Baldursbrá - 14.08.1937, Blaðsíða 4

Baldursbrá - 14.08.1937, Blaðsíða 4
4 UNGMENNABLAÐ ÞJÓÐRÆKNISFELAGSINS sungu: “Mí, mjú og mjá, eg mér vil konu fá í silkimjúkum, svörtum kjól og sífelt lipra eins og hjól. Mí, mjú og mjá, eg mér vil konu fá.” “Gættu þín vel, stelpa mín,” sagði leðurblakan gamli við dóttur sína inni í holunni. “Nú verður þú að læra að syngja.” “Já,” svaraði litla leðurblakan. — “Eg held eg sé strax búin að læra dálítið.” Og hún engdist sundur og saman af gleði. Nú komu kettir úr öllum áttum til þess að hlusta. Þeir voru hreinir og sléttir og þokkalegir, eins og virðingaverðir kettir eiga að vera, þegar þeir fara á samkomu. Þeir heilsuðu kettinum sem fyrir var, dönsuðu, reglulegan lattadans alt í kring um vindhanann og skipuðu sér svo í reglulega röð. “Nú skulum við syngja þjóðsöng kattanna,” sögðu þær allar í einu hljóði. “Gættu að og taktu eftir, dóttir mín,” sagði gamla leður- blakan við litlu dóttur sína. Og svo sungu kettirnir allir í einu: “Mjá, mjú og mjá, hér margt er glatt að sjá, við fóta léttar fetum og f jölda af músum étum við berum í þær beittar klær, með beztu lyst við étum þær. Já, kátt er köttum hjá mjá, mjú mjá.” Alt í einu staðnæmdist svarti kött- urinn og sagði: “Eg finn — eg finn músalykt!” “Já, og við líka,” mjálmuðu allir kettirnir. Litla leðurblakan varð dauðhrædd og emjaði hátt. Svarti kötturinn hafði krækt klónum í annan væng- inn á henni. “Eg er búinn að ná músinni,” kall- aði hann. — “Hjálpið mér til að draga hana út úr holunni, hún held- ur sér fast.” Nú varð ógurlegur gauragangur. Kettirnir mjálmuðu allir í ákafa og vindhaninn var sá eini sem var ró- legur, en auðvitað gat hann eigi stilt til friðar. Hann snerist á ryðgaða fætinum og sagði: “Hverfið allar heim til baka hér er bara leðurblaka.” En kettirnir létu allir sem þeir heyrðu ekki hvað vindhaninn sagði, þeir mjálmuðu hærra og hærra og leðurblökurnar báðu um hjálp. Alt í einu heyrðist loftþytur og ugluherrann kom fljúgandi. Hann leit reiðilega til beggja hliða með hvast nef og sagði ógnandi: “Sleppið ungfrúnni; annars kem eg til skjalanna; þið skuluð eiga mig á fæti ef þið viljið.” Svo sleptu kettirnir leðurblökunni litlu; þær mæðgurnar flugu heim og fengu sér hvíld og hressingu. En þegar ugluherrann komst að því að það var hans vegna að leðurblakan litla hafði lagt sig í þessa hættu, þá varð hann svo hryggur að hann feldi stór tár og bað undir eins leðurblök- unnar. Og svo giftust þau og eiga heima enn þann dag í dag í kirkju- turninum, og eiga enn rúmfötin úr mannshárinu, og svarti kötturinn kemur þangað á hverju kveldi tli vindhanans og syngur: “Mjá, mjú, mjá, eg mér vil konu fá í silkimjúkum svörtum kjól og sífelt lipra eins og hjól. Mjá, mjú, mjá, eg mér vil konu fá.” —Sólskin.

x

Baldursbrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldursbrá
https://timarit.is/publication/1042

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.