Baldursbrá - 14.08.1937, Qupperneq 2
2
UNGMENNABLAÐ ÞJÖÐRÆKNISFÉLAGSINS
BALDURSBRÁ
Ungmennablað Þjóðrœknisfélagsins
Ritstjóri: Sig. Júl, Jóhannesson
218 Sherburn St. Winnipeg, Man.
Ráðsmaður: B. E. Johnson
1016 Dominion St. Winnipeg, Man.
vængnum. Hún ætlaði alveg að
klára mig í nótt, ólukkans gigt-
in; það er vegna þess hvað veðrið
var slæmt.”
“Ágætt veður, grannkona góð,”
sagði uglan. “Hú, hú, .Stormurinn
hvein í trjánum; vindhaninn snerist
eins og elding; og þaksteinar fuku
hver á eftir öðrum; gluggarúðurnar
brotnuðu. Já, þvílíkt líka heljar
veður! Það var bara verst, að eg
hefi engan til þess að njóta með
mér. Nú ætla eg að fara að gifta
mig.”
“Hvað er orðið af þér, stelpa
mínV” kallaði leðurblökumoðirin til
dóttur sinnar. Litla leöurblakan
kom mn og lyfti upp vængjunum af
fögnuði um Jeið og hún heilsaði ugl-
unni.
“Svo þú ætlar að fara að gifta
þig ?” sagði leðurblökumóðirin. “ó-
sKöp var það leiðinlegt, að hún dótt-
ir mín skuli ekki vera eldri en tutt-
ugu ára.”
“Ekki stendur henni æskan fyr-
ir,” svaraði uglan. “Eg er ekki
nema fjörutíu. Nei aðal atriðið er
það, að hún kunni að syngja. Eg
heioi getað fengið náttgalann, sem
mér geðjast illa að, því að hann er
að flakka suður á veturna. Konan
mín verður að vera heima alt árið.
- Kann nokkur ykkar að syngja
uglusönginn?”
“Nei, en þú verður að syngja hann
fyrir okkur,” sagði litla leðurblakan.
“Þú átt að þéra þennan herra,”
hvíslaði leðurblökumóðirin; “það er
ókurteist að þúa hann.
Svm ranghvolfdi uglan augunum
ogsöng:
“Hú, hó! hí, hó!
hefi eg ei frið né ró;
þoli vind og vætur,
vaki allar nætur;
gæti uppgefinn,
að ekki hrynji turninn minn.
Hú, hó! hú,” hó!
“Ó, hvað þetta er yndislegur söng-
ur,” sagði litla leðurblakan og bað-
aði vængjunum af ánægju.
“Hvað þetta er yndislegt!”
“Það er verst að þú kant ekki að
syngja líka, ungfrú leðurblaka,”
sagði uglan alvarleg, ranghvolfdi
augunum og flaug burtu.
Litla leðurblakan fór að gráta.
“Ó, eg vildi, að eg kynni að
syngja,” sagði hún með ekka. “ó,
eg vildi bara að eg kynni að syngja.”
“Vertu ekki að gráta, dóttir sæl,”
sagði móðir hennar. “Það er hægt
að kera að syng.ja. Komdu hérna,
eg skal hjálpa þér að búa þig;
kveddu svo hann pabba þinn. Við
skulum koma út í skóg, tetrið mitt,
cg finna níttgalann.”
Náttgalinn sat úti í skógi á stóru
og fallegu eikartré, og var að kenna
fughim að syngja.
“Góðan daginn, herra náttgali,”
sagði leðurblökumóðirin. “Hún litla
dóttir mín er einstaklega mikið
fyrir söng, hana langar til að biðja
þig að kenna sér að syngja.”
“Þekkir hún tónstigann?” sagði
næturgalinn.
“Líklega ekki í réttri röð,” svar-
aði leðurblakan.
“Eg skal syngja, og svo skalt þú
hafa sönginn upp eftir mér,” sagði
næturgalinn. Og svo söng hann: