Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2007, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.2007, Page 26
Maður hefur varla nennt að horfa á vestra eftir að Clint Eastwood gerði kvikmyndina Unforgiven árið 1992. Sú mynd sneri skemmtilega upp á klisjur vestranna og sýndi byssubófa í nýju ljósi. 3:10 to Yuma er ágætis saga úr vestrinu, uppfull af frábær- um leikurum en því miður er smá dass af kábojabulli. Sagan fjallar um kúabóndann Dan Evans. Sá býr með eiginkonu sinni og tveimur sonum, skuldugur upp fyrir haus og haltur í þokkabót, eftir að hafa lent í hnjaski í þrælastríðinu. Einn dag fær hann óvænt tækifæri til að fylgja útlagan- um Ben Wade, sem leikinn er af Russ- ell Crowe, í lest á leið til fangelsisins í Yuma. Ferðin verður þó hættuleg þar sem á leiðinni eru bæði Apatsji-indí- anar og svo gengi Wades sem ætlar að frelsa kappann. Á leiðinni lenda þeir í ýmsum hremmingum, efasemdum um ágæti ferðarinnar, skotbardög- um og öðru trylltu. Að lokum stend- ur eftir æðruleysi eins manns og að- dáun hins. Það er margt mjög gott við 3:10 to Yuma. Til dæmis sú nöpurlega sýn á vestrið sem er gefin, en maður var alveg kominn með ógeð á fullum Mexíkönum, dansandi gleðimeyj- um og orðheppnum pókerspilurum. Villta vestrið var villt og ógeðslegt svip- að og Ísland á Sturlungaöld, þar hittir myndin naglann á höfuðið, en Lukku Láka-ímynd vestursins fær að hanga inni í bílskúr í þetta skiptið. Bæði þeir Christan Bale og Russell Crowe sýna afbragðsleik, sem var kannski við að búast, en hefði handrit myndarinn- ar innihaldið örlítið minna af glimm- er skotbardögum og kljisjukenndum frösum væri maður mun sáttari. Saga Bale sem Dan Evans er líka kraftmik- il, haltur kúabóndi sem leggur allt í sölurnar á úrslitastundu, til þess gefa lífi sínu gildi. Crowe því miður fékk klisjurnar í sinn skerf. Bófinn sem vitn- ar í biblíuna, orðheppinn og kaldrifj- aður, en þó mannlegur eftir allt sam- an. Þeir sem eiga kúrekahatt, stígvéli og spora verða ekki fyrir vonbrigðum með 3:10 to Yuma. En þeir sem nenntu ekki einu sinni að horfa á Three Ami- gos ættu heldur að sjá Unforgiven og ríða svo í átt að sólsetrinu. Dóri DNA UPPHITUN MEÐ RAFSKINNU MIÐVIKudagur 17. OKTÓBEr 200726 Bíó DV Sjónritið Rafskinna í samvinnu við Airwaves tekur for- skot á sæluna í kvöld á milli klukkan sex og átta, á efri hæð skemmtistaðarins Organ í Hafnarstræti. Ritstjórar Rafskinnu segja þetta vera ágætis upphitun áður en öll herlegheitin hefjast en dagskrá Airwaves-hátíðarinnar hefst um átta og stendur til og með sunnudeginum 21. október. Rafskinna er DVD-diskur með um 3 klukku- stundum af sjónrænu efni. Með Rafskinnu fylgir áttblöð- ungur með greinum, myndum, framhaldssögu, viðtöl- um og fleira. Rafskinna kemur út þrisvar sinnum á ári og hefur hvert tölublað sitt þema en fyrsta tölublaðið hafði þemað fiskur. Í kvöld mun Rafskinna sýna efni úr fyrsta og öðru tölublaði Rafskinnu en annað tölublaðið kem- ur út núna um miðjan nóvember og er þemað að þessu sinni hús. Það verður boðið upp á rúgbrauð og síld í anda fiskiþemans og hljómsveitirnar Skakkamanage og Sea- bear munu spila gestum og gangandi til mikillar gleði. MANNLEGIR MORÐINGJAR OG ÆÐRULAUSIR KÚABÆNDUR Bíódómur 3:10 To YUMA Leikstjóri: James Mangold Aðalhlutverk: Russell Crowe, Christian Bale, Peter Fonda, Gretchen Mol, Dall- as Roberts, Ben Foster Niðurstaða: HHHHH - bara lúxus Sími: 553 2075 THE KINGDOM kl. 5.45, 8 og 10.15 16 3:10 TO YUMA kl. 5.30, 8 og 10.30 16 CHUCK & LARRY kl. 5.45, 8 og 10.15 12 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR www.laugarasbio.is - Miðasala á TOPPMYNDIN ÁÍ SLANDI! Sofðu einu sinni hjá Chuck og næsti maður sem þú hittir er ást lífs þíns. Brjálæðislega fyndin mynd! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 14 16 12 16 14 16 14 14 GOOD LUCK CHUCK kl. 8 - 10 THE KINGDOM kl. 8 - 10 HALLOWEEN kl. 6 SUPERBAD kl. 6 14 16 16 12 12 12 14 16 14 4 MONTHS ENSKUR TEXTI kl.5.40 - 8 - 10.15 EDGE OF HEAVEN ENSKUR TEXTI kl.5.40 - 8 - 10.20 ALEXANDRA ENSKUR TEXTI kl.6 - 10.15 HALLOWEEN kl. 8 - 10.30 VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 GOOD LUCK CHUCK kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 GOOD LUCK CHUCK LÚXUS kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10 HALLOWEEN kl. 8 - 10.25 SUPERBAD kl. 5.30 - 8 - 10.30 SHOOT´EM UP kl. 10.20 HÁKARLABEITA 600 KR. kl. 3.50 - 6 HAIRSPRAY kl. 5.30 - 8 BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 4 THE SIMPSONS MOVIE ÍSL. TAL kl. 3.45 300 kr. Síð. sýningar !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu - I. Þ. Film.is - J. I. S. Film.is “Skotheld skemmtun” - T.S.K., Blaðið ����� “H EIMA ER BEST” - MBL ����� “ ALG JÖRLEGA EINSTÖK” - FBL ����� “VÁ” - B LAÐIÐ ����� “ME Ð GÆSA HÚÐ AF HRIFNIN GU” - DV ����� “SI GUR ROS HAVE REINVENTED THE ROCK FILM” - Q ���� “SO BEAUTI FUL ITS HYPNOTIC” - EMPIRE Dóri DNA - DV ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST Í Bölvun eða blessun? GOOD LUCK CHUCK kl. 5.40 - 8 - 10.20 THE KINGDOM kl. 5.40 - 8 - 10.20 HEIMA - SIGURRÓS kl. 6 - 8 - 10 VEÐRAMÓT kl. 5.40 - 8 - 10.20 - L.I.B. Topp5.is 3:10 to Yuma Ekki sama sleggjan og mátti búast við. Christian Bale Í flottri rullu og æðruleysið uppmálað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.