Árbók skálda - 01.12.1954, Blaðsíða 18
LJÓÐ UNGRA SKÁLDA
laus ljóð. Snorri Hjartarson hafði að vísu gert rajög athyglisverðar til-
raunir til að yngja upp forna hætti og rím, án þess að hann kastaði
meginreglum hefðbundins forms fyrir borð. Hinsvegar munu þau
skáld undir fertugsaldri, sem þá héldu fast við forna ljóðhefð, hafa
fyllt tuginn eða vel það.
Nú horfir þetta öðru vísi við. Nú munu þau ungu skáld, sem
hafna rími og aðhyllast hina nýju stefnu, fylla tuginn (hér má telja
Sigfús Daðason með), en þau, sem fylgja hinni gömlu hefð hrein-
ræktaðri, komin 1 minni hluta. Aftur á móti hafa nokkrir meðal
höfundanna í þessari bók orðið fyrir áhrifum frá stefnu Snorra Hjart-
arsonar og leitast við að yngja upp hin gömlu ljóðform í stað þess
að hverfa alveg frá þeim. í þeim hópi eru Þorsteinn Valdimarsson
og Hannes Pétursson, sem standa að öðru leyti nærri skáldum hins
gamla skóla. Hér má einnig nefna Einar Braga, sem samþýðir
nýtt og gamalt á ýmsan hátt.
Ég held, að þessi skáld stefni í rétta átt, og framtfð þjóðlegrar
ljóðlistar verði undir því komin, að þeim og samherjum þeirra
takist að sætta hina nýju stefnu við íslenzka hefð. — —
Þeir, sem lesa þessa bók af skilningi og hleypidómaleysi, hvaða
skoðun sem þeir hafa annars á gömlum og nýjum ljóðstefnum,
munu finna þar mikla fjölljreytni og heiðarlegar, sjálfstæðar til-
raunir til að túlka í nýjum formum eða formleysum reynslu kyn-
slóðar, sem hefur ýmist viljandi eða óviljandi horfið frá lífs-
venjum og lífsskoðunum feðra sinna. Þessum ungu skáldum liggur
ekki hátt rómur, þau lifa í ljósaskiptum uggi'ænlegrar veraldar og
bfða átekta. En að baki flestum þessara óherskáu vökuljóða má
skynja drauminn „um betra líf og sáttfúsari hendur".
MAGNÚS ÁSGEIRSSON.