Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2007, Page 17
DV Sport MIÐVIKudagur 17. OKTÓBEr 2007 17
Bridges til Sydney
Fyrrverandi framherji Leeds og
Sunderland, Michael Bridges, hefur
ákveðið að söðla um og fara til Ástralíu
og leika með
Sydney. Hinn 29
ára gamli
Bridges fetar þar
með í fótspor
dwight Yorke
sem lék við
góðan orðstír hjá
liðinu. Fyrir hjá
Sydney er
Juninho sem lék
með Middlesbrough og atletico
Madrid. „Ég er búinn að tala við Yorke
um lífið í Sydney og hann lofsamaði
það mikið. Ég ætlaði að fara til Carlisle
en stjórinn vildi ekki fá mig strax til
baka. Sydney vildi svar og ég ákvað
bara að kýla á þetta. Þetta verður mikið
ævintýri og að spila með leikmanni eins
og Juninho verður frábært. Ég tek
konuna og tvíburana með mér þangað
og við hlökkum öll mikið til að eyða
jólunum á ströndinni. Ég ætla samt ekki
að klára ferilinn þarna. Enskur fótbolti
hefur ekki séð það síðasta frá mér.“
Cole frá í þrjá mánuði
Búist er við að Ashley Cole, leikmaður
Chelsea, verði frá keppni vegna meiðsla
í þrjá mánuði. Cole lenti í samstuði í leik
Englands og Eistlands á laugardaginn
og fór í
læknisskoðun á
mánudaginn.
Þar kom í ljós að
hann er ekki
brotinn en
liðbönd og
vöðvar í
ökklanum
sködduðust. Ef
Cole verður frá í
þrjá mánuði mun hann missa af leik
Englands og Króatíu, restinni af leikjum
Chelsea í riðlakeppni Meistaradeildar-
innar og jólatörninni, en margir leikir
eru háðir um jólin í ensku úrvalsdeild-
inni.
Tvær vikur í Ballack
Hans-Wilhelm Muller-Wohlfahrt,
læknir þýska landsliðsins, segir að enn
séu tvær vikur í að Michael Ballack,
leikmaður Chelsea, verði klár í slaginn.
„Ég hef haft
samráð við
ensku læknana
og ég tel að
hann geti byrjað
að æfa í náinni
framtíð,“ segir
Muller-
Wohlfahrt.
Tíðindin koma
Oliver Bierhoff, sem er í þjálfarateymi
Þýskalands, í opna skjöldu. „Þetta
kemur mér á óvart. Fyrir tveimur
dögum ræddi ég við Michael í síma og
hann var mjög bjartsýnn,“ segir
Bierhoff. Ballack hefur ekkert spilað frá í
apríl vegna ökklameiðsla.
Rússar of sterkir fyrir
Englendinga
Alexander Hleb, leikmaður arsenal,
segir að rússar verði of sterkir fyrir
Englendinga þegar liðin mætast í
undankeppni EM í kvöld. England vann
rússland 3–0 á Wembley í síðasta
mánuði en Hleb telur að það hafi gefið
ranga mynd af styrkleika rússa. „Eftir
fyrsta markið voru rússar hungraðir í að
jafna og við það misstu þeir einbeitingu
og gerðu mörg mistök. Fyrir vikið fengu
Englendingar mikið svæði í vítateig
rússa og nýttu sín færi vel. andrei
arshavin og alexander Kerzhakov eru
lykilmenn hjá rússum og ég tel að þeir
muni leiða liðið til sigurs. Leikurinn fer
fram á gervigrasi og rússar munu njóta
góðs af því og vinna nauman 2–1 sigur,“
segir Hleb.
EnSki BolTinn
Leikur Englendinga og Rússa fer
fram á gervigrasi á Luzhniki-vellin-
um í Moskvu. Umræðan um leikinn
hefur að mestu snúist um það og
ljóst að enskir eru ekki allt of hrifn-
ir af því að spila á þannig velli. Ljóst
er að aðrir vellir með alvörugras
eru í lagi en Rússarnir vildu hins
vegar spila á svona velli.
