Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1946, Side 45

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1946, Side 45
DAGSKRÁ 39 í bók, sem Rediess herforingi lét prenta 1943 og hét: S. S. Fyrir Stór-Þýzkaland. Sverð og vagga. Þar segir m. a. svo: „Það skiptir miklu hvort vér höfum á tímum komandi kynslóða 20 eða 30 her- fylkjum meira til að verja það rúm,. sem félagar vorir hafa barizt til.“ „Þýzkaland þarfnast hermanna." „Lebensbarn" stofnaði líka til hjúskapar milli Þjóðverja og norskra stúlkna, og fylla þau hjónabönd þúsund. Fyrst urðu mæðurnar þó að ganga undir „kynþáttarpróf," sem virðist hafa verið mjög rækilegt. Kon- urnar áttu m. a. að koma með myndir af foreldrum sínum og afa og ömmu í báðar ættir. Sum ástandsbörnin hafa ekki komið á skýrslu. Orðrómurinn um að börnin yrðu tekin frá mæðrunum aftraði sumum frá því að gefa sig fram. Hvað átti að gera við öll þessi börn þegar Þjóðverjar voru ekki lengur til þess að annast þau? Ragna Hagen skilur þá þykkju, sem fólkið í Noregi lagði á það kvenfólk, sem sveik land sitt og kastaði sér í faðminn á óvinum þjóðarinnar. Hún og skoðana- bræður hennar í nefndinni hafa unnið markvisst og djarflega gegn þeim löndum sínum, sem hrópuðu að senda ætti ástands- börnin til Þýzkalands, en þær raddir voru ekki fáar. Fólk lét tilfinningar hlaupa með sig í gönur og lét heiftina bitna á börnunum. Síðast í ágúst 1945 skrifaði einhver í Morgunblaðið norska: „Ég lýsi eftir þeim aum- ingjum, sem vilja stíga önnur eins spor og þau, að taka til fósturs krakka Þjóðverjadrós- anna, — jafnvel þó að það eigi að heita gert í nafni mannúðar og kærleika. Það finnst hvergi í Noregi sá aumingi, að hann kenni ekki viðbjóðs og hræðslu vegna þeirrar ógæfu, sem slíkt gæti valdið. Þessi börn hafa efa- laust skapgerðargalla, sem þau erfa frá móðurinni, — jafnvel þó að þýzki faðirinn hafi ef til vill verið góður maður. Sendið því þessi þýzku börn þangað, sem þau eiga heima, — til eina landsins, sem getur þolað þau, — til Þýzkalands." Öldur tilfinninganna risu svo hátt, að það átti sér t. d. stað, að hjón, sem tekið höfðu á- standsbarn í fóstur, létu það til baka af hræðslu við að eitthvað kæmi fyrir það, en eftir hálfan mánuð komu þau aftur og sóttu það. Þau gátu ekki verið án barnsins. Blóð er þykkara en vatn. Nú hafa mikil straumhvörf orðið með norsku þjóðinni. Þegar

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.