Hádegisblaðið

Tölublað

Hádegisblaðið - 17.02.1933, Blaðsíða 3

Hádegisblaðið - 17.02.1933, Blaðsíða 3
H A DEGI'SBLAÐIÐ 3 Borg. Það hefir kanske þótt afsak- anlegt þótt siðferði nokkra ungl- inga gjörspiltist, ef þeir herrar yrðu nokkrum krónum ríkari við það. í næsta blaði verður sýnt fram á hvaða áhrif þetta getur haft á siðferði barna og unglinga hjer í bænum, einnig mun sýnt fram á hver áhrif spiiafýsn getur haft á líf manna. Bófar í Khöfn nota nýja aðferð til að ræna menn. I stórborgunum erlendis er dag- lega ráðist á menn og þeir rænd- ir. Þótt Kaupmannahöfn sje að vísu ekki mjög stór borg á er- lendan mælikvarða, þá hefir þetta þó þráfaldlega komið fyrir þar. Nú r’hafa bófarnir í Kaupmanna- höfn fundið upp nýja aðferð til að ræna menn, en það er með þvi að veiða þá i lassó. (Lassó er löng kastlína næð lykkju á öðrum end anum, mjög algengt veiðiáhald meðal ameriskra kúasraala). Ný- lega voru 2 rán framin í Kaup mannahöfn á þennan hátt. Voru það i bæði skiftin friðsamir heldri borgarar, sem voru á leið heim til sín. Vissu þeir ekki fyr en þeir fengu snöruna um hálsinn og voru svo dregnir eitthvað, en mistu brátt meðvitundina. Hið eina, eem þeir vissu um ræningjana var þetta, og svo það, að ^asar þeirra höfðu verið losaðir við alt sem í þeim var af verðmæti. Ekki hefir tekist að hafa hendur í hári söku- dólganna. HUGULSEMI. A (reiður við B): »Parðu til fjandans*. B (enn reiðari): »Jeg fer ekki fet nema hún mamma komi líka«. Stórkostlegur þjófnaður. Ungur maður í ágætri stöðu notar aðstöðu sfna til að fremja stórþjófnað. Málið rannsakaö í kyrþey. — Hvex*s vegna þegja dagblöðin? Nú undanfarna daga hefir sú saga gengið um bæinn, að starfs- maður einnar stærstu stofnunar þjóðarinnar hafi tramið stórþjófn- að og notað sjer þar til embættis aðstöðu sína. Málið mun nú í rann- sókn. Ekki er ennþá fullkomlega ljóst hversu hárri upphæð hefir verið stolið. Sumir segja 12,000 krónur, en aðrir að upphæðin sje enn hærri. Hið sanna mun vera, að ennþá sje eigi fengin vissa Þröngsýni. Vinnumenn á sveitabæ nokkr um voru að binda hey á útengi. Átti annar að binda en hinn að »drepa undir«, eins og kallað er á suðurlandi, en það er að koma reipinu undir sátuna, án þess að taka hana upp. Vinnumanni þeim, er batt heyið, þótti hinn vinna verkið illa og kallar því til hans og segir: »Parðu til fjandans, það er hvort sem er ekki hægt að nota þig við þetta verk«. Hinn lætur ekki segja sjer þetta tvis- var og hleypur burt af enginu og beina leið til húsbónda síns og segir við hann: »A spipaði mjer til fjandans, get jeg nokkuð gert hjer?* Prestur neitar að aðstoða við líkbrenslu. í Álaborg i Danmörku kom fyrir skrítið atvik fyrir nokkru. Maður, sem dó þar, hafði beðið um það, áður en hann dó, að lik sitt yrði brent. Þegar aðstandendurnir komu til sóknarprestsins, þá neitaði hann um aðstoð við líkbrensluna. Ætt- fyrir því, hve mikil upphæðin er. Það mun komið á aðra viku síðan rannsókn hófst í máli þessu. Hvers vegna þegja blöðin um þennan atburð? Ætli að það sje hjer eins og oftar, að um sje að ræða fólk af hinum svokölluðu betri borgurum, sem koma óþægi- lega við sögu. lládegisblaðið flytur á morgun grein um málið. Atvikin að þjófn- aðinum, ofl. ingjar hins látna urðu því að fara til annars prests, sem fúslega að- stoðaði við likbrensluna. I viðtali við blöð, hefir prestur- inn, sem heitir L. P. Kjöller, sagt, að hann hafi rjett til að neita að aðstoða við likbrenslu, að vísu hafi hann einu sinni gert það, en það hafi verið af því að aðalat- höfnin hafi þá farið fram frá heimili hins látna og hann ekki vitað að líkið ætti að brennast. Það hafi þá vcrið f ógáti gert að aðstoða við þessa likbrenslu. Kjöll- er sagði enn fremur, að það væri stefnuatriði fyrir sjer, að vera á móti líkbrenslum. Atvik þetta hefir vakið töluverða athygli í Dan- mörku. Likbrenslufjelagið mun leita umsagnar biskups um þetta atriði, en hann hvað vera lík- brenslum hlintur. Pjelagið hygg- ur að gera það, er þvi er unt, til að endurtekning á þessu fáheyrða atviki eigi sjer ekki stað. í NÆSTU BLÖÐUM verða meðal annars birtar greinar um mjólkurokrið, peningaokrarana og bankastarfsemina, götusöluna á fiskinum ofl.

x

Hádegisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hádegisblaðið
https://timarit.is/publication/1053

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.