Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2007, Blaðsíða 8
MIÐVIKudagur 17. OKTÓBEr 20078 Fréttir DV Deila stjórnvalda á Spáni og sjávar- könnunarfélagsins Odysseys tóku á sig nýja mynd í gær er skipi félags- ins, Odyssey Explorer, var fylgt til spænskrar hafnar af tveimur varð- bátum spænsku landhelgisgæsl- unnar. Forsaga deilunnar er sú að í maí síðastliðnum fann félagið skipsflak úti fyrir strönd Cornwall á Bretlandi. Um var að ræða galeiðu frá sautjándu öld og fengurinn var hálf milljón gull- og silfurpen- inga og er hann metinn á um fimm hundruð milljónir bandaríkjadala. Odyssey hefur haldið staðsetningu flaksins leyndri, að sögn til að verja það ágangi ræningja. Skipið hefur ekki verið nafn- greint ennþá, en Richard Larn, sem er sérfræðingur í skipsflökum og sagnfræðingur, hefur leitt líkur að því að um sé að ræða breskt skip, Merchant Royal, sem sökk á svip- uðum slóðum árið 1641. Skipið hef- ur verið kallað Svarti svanurinn. En yfirvöld á Spáni eru ekki sann- færð. Þau grunar að um sé að ræða spænska galeiðu og að flakið liggi jafnvel innan spænskrar landhelgi. Gott samband við stjórnvöld Odyssey-félagið hefur átt gott samstarf við yfirvöld á Spáni í ára- tug, en með deilunni virðist hafa hlaupið snurða á þráðinn, því nú er svo komið að spænska ríkið stend- ur í málaferlum við félagið vegna skipsflaksins. Er þar meðal ann- ars tekist á um eignarrétt yfir fjár- sjóðnum, en hann hefur verið flutt- ur til Flórída í Bandaríkjunum og er geymdur þar í leynilegri geymslu. Greg Stemm, einn af stofnendum Odysseys, sagði að ávallt hefði ver- ið um gott samstarf að ræða milli félagsins og spænskra stjórnvalda og félagið hafi borið virðingu fyr- ir hagsmunum Spánar í menningu sem lýtur að sjóferðasögu landsins. En skugga hefur borið á samskiptin undanfarna mánuði og í júlí stöðv- uðu spænsk yfirvöld og fóru um borð í annað skip félagsins þegar það fór frá Gíbraltar og lagt var hald á eina tölvu. Í viðtali við fréttastofu BBC sagði félagið að það myndi krefja Spán um bætur vegna fjár- hagslegs tjóns vegna afskipta ríkis- ins af starfsemi þeirra. Áhrifa gætir víðar Slagurinn um Svarta svan- inn hefur nú stofnað í hættu öðru gróðavænlegu verkefni. Bresk stjórnvöld hafa í samvinnu við Od- yssey unnið að björgun bresks her- skips sem talið er að Odyssey hafi fundið í vestanverðu Miðjarðarhafi. Þar er um að ræða herskipið HMS Sussex, sem sökk undan Gíbralt- ar í stormi árið 1694. Samkvæmt bresku fornleifanefndinni var til- gangur ferðar skipsins að koma fjárstuðningi til hertogans af Savoy þegar stríðið gegn Loðvíki fjórtánda stóð yfir. Fornleifanefndin telur að um borð í skipinu hafi verið gull- stangir að verðmæti fimm milljarða bandaríkjadala. Herskipið liggur á hafsvæði sem hvort tveggja Gíbralt- ar og Bretland fullyrða að sé alþjóð- legt, en Spánn gerir tilkall til þess. Samningaviðræður áttu sér stað fyrr á þessu ári og komust deiluað- ilar að samkomulagi, en nú virðist sem verkinu hafi verið frestað. Er það mat manna að deila Odysseys og spænska ríkisins skuli verða leyst áður en lengra er haldið. Úlfar í sauðagæru Margir sérfræðingar eru þeirr- ar skoðunar að gefið sé slæmt for- dæmi ef einkaaðilum verði gert kleift að hagnast á sögulegum skipsflökum og telja að fjársjóðs- leitarmenn feli viðskiptalegan til- gang sinn með því að setja leit- ina undir formerki fornleifafræði. Á Spáni hefur starfsemi Odysseys verið líkt við sjórán nútímans. Fé- lagið fer enda ekki í neinar grafgöt- ur með það að aðalmarkmið þess séu viðskiptalegs eðlis, en leggur þó áherslu á að stunda góða forn- leifafræði og starfsemi þess stand- ist ströngustu kröfur og á snærum þess séu sérfræðingar og forn- leifafræðingar. „Samningur okkar við breska ríkið er skínandi dæmi um hvernig samvinna hins opin- bera og einkaaðila getur haft í för með sér framúrskarandi vinnu í fornleifafræði,“ sagði Greg Stemm. Hann taldi ekkert því til fyrirstöðu að viðlíka samstarf tækist með öðr- um löndum, til dæmis Spáni. Kostar skildinginn Starfsemi Odysseys er ekki ódýr. Aðgerðirnar kosta margar milljón- ir bandaríkjadala og krefjast þró- aðrar tækni svo hægt sé að kanna SJÓRÁN EÐA FORNLEIFAFRÆÐI Fengurinn var hálf milljón gull- og silf- urpeninga og er hann metinn á um fimm hundruð milljónir bandaríkjadala. Kolbeinn þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is odyssey explorer Skip félagsins var fært til hafnar á Spáni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.