Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2007, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2007, Side 21
Fótgönguliðar í  áróðursdeild  íhaldsins, jafnt  innan  fjölmiðla  sem  utan,  leggja  sig  mjög  fram  þessa  dagana  við  að  ráðast  að  framsókn- armönnum  vegna  hremminga  sjálf- stæðismanna  í  borgarstjórn  Reykja- víkur. Það  er  eitt  dæmið  enn  um  smjörklípuaðferðina sem  Davíð  kenndi þeim.   Eitt  af  því  sem  áróðursdeildin  fæst  við  er  að  útmála  framsóknar- menn fyrir  meinta  spillingu  í  REI- málinu.  Þar  er  því  meðal  annars  haldið fram að Björn Ingi hafi gengið  erinda peningamanna í röðum fram- sóknarmanna til að gera þá enn rík- ari.  Allt  sé  það  í  þágu  spillingar. En  hvað er til í þessu?   Í blaðinu 24 stundir í gær er yfir- lit  yfir  þá  aðila  sem  eiga  hlutdeild  í  REI,  eftir  sameiningu  Geysis  Green  Energy  og  REI. Það  er  athyglisverð  lesning,  sem  sýnir  fram  á  bullið  í  íhaldinu. Ég  veit  ekki  til þess  að  all- ir þeir einstaklingar sem þar eru til- greindir séu framsóknarmenn og ég  er viss um að sumum þeirra líkar það  alls ekki að vera bendlaðir við stjórn- málaflokka. Þeir einu sem ég veit til  að séu tengdir Framsóknarflokknum  eru nokkrir einstaklingar sem tengj- ast  2,23%  eignaraðild  í  Geysi  Green  Energy,  en  hlutur Geysis  Green  En- ergy er 60,37% í sameinuðu fyrirtæki  REI. Þetta  er  öll  spillingin  í  augum  íhaldsins. Þeir tala ekki um innvígða  sjálfstæðismenn sem tengjast í reynd  mun stærri eignarhlutum í  fyrirtæk- inu. Má ekki túlka það sem spillingu  að Vilhjálmur og félagar hafi verið að  hygla  þessum  ágætu  flokksfélögum  sínum? Það voru jú sjálfstæðismenn  sem höfðu mest völd í OR og REI og  höfðu mest um þróun mála að segja  sem slíkir. Ég  held  að  sjálfstæðismenn  ættu  að  líta  í  eigin  barm  í  þessu  dæma- lausa klúðri  þeirra.  Það  er  augljóst  að  nú  hafa  brotist  fram  innri  átök  í  Sjálfstæðisflokknum,  milli  valda- klíka  og  áhrifahópa,  sem  berast  á  banaspjót.  Það er augljóst að ákveð- inn hópur innan flokksins ætlaði að  svíkja  Vilhjálm,  koma  honum  út  úr   áhrifastöðu og  koma  þóknanleg- um einstaklingum til valda í borgar- stjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Geir  Haarde,  formaður  Sjálfstæð- isflokksins,  hefur  ítrekað  fjallað  um  innri  vanda  í  Framsóknarflokknum  og  að  við  framsóknarmenn  ættum  að  einbeita  okkur  að  því  að  leysa  úr  honum. Nú ætti Geir að hætta að hafa  áhyggjur af því en horfa til eigin flokks  í staðinn. Atburðir síðustu daga sýna  að  það  er  mikil  upplausn  og  innri  vandi í Sjálfstæðisflokknum. Ætli það  sé  ekki  ærið  verkefni  fyrir  Geir  að  vinna í þeim málum áður en ákveðn- ar  klíkur  í  Sjálfstæðisflokknum  laska  hann það mikið sem formann að það  fari að fjara undan honum. Sandkassinn Gamla klisjuvanGaveltan um af  hverju okkur