John Terry verður að öllum lík-
indum með í leiknum og mun
verða félagi Rios Ferdinand í hjarta
varnarinnar. Joleon Lescott verður
væntanlega vinstri bakvörður í stað
hins meidda Ashley Cole.
Englendingar æfðu á mánudag
og var liðinu stillt upp í leikkerfið
4-4-2 þar sem Shaun Wright-Phill-
ips og Joe Cole voru á köntunum
og þeir Steven Gerrard og Frank
Lampard á miðri miðjunni.
Englendingar unnu Rússa sann-
færandi 3–0 þegar liðin mættust
fyrir rétt rúmum mánuði en Guus
Hiddink, landsliðsþjálfari Rússa,
segir að hans lið muni sækja til sig-
urs. Annað sé ekki í boði því annars
er liðið endanlega dottið úr keppn-
inni. „Við vitum hvað við þurfum
að gera gegn Englandi. Við munum
ekki setja hápressu á þá frá byrjun
því leikurinn er í 90 mínútur. En við
munum taka nokkra áhættu í leikn-
um og reyna að vinna.
Englendingar hafa mikla reynslu
í sínu liði á meðan við erum með
ungt og óreynt lið. Allir búast við
því að þeir vinni þennan leik þannig
að við förum í þennan leik án allrar
pressu. Við höfum engu að tapa en
allt að vinna.“
Terry Venables, aðstoðarlands-
liðsþjálfari Englands, sagði að hann
væri ekkert hræddur við gervigras-
ið.
„Við trúum því að við getum spil-
að góðan fótbolta á hvaða undirlagi
sem er þannig að þessi umræða má
ekki ná til leikmanna. Við höfum
æft á vellinum og hann er allt í lagi.
Það eina sem við ætlum okkur er
sigur og ekkert annað. Við eigum
enn möguleika ef við töpum en við
erum ekkert að hugsa um það. Við
ætlum okkur sigur þannig að við
getum farið afslappaðir í Króata-
leikinn í nóvember.“
benni@dv.is
Sigur og ekkert annað hjá enskum
Enskir hafa tuðað mikið vegna Rússaleiksins í dag en leikurinn fer fram á gervigrasi.
Byrjar væntanlega inn á Frank
Lampard byrjar væntanlega inn á í dag.
Baulað var á hann þegar hann kom inn á
á laugardaginn.
MIKILVÆGT AÐ KLÁRA
MÓTIÐ MEÐ REISN
Íslenska knattspyrnulandsliðið spilar við Liechtenstein í dag. Mikilvægt er fyrir liðið
að rífa sig upp eftir vonbrigðin á móti Lettum:
Ísland mætir Liechtenstein í und-
ankeppni Evrópumótsins í knatt-
spyrnu klukkan 16:00. Þetta er
leikur tveggja neðstu liðanna í riðl-
inum en með sigri geta Íslendingar
bætt stöðu sína og komist upp fyr-
ir Letta.
Liechtenstein er sýnd veiði en
ekki gefin eins og Íslendingar fengu
að finna fyrir á Laugardagsvelli í júní
síðastliðnum þar sem liðin gerðu
jafntefli 1–1.
Liechtenstein er í neðsta sæti
í riðlinum með 4 stig en auk þess
að ná jafntefli á móti Íslandi sigr-
aði það Lettland á heimavelli 1–0. Á
laugardaginn spiluðu þeir við Svía
og stóðu í þeim þótt þeir hafi á end-
anum tapað með þremur mörkum
gegn engu.
Búist er við fínum aðstæðum til
knattspyrnuiðkunar í leiknum en
hitinn er í kringum 20 stig og heima-
völlur liðsins, Rheinpark, er í höfuð-
borginni Vaduz.
