Baldursbrá - 14.08.1937, Blaðsíða 1

Baldursbrá - 14.08.1937, Blaðsíða 1
3. Ár. || Winnipeg, Manitoba, 14. ágúst 1937 Nr. 22. Leðurblakan, sem vildi læra að syngja. Leðurblöku fjölskylda átti heima uppi í háum birkitrjám. Það voru æfa gömul leðurblökuhjón og eitt barn þeirra. Þessi leðurblöku fjölskylda var af fjarska háum ættum og stórefnuð. Þau voru öll í síðum regnkápum og höfðu engar samgöngur nema með heldri fuglum, svo sem gamalli og grárri uglu. Þau áttu sérlega fínan bústað uppi yfir g’ugganum í kirkjuturninum, sem var hálf hruninn. Þessi bústaður var ekki skrautleg- ur á að líta að utan, en það var bara til þess að þjófar kæmu þangað ekki, sérstaklega smáfuglar, þegar þeir sáu það að bústaður leðurblakanna var svona fátæklegur, héldu þeir að þar væri engu að stela; en þar skjátlaðist þeim; því bústaður leð- urblakanna var óásjálegur að utan, en þeim mun fínni að innan. Og þar að auki höfðu þær miklar birgðir af ormum. Leðurblökurnar höfðu skeljar fyrir diska og smá kúfunga fyrir bolla, en mannshári höfðu þær náð til þess að búa til sængur. “Hvers vegna höfum við manns- hár í rúmfötin okkar?” spurði litla leðurblakan, sem var tuttugu ára gömul, en ósköp heimsk. Faðir hennar klappaði á kollinn á henni og sagði: “Það stendur þannig á því, að í gamla daga trúðu börn mannanna því, að við réðumst á þau og reittum af þeim hárið; og svo voru þau dauðhrædd við okkur. Á meðan börnin trúðu þessu, notuðu forfeður okkar sér það og reittu virkilega af þeim hárið; en þegar þau urðu skynsamari og hættu að trúa því, þá hættu þeir líka, og það litla hár er við höfum eftir, höfum við erft frá forfeðrum vorum.” “Hí, hí,” heyrðist ýlfrað úti fyrir. Það var uglan, sem kom að heim- sækja leðurblökurnar. “Flýttu þér og þvoðu þér í fram- an, stelpa mín,” sagði leðurblöku- móðirin við dóttur sína. “Uglu herrann er kominn að heimsækja okkur. Þvoðu þér um fæturna líka.” “Hí, hí,” sagði uglan um leið og hún kom inn og hneigði sig. “Hvern- ig líður þér, nágranna kona, núna?” “Þakka þér fyrir; mér og okkur líður ágætlega,” svaraði leðurblakan. “Eg hefi bara dálitla gigt í hægri

x

Baldursbrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldursbrá
https://timarit.is/publication/1042

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.