Alþýðuhelgin - 12.02.1949, Blaðsíða 4

Alþýðuhelgin - 12.02.1949, Blaðsíða 4
4 4 ALÞÝÐUHELGIN Sigurður Ólafsson: Grcin sú, sem liér fcv á eftir, cr um merkilcgan íslemling, cr víða hafði farið og mörg'u kynnzt. Bcrtel Högni var lærður m,iög og einhver mesti tungu- málagarpur af íslenzku bergi brotinn, sem sögur fara af. Grcin þcssi birtist i Vestur.íslenzka blaðinu ,,Lögberg“ í janúarmánuði s. I. og er endurprentuð hér, þar eð hún liefur að geyma allmikinn fróðleik um sérkennilegan hæíi. leikamann, sem að Iitlu hefur verið getið í íslenzkum ritum. Höfundur er beðinn á því velvirðingar, að hin glögga ritgerð hans er birt liér án leyfis Sig. Ólafsson er prestur í Vesturheimi. ,,— Og dökkni Væringi í suðrænni sól ber ltann sinni undir skinni, sem norðrið ól, og minnist að heima er lífstrúar lindin.“ (E. B.) ísl-endingar hafa löngum víðförulir verið, úiþráin er þeim í blóðið borin. Til forna hlaut Þorvaldur Koðransson auknefnið „hinn víðförli“. Bar hann það nafn með fullum rétti, eftir því er fornar sagnir herma. Á liðnum öldum og enn þann dag í dag hefur margur íslendingur átt rétt til hins sama aulcnefnis. Hér langar mig að minnast að nokkru eins sliks manns, sem, eins og Þorvaldur forð. um, bar hróður íslands víða um lönd, sakir óvenjulegrar fræðslu og lær. dóms, er hann hafði aflað sér, en mætti þeim örlögum, eins og margir þoir, er langdvölum lifa með erlend. um þjóðum, að vera að mestu gleyrnd. ur samtíðarfólki á ættjörð sinni. Nærri full 30 ár eru nú liðin síðan hann lagðist til hinztu hvíldar; er að eðlilegleikum hljótt um minningu hans. Tiltölulega mun lítið hafa ver. ið um hann ritað heima á ættjörðinni, að því er ég bezt veit, hef ég þó gert mér nokkurt far um að kynnast því, en árangurslaust. Heimildir þær, sem ég styðst við, er aðallega ágæt og ýt. arleg grein -um Gunnlaugsson, sem birtist í mánaðarritinu „Öldin“ í Winnipeg, III. árg., 12. desember 1895; er greinin sennilega eftir þáver. andi ritstjóra þess tímarits, Eggert Jóhannsson; uppistaðan í ævisögu hans er þar all.ýtarlega rakin. Einnig í marz. og maíhefti „Nýs kirkju- blaðs“, er studdist við upplýsingar, sem síra Matthías Joehumsson lét rit. inu í té úr bréfi frá Gunnlaugsson. Einnig styðst ég við sagnir um hann, er dr. phil. O. A. Tingelstad (þá prestur í Seattle) sagði mér; svo byggi ég á heimsókn minni til hans 1911, — og á bréfum, er hann reit mér á árunum 1911—1912. Vona ég að þessi ófullkomna tilraun mín til að minnast þessa sérkennilega manns, mætti hvetja einhvern mér færari til að rita rækilega um þenna sannmerka fræðimann og ágæta son íslands, er unni landi sínu og þ.ióð ævilangt, og kynnti ísland meðal menntamanna samtíðar sinnar víða úm heim, flest. um öðrum fremur — þó langt sé til jaí'nað. , Bertel Högni Gunnlaugsson var fæddur í Reykjavík 29. maí 1839, sonur. Stefáns land. og bæjarfógeta Gunnlaugssonar Þórðarsonar prests á Ilallormsstað Högnasonar. Móðir Bertels, en fyrri kona Stefáns, var Ragnhildur dóttir Benedikts yfirdóm. ara Gröndals. Bertel og Benedikt Gröndal skáld og listamaður voru því systrasynir. Mælt er að Bertel væri fyrsta barnið, er hlaut skírn í skírnarfonti þeim, er hinn frægi lista. maður Albert Thorvaldsen gaf dóm. kirkjunni í Reykjavík. Bar Bertel því nafn hans. — í „Annál 19. aldar“ eftir síra Pétur Guömundsson skáld og Grímseyjarprest, er sagt að Ragn. hildur móðir Bertels dæi 1840, eða rúmu ári eftir að hann fæddist. Á efri árum sínum átti Bertel bréfaskipti við síra Matthías Jochums. son skáld. Þar minnist hann á bernskuár sín í Reylcjavík, ánægjuna af að skauta á tjörninni á tunglskins. björtum vetrarkvöldum og synda bæði í sjónum og laugunum. Þá seg. ist hann einnig hafa lesið allar íslend. ingasögurnar, er hann ávallt síðan í minni bar. En einmana segist hann hafa verið. — Söknuðurinn yfir móð. urmissi virðist hafa mótað bernskuár hans. Þetta áminnsta bréf til síra Matthí- asar birtist svo í „Nýju kirkjublaði", í marzhefti ritsins 1913. Þar getur Bertel þess, að síðasta sumarið, sem hann var á íslandi 1851, var hann í smásveina þjónustu á þjóðfundinum. Ber frásögnin það með sér hve hrif. inn hann var af Jóni Sigurðssyni og framkomu hans þar. Stefán landfógeti fór af landi burt til Danmerkur haustið 1851. Er ég ó. fróður um tildrög til þess, en skilst að hann lifði þaðan af í Kaupmanna- höfn við þröngan kost. Bertel hóf bar strax nám í latínuskóla, en mun ekki hafa fundið sig eiga þar heima; bar hann ævilangt fremur þungan hug til Dana. Tveimur árum eftir kom. una til Danmerkur fer hann svo einn síns liðs, þá á 15. ári, til Rómaborgar til náms. Sýnir þetta þróttmikla lund hans og útþrá. Síra Þórhallur Bjarnarson getur þess til, að þessa suðurgöngu færi hann á vegum kat. ólsku kirkjunnar, er á þeim árum lagði mikla áherzlu á að fá unga, efnilega íslendinga til náms í skólum sínum. Mig' skortir öll gögn til að fara frekar út í þetta mál, en læt til- gátu Þórhalls biskups fylgja hér með, sem er alls ekki ólíkleg eða fjarri sanni. í Rómaborg stundaði Bertel nám í 6 ár, eða til vorsins 1859. Þá fór hann til íslands og dvaldi þar suniarlang't- Um haustið fór hann til Edinborgar á Skotlandi og dvaldi þar um hríð. Þar kynntist hann dr. Bichnell, lærð. nm og frægum vísindamanni, og fyrir hans meðalgöngu komst hann í kynni við ýmsa stórhöfðingja. Dönsk tunga og bókmenntir voru þá í miklum há- vegum meðal Breta, sökum tilvon- andi tengda prinsins af Wales við Danakonung. Þótti það mjög svo móð- ins að læra eitthvað í danskri tungu. og nutu enda önnur Norðurlandamál þar einnig góðs af. Af þessu leiddi að Bertel, þá rétt tvítugur og nýútskrif- aður stúdent, fékk mjög ákjósanlega kennarastöðu. Meðal n'emenda“hans þann vetur er sagt að væri ein af 4

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.