Baldursbrá - 14.08.1937, Page 3

Baldursbrá - 14.08.1937, Page 3
BALDURSBRÁ 3 “Með sólskins dýrð, með sólskins dýrð, þú sumri, drottinn, veginn býrð. Tsip,—tsip,—tsip,—tsip! Þá syngur fögur fugla hjörð, og fagnar alt á vorri jörð; þeir syngja bæði létt og ljúft, um ljós og sól, svo unaðsdjúpt. Tsip—tsip—tsip!” “Kví — pí — kvit — kvat — pí” skrækti litla leðurblakan og rang- hvolfdi í sér augunum, eins og hún hafði séð ugluna gera. Það hlaut að vera bæði fínt og fallegt, af því uglan gerði það. “Þetta er afleitt; blátt áfram ó- tækt,” sagði náttgalinn. “Þetta er tónstiginn okkar,” sagði leðurblökumóðirin og varð reið fyrir hönd dóttur sinnar. “Jæja, þá er mér ómögulegt að kenna dóttur yðar að syngja,” sagði náttgalinn; “hún ætti að ganga í söngfélag kattanna, sem halda söng- samkomu á hverju kvöldi hjá gamla ryðgaða vinahananum á borgar- múrnum. Það getur vel skeð, að hún gæti lært þar.” “Þakka þér fyrir upplýsingarn- ar,” svaraði leðurblökumóðirin dá- lítið þóttafull. Og svo fóru þær heim, mæðgurnar. Um kveldið fóru þær út að vind- hananum á borgarmúrnum; þessi gamli vindhani var alveg eins út- lits og reglulegur hani; og héldu þær mæðgur að það væri svo. “Hvers vegna andvarpar þú svona sorglega vindhani?” spurði litla leðurblakan. “Mér er ilt í fætinum,” svaraði haninn. “Hann er ryðgaður.” “Það er slæmt; það hlýtur að vera ósköp óþægilegt,” sagði litla leðurblakan með aumkunarrödd. — “Ryðgaður fótur hlýtur og vera ó- þægilegur.” “Varið ykkur,” sagði vindhaninn; “kettirnir koma.” “Leðurblökumæðgurnar skriðu inn í svo litla holu, sem var á múrn- um, og gerðu eins lítið úr sér og þær gátu. Eftir múrveggnum kom kol- svartur köttur. Rófan stóð beint upp í loftið, alveg eins og brugðið sverð. Það stirndi á hann og það var eins og eldblossar stæðu úr aug- um hans. Kötturinn urraði af grimd og fór beint þangað sem vind- h ninn var. Síðan grenjaði hann upp yfir sig og átti það að vera söngur; það sem hann söng, var svona: “Mí, mjú og mjá eg mér vil konu fá í silkimjúkum, svörtum kjól og sífelt lipra eins og hjól Mí mjú og mjá, eg mér vil konu fá.” Svo kom annar köttur úr hinni áttinni. Hann var gulur með hvít- um röndum eftir bakinu. Hann var fjarska sjaldséður köttur. Þegar hann sé svarta köttinn, var eins og augun í honum yrðu að eld- kúlum; hann var svo reiður. Hann dró sig saman í hnykil svo að allir fæturnir voru svo að segja saman. “Mjá, mjá,” vældi hann. “Mjá, mjá”, svaraði hinn köttur- inn. Svo reistu þeir báðir upp rófuna og veifuðu henni í loftinu eins og sverðum eða slöngum. Svo stóðu þeir upp á afturfæturna og fóru að fljúgast á. Það var þeirra siður að bjóða hvor öðrum gott kvöld á þenn- an hátt. Eftir nokkrar ryskingar lögðust þeir niður, báðir á hlið- arnar, horfðu upp í tunglið og

x

Baldursbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldursbrá
https://timarit.is/publication/1042

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.