Íslendingum gengur  yfirleitt svona illa  í knattspyrnu- landsleikjum  á móti þjóð- um sem eru  lakari en við á  pappírunum,  en náum svo  fínum árangri  á móti sterk- ari þjóðum, hefur verið að ásækja  mig frá því Lettaleiknum lauk um  síðustu helgi. Við náðum jafntefli  gegn Spánverjum, eða kannski er  réttara að segja að þeir hafi náð  jafntefli gegn okkur, og svo töpum  við á móti Lettum. Þetta er aðeins  nýlegasta dæmið af mörgum. Þessi  plága hefur plagað íslenska karla- landsliðið frá því ég man eftir mér. Í  dag eigum við leik á móti Liecht- ensteinum. Þeir eru númer 142 á  styrkleikalista FIFA, við númer 80.  Slæm tíðindi.  ÉG er með huGmynd sem ég vil  gauka að þér, Eyjólfur. Leggðu leik- inn upp eins og andstæðingurinn sé  Brasilía, Þýskaland, England – jafn- vel heimsúrvalið. Cech er í markinu,  hægri kantmaðurinn er Ronaldo,  Makalele er djúpur á miðjunni, Wa- yne Rooney og Thierry Henry eru  frammi (eða eitthvað í þá veru). Lát- um þá stjórna leiknum. Við hrein- lega kunnum það ekki. Liggjum í  vörn. Spilum 8-1-1, 9-1-0, 10-0-0.  Bara eitthvað sem hefur virkað svo  vel gegn risaþjóðunum. Þetta getur  varla verið svo erfitt.  Í stað þess að synGja „Ó guð vors  land“ o.s.frv. þegar þjóðsöngurinn  verður spilaður fyrir leikinn, segðu  þá strákunum að endurtaka í sí- fellu: „Þeir eru betri, þeir eru betri,  þeir eru betri.“ Skrifaðu „Davíð“ á  allar íslensku landsliðstreyjurnar,  „Golíat“ á treyjur Liechtenstein- anna. Sannfærðu þá um að Liecht- enstein sé risi sem sé að vakna.  Verðandi stórveldi í alþjóðaknatt- spyrnu. Við séum í rauninni bara  skíturinn undir skónum þeirra,  grasgrænan á  sokkunum, svit- inn í handar- krikunum.      ef þetta virk- ar ekki þá er  Guðjón Þórð- arson í síma- skránni. Kristján Hrafn Guðmundsson er með hugmynd fyrir Eyjólf Sverrisson. Íhaldið og spillingin MaGnúS StEfánSSon þingmaður skrifar „Þetta er öll spillingin í augum íhaldsins. Þeir tala ekki um innvígða sjálfstæðismenn sem tengjast í reynd mun stærri eignarhlutum í fyrirtækinu.“ DV Umræða MIÐVIKudagur 17. OKTÓBEr 2007 21 Slegið á létta strengi dagur B. Eggertsson, borgarstjóri reykjavíkur, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson slógu á létta strengi þegar Vilhjálmur afhenti degi lyklavöldin að skrifstofu borgarstjóra fyrir framan fjölmiðla. DV-MYND STEFÁN myndin miðvikudagurinn 17. október 2007 afmælisbörn dagsins DV fyrir 25 árum spurningin „Ég hélt að Brútus væri að finna í Valhöll,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, for- maður borgarráðs, um ásakanir sjálfstæðismanna í borgarstjórn um að hann sé svikahrappur. Ert þú Brútus? Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, fær plúsinn fyrir það hreinlega að koma standandi út úr þeirri orrahríð sem hann hefur staðið í síðustu daga og vikur. Vilhjálmur hyggst láta til sín taka í minnihlutanum í borgarstjórn á ný. 80 ára í dag Ólafur jÓhannsson fyrrv. aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Siglufirði n Ólafur fæddist á Skeiði í Fljótum. Hann lauk prófum frá Lögregluskólan- um 1963 og starfaði við löggæslu á Siglufirði síðan. Hann var formaður Starfsmannafélags Siglufjarðarkaup- staðar, gegndi trúnaðarstörfum innan Lögreglufélags Norðurlands vestra og var formaður Lionsklúbbs Siglufjarðar og stjórnarformaður Siglufjarðardeildar KEa. n Eiginkona Ólafs var anna Björnsdóttir, f. 1921, húsmóðir. n Börn Ólafs og Önnu eru Björn Sigurður, f. 17.6. 1952; Kjartan Smári, f. 24.4. 1954; Sigrún gunnhildur, f. 27.5. 1956; Sigríður Elva, f. 9.11. 1958; Jónína Sóley, f. 9.12. 1960; Ólafur Ásgeir, f. 10.7. 1963. n Sonur Ólafs og Sólveigar Márusdóttur er Ómar, f. 24.5. 1951, d. 4.8. 2002. n Sambýliskona Ólafs er Sigríður Kristín Björnsdóttir, f. 11.7. 1940, saumakona við Sjúkrahús Siglufjarðar. n Foreldrar Ólafs voru Jóhann Benediktsson, f. 1894, d. 1964, bóndi á Skeiði og víðar í Fljótum, og k.h., Sigríður Jónsdóttir, f. 1890, d. 1939, húsfreyja. n Ólafur verður að heiman á afmælis- daginn. 50 ára í dag jÓhann maGnússon verktaki í Þorlákshöfn n Jóhann fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp en hefur átt heima í Þorlákshöfn frá 1969. Jóhann hefur lengst af verið verktaki við húsasmíðar. n Eiginkona Jóhanns er Sigríður Karlsdóttir, f. 1961. Synir Jóhanns og Sigríðar eru auðunn, f. 1980, húsasmið- ur í Þorlákshöfn; Jóhann arnar, f. 1986, smiður í Þorlákshöfn; Svavar Berg, f. 1996, nemi. Jóhann og Sigríður eiga tvö barnabörn. n Foreldar Jóhanns eru Magnús Sigurðsson, vörubílstjóri í Þorlákshöfn, og k.h. anna Jóhannsdóttir húsmóðir. n Jóhann og Sigríður taka á móti gestum í Kiwanishúsinu í Þorlákshöfn laugardaginn 20.10. frá kl. 19.00. 40 ára í dag Bjarni danÍel danÍelsson búfræðingur og umsjónarmaður n Bjarni fæddist í reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk búrfræðiprófi frá Hvanneyri 1988. Hann er nú umsjónar- maður orlofssvæðis Félags bókagerðar- manna í Laugardal, golfvallarstjóri og skólabílstjóri, búsettur að Midal í Laugardal. n Börn Bjarna daníels eru Þorsteinn, f. 1991; daníela Karen, f. 1993, og Bjarni Smári, f. 2003. n Foreldrar Bjarna: daníel Kjartansson, f. 1940, teppalagningarmaður í Hveragerði, og Theodóra Kristinsdóttir, f. 1940, d. 2006, sagnfræðingur. n Í dag hefst undirbúningstímabil að stórafmæli sem verður haldið 17. október 2008. 50 ára í dag AleksAnder ZAikin Andrius BertAvicius Björn kArl ÞórðArson ceZAry Antoni GAdulA eddA BárA siGurBjörnsdóttir einAr HAfsteinsson Guðmundur rAGnAr ólAfsson HArAldur siGurðsson HelGA óskArsdóttir jóHAnnA AmelíA kjArtAnsdóttir jónA BjörG siGurðArdóttir jörundur Guðmundsson kristín HAllA dAníelsdóttir lAHcen jónAs AnBAri miroslAwA sylwiA BoreckA rAGnHildur B. siGtryGGsdóttir rúnAr j. AðAlsteinsson siGurlAuG sveinsdóttir stefAníA siGríður BjArnAdóttir ástA Pétursdóttir P lús eð a m ínu s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.