Liechtenstein er sem stendur í
142. sæti á FIFA-listanum en Ísland
er í 80. sæti. Íslendingar hafa þrívegis
spilað áður við Liechtenstein en auk
jafnteflisins í júní áttust liðin tvívegis
við árið 1997. Í bæði skiptin enduðu
leikar 4–0 Íslandi í hag.
Íslendingar eiga ærið verkefni fyr-
ir höndum en íslenskt landslið hefur
aldrei unnið útileik í októbermánuði.
Eyjólfur á ýmsa möguleika
Í gær var rólegur dagur hjá ís-
lenska liðinu þar sem liðið tók stutta
æfingu og skoðaði sig um í fjallarík-
inu. Fastlega er búist við því að Eyj-
ólfur Sverrisson landsliðsþjálfari geri
einhverjar breytingar á byrjunarlið-
inu. Ljóst er að hann neyðist til þess
þar sem Grétar Rafn Steinsson er
meiddur í baki eftir ljóta tæklingu frá
varnarmanni Letta á laugardag. Það
setur Eyjólf í erfiða stöðu þar sem
enginn leikmaður í hópnum er van-
ur hægri kantmaður þó einhverjir
geti leyst þá stöðu. Spurning er hvort
Eyjólfur haldi sig við Kára Árnason
á kantinum hægra megin en vinstri
bakvarðarstaðan hjá Liechtenstein
er þess veikasti hlekkur og mikilvægt
fyrir íslenska liðið að nýta sér það.
Eyjólfur á einnig þann möguleika
að setja Emil Hallfreðsson í hægri
kantmannsstöðuna og láta Indriða
Sigurðsson spila þess í stað á vinstri
kantinum en hann hefur reynslu af
því að spila þá stöðu og getur ógnað
sóknarlega. Sérstaklega þegar and-
stæðingurinn er veikur líkt og á við
í þessu tilviki en Liechtensteinar eru
vafalítið meðal lökustu knattspyrnu-
þjóða í Evrópu.
Ármann Smára í framlínuna?
Mikill fengur er fyrir íslenska
liðið að fá inn Hermann Hreiðars-
son en hann mun líklega reyna að
sækja fram kantinn í þessum leik og
á góðum degi getur hann ógnað þar.
Samvinna hans og Emils verður því
lykillinn að góðu uppspili þar sem
Brynjar Björn og Jóhannes Karl eru
mistækir í þeim efnum á miðjunni.
Athyglisvert verður að sjá hvern-
ig íslenska liðinu gengur að stjórna
leiknum að þessu sinni. Fram til
þessa hefur íslenska liðinu reynst
það erfitt undir stjórn Eyjólfs. Lykil-
maður í sóknarleiknum er að sjálf-
sögðu Eiður Smári Guðjohnsen en
hann á það til að hanga of lengi á
boltanum þegar andstæðingarn-
ir eiga fyrirfram að vera lakari. Á
góðum degi getur hann hins vegar
klárað leik af þessu tagi. Meðspil-
ari Eiðs í þessum leik verður ann-
aðhvort Ármann Smári Björnsson
eða Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Ef
Gunnar verður notaður er afar mik-
ilvægt að íslenska liðið nái að spila
knettinum í fætur hans en Ármann
Smári veitir annars konar mögu-
leika og það gæti verið klókt hjá
Eyjólfi að hafa hávaxinn mann sem
getur ógnað þegar fyrirgjafir berast
fyrir markið.
Ekki náðist í Eyjólf Sverrisson við
vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir.
ViðAr GuðjónSSon
blaðamaður skrifar: vidar@dv.is
Emil á hægri kantinn? Eyjólfur Sverrisson þarf að finna leiðir í gegnum vörn Liechtenstein.
Eyjólfur Sverrisson Íslenska landsliðið í
knattspyrnu spilar við Liechtenstein í
dag.