Árbók skálda - 01.12.1954, Blaðsíða 144
I
LJÓÐ UNGRA SKÁLDA
kona hans, Gunnþórunn Jónasdóttir. — Var einn vetur í Eiða-
skóla, þvínæst óreglulegur nemandi í M. A., en hætti námi. Hóf
búskap á hluta af jörðinni Staðartungu í Hörgárdal 1940, á
móti tengdaföður sínum. — „Ég gafst upp ’43, fór til Akureyrar og
gaf út mína fyrstu bók . . . Á Akureyri vann ég lengstaf á nætur-
vöktum í kolsýrufabrikku, enda teljandi þau kvæði, sem ég hef
ort við dagsljós". Fluttist til Hveragerðis 1950. Fékk svonefnd
Jónasar Hallgrímssonar-verðlaun frá Helgafelli 1951. LjóOabœk-
ur: Frá nyrstu ströndum, 1943, Villtur vegar, 1945, / þagnarskóg,
1948, Lifið kallar, 1950, Þreyja má þorrann, 1953.
ÓLAFUR JÓNSSON. F. í Reykjavík 1936. Foreldrar: Jón Guð-
mundsfson, skrifstofustjóri, og Ásgerður Guðmundsdóttir. Les nú
utanskóla undir próf við Menntaskólann í Reykjavík. Eftir hann
hefur birzt smásaga í Lifi og list auk ýmislegs, sem komið hefur
í skólablöðum.
ÓLAFUR HAUKUR ÓLAFSSON. F. í Reykjavik 19. febrúar 1930.
Lauk stúdentsprófi við Menntaskólann i Reykjavík 1949. Les nú
læknisfræði við Háskóla íslands. Hefur birt kvæði öðru hverju
síðan 1946, í skólablöðum og stúdentablöðum.
RÓSBERG G. SNÆDAL. F. 8. ágúst 1919 í Kárahlíð ( Laxárdal í
A.-Húnav. Foreldrar: Guðni Sveinsson og Klemensína Klemensdótt-
ir. Nám í Reykholtsskóla. Hefur átt heima á Akureyri síðan 1941,
stundað algenga verkamannavinnu, en auk þess fengizt við
blaðamennsku, bókaútgáfu o. fl. Birt sögur og kvæði i blöðum
og tímaritum. — Rit: Á annarra grjóti, ljóð, 1949, Þú og ég, sög-
ur, 1954.
STEFÁN HÖRÐUR GRÍMSSON. F. 31. mars 1920 í Hafnarfirði.
Hefur birt sex smásögur í blöðum og tímaritum, hina fyrstu
1938. — LjóÖabœkur: Glugginn snýr i norOur, 1946, Svartálfa-
dans, 1951.
THOR VILHJÁLMSSON. F. 1925. Stúdent frá Menntaskólanum
í Reykjavík 1944. Fór haustið 1947 til Parísar og dvaldist næstu
142