. Hún mælti á þessa leið við smalann: “Sæktu reiðhestinn minn, legðu á hann hnakk, farðu með þetta ný- fædda barn upp að Hjarðarholti í Dölúm til Þorgerðar syrstur manns- ins rníns og segðu henni að eg b.öji hana aö ala stúlkuna upp leynilega og gæta þess vel að Þor- s.einn komist aldrei að því.”

x

Baldursbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldursbrá
https://timarit.is/publication/1042

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.