Hádegisblaðið

Tölublað

Hádegisblaðið - 17.02.1933, Blaðsíða 2

Hádegisblaðið - 17.02.1933, Blaðsíða 2
HADEGISBLAÐIÐ Spilavíti í Reykjavík. Blöun þegja. — Lögreglan hqrfir á. Hjer hafa verið á tveim stöðum i bænum settir upp kassar, »auto- matísk lotterí*, ef svo mætti að orði komast, þar sem börn og ung- lingar geta vanist á hina skaðlegu og hættulegu fjárhættuspilafýsn. Eigandi þessará áhalda er Gunnar nokkur Halldórsson. Hefir hann ' billiarðstofu á Vesturgötu, en hefir svo fengið leyfi hins virðulega gestgjafa, Jóhannesar Jósefssonar á Hótel Borg til þess aðhafa ann an kassann i fordyri hótelsins Sennilega græðir Jóhannes á þessu, eins og mörgu öðru, og um ágóða eiganda kassanna efast enginn af þeim, er til þekkir. Þrátt fyrir það, þótt kassar þess- ir sjeu starfræktir að fullu eins og þeim er ætlað, sem þó er ekkert öryggi fyn'r, þar aem þetta er gjör- saralega eftirlitslaust af hinu opin- b-jra, þá virðist þetta, er vel er ap gætt, heldur sóðaleg atvinna, því hjer venjast börn og ungling ar Keykjavíkur beinlínis á að spila fjárhættuspil með allri þeirri siðspillingu og jafnvel glæpum, sem þvi eru fylgjandi. Kassar þessir eru þannig út- búnir, að tuttugu og fimm eyring er stungið inn í þar til gert gat, síðan er snúið sveif og ef hepnin er með^getur eigandi 25 eyrings- ins fengið það, sem í kassanum er að frádregnum ágóða kassans, sem eigandi 25-eyringsins hefir enga hugmyndj um~;hver er, því hann veit ekki um hve mikið er búið að láta í kassann á undan honum. Sem von er eru börn og unglingar mjög fíkin í að reyna gæfu sína við kassa þessa. Þau fara með aura þangað, láta 25 aura í, snúa sveifinni,- en fá ekki neitt. Láta annan, alt fer á sömu leið. Svona gengur koll af kolli, þar til aurarnir eru búnir. Þau standa hjá og horfa á fjelaga sfna endurtaka sama leikim Alt í einu kemur einhver og lætur 25 aura i kassan, snýr sveifinni og, — hann fær heil mikla upphæð úr kass- anum — að minsta kosti í hlut- falli við það, sem hann hefir lát- ið. — Hjá börnum þeim og ung- lingum, sem hjá standa, vaknar auðvirað sú spurning: hvers vegna að þau hafi ekki alveg eins getað unnið eins og þessi og spilafýsnin er vakin til lífs. Hjá þeim vakn- ar óslökkvandi þorsti, — sem ein- kennir spilafýsnina, — þorsti eftir að spila, spila og vinna. Ef tilvill fara börnin til foreldra sinna eða vina og biðja þá um að gefa sjer aura, en það eörglega er, að pau gera það ekki altaf, heldur silja um að hnupla aurum frá foreldr- um eða kunningjum, til þess að fara með og reyna gæfuna við kassann. Allmörg börn i bænum vinna sjer inn aura með því að selja blöð og innheimta reikninga. Mörg dæmi eru þess, að börn þessi fara með þá aura, sem þau fá fyrir' þetta, beint að kassanum og verða af raeð þá þar og þess mun finn- ast dæmi og líklega fleiri en æski- legt er, að börn og unglingar hafi eytt meiru heldur en þau áttu við kassa þessa i von um vinning og að þau þá með honum gætu end- urgreitt þáð, er þau hefðu missjeð sig á. Hvað langsjaldnast hepnast ekki, enda vafasarat, hvort það væri æskilegt, því ef þau á þenn- an hátt ynnu, er mjftg líklegt að þau myndu endurtaka þetta aftur, ef slikt stæði á og gæti þá svo farið, að þau eyddu meira fje þá, ranglega fengnu, en bæru ekkert úr býtum. Hins vegar er líklegt, að börnin gerðu það ekki aftur, ef þau væru búin að reka sig á. En börn eru fljót að gleyma, hjá þeim fyrnist venjulega fljótt yfir smá yfirsjónir og gæti þá svo far- ið, að þau gripu aftur til peninga, sem þau ekki ættu, með þeirri hugsun, að vel gæti verið að þau innu nú, þótt þau hefðu ekki hepn- ina í fyrra skiftið. Er þetta enn hættulegra, þvf það sýnir, að börn- in eru að verða ofurseld hinni sið- ferðislausu spilaffkn. II. Það raá raerkilegt heita, að lög- reglan hefir látið mál þetta af- skiftalaust. Slfk fjárgróðafyrirtæki sem þessi, eiga ekki oe: mega ekki þrifast hjer á landi. Úr þvi til eru menn hjer, sem geta haft sig^til' þess að gera að atvinn'u sinni, að græða fje á þennan hátt, er það skylda valdhafana, að fyrir byggja að slfkt eigi sjer stað. Fyrst og fremst með því, að banna að starf- rækja kassa þessa, sem nú eru í notkun, helst að eyðileggja þá og i öðru lagi banna innflutning á þeim um aldur og æfi. Hjer er um menningarmál að ræða, mál sem ekki má láta afskiftalaust. Hinir fullorðnu Reykvfkingar mega ekki horfa á það, að verið sje að spilla siðferði barna þeirra og ung- linga, með þvf að venja þau á fjárhættuspilamensku. Því fjár- hættuspil er þetta og ekkert ann- að, þótt i sraáum stíl sje. Það virð- ist vera nóg hjer í bænum af sið- spillingu, sem fyrir börnum og unglingum er höfð, þótt eigi sje bætt við það fjárhættuspilamensku. Það er all einkennilegt, að bæjar- blöðin hafa verið merkilega sam- taka um að minnast ekki á þetta einu orði eða finna að þessu. Vafa- laust híifa þau oft varið rúrai sínu ver heldur en þau hefðu gert, ef þau hefðu ráðist á sllkan ósóraa. En ef til vill hefir blöðunum ver- ið skipað að þegja, þar sem í hlut áttu bróðir Pjeturs Halldórssonar þingmanns og hóteleigandi, þó eigi sje nema að nafni, Jóhannes á

x

Hádegisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hádegisblaðið
https://timarit.is/publication/1053

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.