Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1946, Side 49
DAGSKRÁ
43
Bókaútgáfan Norðri er útgef-
andi bókarinnar.
Norðmenn héldu heim nefnist
bók, sem út kom í fyrrahaust.
Höfundur hennar er Arngrímur
Kristjánsson skólastjóri og er
hér um að ræða 14 greinar, sem
hann ritaði er hann fylgdist
með því, „þega'r Norðmenn
héldu heim“. Arngrímur Krist-
jánsson fór með sömu ferð til
Noregs og norska stjórnin frá
London. Frásögnin er létt og
lipur, því Arngrímur kann vel
þá list að segja skemmtilega
frá Hinir fjórtán kaflar heita:
Frjálsir Norðmenn í Lundúnum.
Á heimleið. Landkynning. Dag-
legt líf í Osló. Höfuðstöðvar
Gestapo. Hákon hverfur heim.
Hin þögla andstaða. Barátta
kennarastéttarinnar. Háskóla-
deilur. Kirkjan mótmælir. Bar-
áttan um listamennina. Quisling
frammi fyrir dómstólum þjóðar-
innar. Jónsmessunótt í Bergen
og íslendingar í Osló. Bókin er
prentuð á góðan pappír og prýdd
mörgum myndum. Hún er 147
bls. að stærð og kostar 18 krón-
ur óbundin. Útgefandi er bóka-
útgáfan Norðri.
Dynskógar nefnist rit félags
íslenzkra rithöfunda, sem Bók-
fellsútgáfan gaf út skömmu
fyrir seinustu jól. Guðmundur
G. Hagalín mun hafa annast
ritstj órn bókarinnar. Dynskóg-
ar eru mjög vönduð bók og vel
úr garði gerð, nema hvað snert-
ir prófarkalestur, en honum er
nokkuð ábótavant. Utan á rit-
inu er fögur mynd frá Þórsmörk
eftir Gunnlaug Blöndal málara,
sem prentuð er í litum. Atli Már
hefir gert all margar myndir og
upphafsstafi í bókina og er það
vel gert. í bókinni eiga alls 18
skáld efni og eru þau þessi:
Kristmann Guðmundss., Hulda,
Davíð Stefánsson, Jakob Thor-
arensen, Sigurður frá Arnar-
vatni, Elínborg Lárusdóttir,
Gunnar M. Magnúss, Guðmund-
ur Hagalín, Guðmundur Ingi,
Þórir Bergsson, Hans Klaufi,
Fiiðrik Ásmundsson Brekkan,
Kjartan Gíslason frá Mosfelli,
Axel Thorsteinsson, Sigurður
Helgason, Friðgeir H. Berg. Ósk-
ar Aðalsteinn Guðjónsson og
Ármann Kr. Einarsson. Aftan
við bókina er stutt æviágrip
allra höfundanna og myndir af
þeim. Neðan við efni þeirra
hvers um sig er eiginhandar-
sýnishorn. Dynskógar er 230 bls.
í skírnisbroti og kostar 32 krón-
ur óbundin, en 70 krónur i
vönduðu skinnbandi.