Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1946, Page 23

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1946, Page 23
ÞDRARINN ÞDRARINBSDN: „Fagur er dalur" Ræða flutt á ungmenna- félagsskemmtun að Val- þjófsstað í Fljótsdal í ág. 1945 Á síðastliðnu vori voru liðin 100 ár frá dánardegi Jónasar Hall- grímssonar. Þess var minnzt víða um land, enda hefir þjóðin ekki eignast annað ástsælla skáld en hann. Það má að sönnu benda á ýmis skáld, sem hafa staðið honum framar á einstökum sviðum, en ekkert skáld hefir verið honum fremra í því, að túlka á inni- legan og einfaldan hátt það, sem hverjum góðum íslendingi er ríkast í huga, aðdáun á landinu, aðdáun á feðranna frægð, að- dáun á móðurmálinu og ósk um betri og glæsilegri framtíð til handa landi og lýð. Þess vegna hefir hann hlotið meiri vinsældir hjá þjóðinni en nokkurt annað skáld hennar, og þessar vinsældir hans munu ekki fyrnast, heldur endurnýjast með hverri nýrri kynslóð, ef manndáð og ættjarðarást halda áfram að lifa í landinu. Ef sérstaklega ætti að minnast Jónasar Hallgrímssonar á þess- • um stað, — sem ekki er ætlun mín, — væri það ekki sízt vegna þess, að hann er skáld íslenzkra dala öllum öðrum skáldum fremur. Hann var sjálfur fæddur og uppalinn í dal, og æskuáhrif geta því hafa ráðið hér nokkru, en þó vafalaust ekki síöur hin glöggu augu hans fyrir fegurð náttúrunnar. Ást hans til dalanna kemur mjög víða fram í ljóðum hans. Eitt fegursta og innilegasta náttúruljóð hans, Dalvísur, eru sérstaklega tileinkaðar dölunum. Þegar hann kveður um landnámsmennina, lætur hann þá taka sér bólfestu í „blómguðu dalanna skauti“, og þegar hann þjáist af heimþrá í fjarlægu landi, lætur hann „vorboðann ljúfa“ bera kveðju sína heim í „sumardal.“ Þegar hann bregður upp þeirri framtíðarmynd af landi og þjóð sem honum er hugleiknust, — mynd af auknum gróðri landsins og meira frjálsræði og menningu þjóðarinnar — verður til hin einfalda en ódauðlega lýsing hans „fagur er dalur og fyllist skógi, og frjálsir menn, þegar aldir renna.“ Það kann að vera röng tilgáta, en talsverðar líkur eru til þess, 2

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.