Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1946, Side 36

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1946, Side 36
30 DAGSKRÁ útgerðin færast í svipað horf að meira eða minna leyti og verður þá byggt á aldagömlum venjum sjómanna um hlutaskipti. Sjálfsagt munu bæir og sveit- arfélög taka meiri þátt í útgerö hér eftir en verið hefur og er sennilegt að það verði bæði með sjálfstæðum rekstri þeirra og þátttöku í útgerðarfélögum. Hitt er sennilegast að einstaklingar muni jafnhliða gera út og reka frystihús og slíkar stofnanir jafnhliða félagssamtökum al- mennings. En þeir munu þar verða að semja sig að háttum keppinautanna eins og kaup- félögin hafa hvarvetna utan Reykjavíkur tekið forystu í verzlunarmálunum og kennt kaupmannastéttinni betri háttu en henni voru áður eiginlegir. Héreftir verður atvinnurekand- inn eins og smákaupmaðurinn úti á landi að keppa við samtök fólksins. íslendingar bera'djúpa virð- ingu fyrir framtaki og mann- dómi og þeir elska sjálfstæði og athafnafrelsi. Hins vegar hefur aldalöng barátta við kúgun gert þeim yfirdrottnun og ofbeldis- kenndan fjárdrátt ógeðfelldan. Með vaxandi menntun og víð- sýni er það að verða þjóðinni eiginlegt að hafa jafna óbeit á hnefarétti og yfirgangi sem þrælslund og dáðleysi. Mér virð- ast því allar líkur benda til þess að íslendingar muni bráðlega aðhyllast að mestu leyti það form og fyrirkomulag sem gerir allt í senn að glæða félagsskyn og þegnskap og örva framtak og dáð almennings, eyða tortryggni og ríg og hindra arorán og fé- flettingu. Þannig má byggja upp samfélag frjálsra manna á grundvelli jafnréttis og bræðra- lags.

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.