Alþýðublaðið - 21.11.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.11.1919, Blaðsíða 2
2 alÞýðublaðið arinnar, um íangaskifti. Blöðin krefjast ábyggilegra ráðstafana gegn Bolsivíkum. frá -Cnglanði. Þegar enska þingið kom saman í haust, lágu fyrir því 3 vanda- mál. Fyrsta vandamálið var fjár- hagsástandið. Stríðið hefir engu síður komið við pyngju Englend- inga en annara þjóða, enda þótt það þoli meira sökum þess, hve auðugt það var fyrir stríðið. Annað vandamálið sem fyrir þinginu liggur er kolamálið. Eins og getið var um í blöðum hér í vor, hafði nefnd manna verið skip- uð til þess að rannsaka, hvort til- tækilegt væri að reka kolanám- urnar af ríkinu. í þeirri nefnd sat meðal annars hinn merki enski hagfræðingur Sedney Webbs. Komst nefnd sú að þeirri niðurstöðu, að heppilegast myndi flestra hluta vegna, að reka námuiðju af rík- inu. Síðan hafa verkamenn í Eng- landi barist fyrir að koma þessu í framkvæmd og liggur það nú sem áður er sagt fyrir þinginu. Lengi vel tók Loyd George enga ákveðna afstöðu til þessa máls. En nú nýlega hefir hann iýst skoðun sinni á þessu máli. Hann kveður sig alls eigi geta vérið á móti því í sjálfu sér, að ríkið taki námureksturinn í sínar hendur, enda þótt hann af ýmsum ástæð- um geti eigi verið því fylgjandi, að það verði gert strax. Segir hann að þetta sé hættuleg „til- raun“, sem geti skemt fjárhag ríkisins, sem standi á völtum fót- um eftir stríðið, ef illa færi. Tel- ur hann ríkið muni þurfa stórar fjárhæðir til að takast námurekst- urinn á hendur, með því enn sé eigi víst, hve mikið ríkið þurfi að greiða námaeigendum í skaða- bætur. Vill hann þvi eigi styðja til þess að námurnar verði strax teknar í hendur ríkisins, heldur að ríkið hafi hönd í bagga með rekstri þeirra, og þá sérstaklega að verkamönnum verði gefin tök á að ráða því, að námaiðjan verði heilsusamlega rekin. Er hann því mitt á milli verkamanna og auð- valdsins í þessu máli. Plano óskast til kaups. Mætti vera lítið eitt notað. Afgr. vísar á. Kolaframleiðslan hefir minkað stórum í Englandi meðan á stríð- inu stóð, sökum þess að vinnu- kraftur var tekinn frá námunum til vígvallarins. Fyrir nokkru fengu verkamenn í npmunum vinnutím- ann styttan og kendu vinnuveit- endur því, að framleiðslan mink- aði, sögðu að verkamennirnir væru ekki eins áhugasamir við vinnuna sem áður og alt gengi miklu treg- ar. En hagfræðisupplýsingar um þetta hafa sannað hið gagnstæða. Vinnuþolið og áhuginn egkst við stgttan vinnutíma. verkamenn framleiða hlulfallslega meira með stutta vinnutímanum en þeim langa. Mótbárur auðvaldsins urðu að engu hafðar. Bráðlega verður gengið til nýrra kosninga í Englandi og má þá vænta þess að kolamálið verði aðalmálið sem kosið verður um. Þá er þriðja stórmálið, heima- stjórn írlands. Árið 1914 voru samin lög um afstöðu Irlands. Voru írar eftir lögum þessum háð- ir enska þinginu í ýmsu. Ulster búar neituðu að viðurkenna þessi lög og því ákvað breska stjórnin að þau skyldu eigi ganga í gildi fyr en 6 mánuðum eftir stríðslok. Þetta gerði hún til að forðast upp- reisn meðan á stríðinu stóð. írar eru enn mjög óánægðir með þessi lög og hafa þeir fengið Loyd George til að leggja frum- varp um heimastjórn fyrir írland fyrir þingið. Þingið verður að hafa hraðan á til að leysa úr þessu máli. Hafa uppreisnir verið tíðar þar í landi upp á síðkastið og Englendingar stjórna þar harðri hendi, svo að slík stjórn hefir eigi þekst þar í langan tíma. Lloyd George er gamall vinur og trúnaðarmaður íra, og gengi hann mjög frá sínum fyrri skoð- unum, ef hann gerði nú ekki alt sem í hans valdi stæði, til þess að írar fengju neimastjórn. X Útienðar jréitir. Persar óánægðir. Englendingar gerðu samninga við Persa í sumar (ágúst), þess efnis, að Englendingar fá hér eftir mest yfirráð þar á landi. Er mikil óánægja yfir þeim samningi með- al sjálfstæðismanna Persa, og var uppreist gerð þar i landi, að Bögn að undirlagi rússneskra Bolsivíka, og höfðu uppieistarmenn allan landshlutann Azerbejdan (sem er 1 norðvestur horni landsins við Kaspihaf) á sínu valdi. En líkleg- ast eru Englendingar búnir að skakka þann leik nú. Benner fór, Renner bom. Forsætisráðherrann í Austurríki, jafnaðarmaðurinn dr. Iíenner, sagði af sér fyrir liðlega mánuði síðan, en þingið fól honum að mynda nýtt ráðuneyti. Norðmenn afþökknðu. Það er nú komið upp úr kaf- jgu, að Bandamenn hafa boðið Norðmönnum nýlendu Þjóðverja í Austur-Afríku, eða hluta af henni, en NorðmeDn, eða norska stjórnin, hefir afþakkað. Wllson er sagður á góðum batavegi. fríhSjnin í jfiálmey. Borgarstjórnin i Málmey hefir samþykt tillögu hafnarnefndarinn- ar, að veita 1 miljón króna til aukningar á fríhöíninni og auk þess 1,400,000 kr. til að byggja geymsluhús, sem standa eiga í sambandi við fríhöfnina. Aukþess samþykti hún að sækja um 1000Ö kr. árlegan styrk frá þinginu til að kosta fsbrjót, sem geti varið höfnina ís allan tíma árs. Fríhöfnin í Málmey á að keppa við fríhöfnina í Kaupmannahöfn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.