Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2007, Blaðsíða 15
DV Sport MIÐVIKudagur 17. OKTÓBEr 2007 15
Sport
Miðvikudagur 17. október 2007
sport@dv.is
Jafntefli hjá ungmennalandsliðinu
Valskonur féllu úr leik í eVrópukeppninni eftir að hafa tapað 3–1 fyrir eVerton og frank-
furt gerði aðeins jafntefli Við wezemaal. „hálfVitar,“ sagði þjálfari Vals. bls. 16
Kristján Hauksson, sem spil-
aði vel með Fram í Landsbanka-
deildinni í sumar, er á förum til Ís-
landsmeistara Vals. Kristján varð
samningslaus eftir leiktímabilið og
neitaði samningstilboði frá Fram til
þess að ganga til liðs við Val. Kristj-
án kom inn í Framliðið þegar Egg-
ert Stefánsson meiddist í 5. um-
ferð og spilaði alla leiki liðsins eftir
það. Að margra mati var hann besti
leikmaður liðsins á leiktímabilinu.
Kristján er 21 árs og hefur spilað 50
leiki fyrir Fram og þar af 33 í Lands-
bankadeildinni.
„Ég var orðinn þreyttur á fallbar-
áttu til að byrja með og mig langaði
að breyta til. Það er margt spenn-
andi fram undan hjá Val eins og
Evrópukeppni. Einnig hef ég mik-
ið álit á þjálfaranum (Willum Þór
Þórssyni) og það hafði mikið að
segja. Auðvitað hefur maður verið
með marga þjálfara og haft þá mis-
góða. En það sem skipti mestu var
að fá nýja áskorun og það er heiður
að ganga til liðs við Íslandsmeistar-
ana.
Mér leið vel hjá Fram enda er
þetta mitt uppeldisfélag og mikið af
góðu fólki þarna. Það var að mestu
fínn hópur hjá Fram. Ég á eftir að
sakna margs þarna en það var kom-
inn tími á breytingar. Ég óska Fram
alls hins besta.
Þetta var erfið ákvörðun og ég
hef verið þar alla yngri flokkana en
ég er mjög sáttur við hana. Þetta
hefur ekkert með peninga að gera.
Mig langar að ná árangri í knatt-
spyrnu og Framarar geta vel gert
betur á næstu árum, en ákvörðun-
in er mín og ég stend og fell með
henni,“ segir Kristján Hauksson.
vidar@dv.is
Varnarmaðurinn efnilegi Kristján Hauksson er á leið til Íslandsmeistara Vals frá Fram:
Kristján Hauksson í Val
draumurinn
úti
Kristján Hauksson Mun ganga til liðs við Val á næstu dögum.
Hvað gerist í Liechtenstein?