Alþýðublaðið - 21.11.1919, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.11.1919, Blaðsíða 1
r Alþýðublaðið C^efiÖ ut aí .AJþýduílokkiium. 1919 Fö3tudaginn 21. nóvember 21. tölubl. J$lan9fyrir3$leníinga. Þetta eru fögur orð. En hver er merking þeirra? Amerikumenn segja: Ámerika fyrír Amerikumenn, og meining Þeirra orða er: Aðeins amerísk ríki mega skifta sér af amerískri ölillilandapólitík, en orðið þýðir ekki, að þeir ekki vilji neina inn- flutninga inn í landið, þó þeir seu nti stöðvaðir um stund, til þess að hægara verði að útvega her- öiönnum vinnu, sem heimkomnir «iu úr stríðinu. Ástralíumenn segja: Ástralía iyrír Áslralíumenn, og meina með t>ví: Enga gula innflutninga (Kin- verja eða Japans) til landsins, til t>ess að lækka kaupið. En þeim er sama um, þó menn af Evrópu- &yni flytji til landsins. Hver er nú meining orðanna: ísland fyrir íslendinga? Það hefir aldrei komið skýring á Því, hvað þau þýddu, nema þau eigi að þýða, að þeir, sem þau hrópa upp, vilji ekki útlendan inn- %tjendasæg ínn í landið. En hver *r það, sem vill það? Ef að nokkur meining á að vwa í oiöunum, þá hljóta þau að tÝða: Gœði og auðœfi tslands fyrír islenzku þjóðina, en ekki íyrir einstaka auðmenn. En við vitum, að það er ekki þetta, Sem þeir meina með orðunum. ^eim er sama, þó auðæfi landsins ^endi öll í höndum einstakra *nanna, ef þeir bara eru íslenzkir, e* að orð þeirra þá eru annað en kjaftaglamur „föðurlandsvina", sem ^iögað til hafa getað haldið sig í öánd við landssjóðinn með því að ^Pa upp um sjálfstæðið, en nú eru dálítið í vandræðum, af því a<5 sjálfstæðismálið nú er afgreitt. En þetta kemur nú alt í ljós á 8i«Um tíma. Haflð þér reykt Teofani? yTusturrfsku bornin. Til Stjórnarráðsins hefir nýlega borist skeyti frá forsætisráðherra, þess efnis, að Austurríkismenn mæltust til þess, að vér íslend- ingar tækim af þeim 100 börn til að forða þeim frá hungurdauða. Plestar hlutlausar þjóðir hafa þeg- ar tekið fjölda af þessum veslings börnum, sem orðið hafa að súpa seyðið af æði hervaldsins og auð- valdsins. Allir munum vér sam mála um, að þetta sé sjálfsagt mál, sem beri að greiða fyrir sem fyrst, og það á þann hátt, sem kæmi börminum sem bezt. En mér finst Reykvíkingar einir geta tekið 100 og aðrir bæir á landinu hlutfallslega jafnmörg. Allir ættim vér að vera samtaka um það, að lótta sem bezt undir með stjórn Austurríkis, sem nú mun nauðu- lega stödd vegna ofríkis banda- manna. Annars kemur þetta atriði oss til að hugsa um margt, sem skylt er hér á landi. Hér eru fjölmörg börn, sem vegna fæðingar sinnar verða að sæta slíkri meðferð, að hún er ekki samboðin siðaðri þjóð. Þau börn sem verða að þiggja náðarbrauð bjá vandalausum eða hrekjast sveitarflutningi, eru lif- andi vottur þess, hve afkastalítil hin fornhelga menning vor er, hún hefir verið krákuskraut, sem þjóðmálaskúmar og ofstækismenn hafa hampað framan í erlendar þjóðir, en undir hafa búið sam- úðarsnauð lög, sem fyrir þeim er betur þekkja eru skammarstyttur yfir söguþjóðinni. Betur að þetta tækifæri yrði til þess, að benda oss á miskunarleysi það, er allir fátæklingar eiga við að búa hér hjá oss. En látum þaÖ samt ekki verða til neinnar hindrunar því, að vér tækim þessi olnbogabörn, en að þau bentu oss á olnboga- börnin íslenzku. Þá væru austur- rísku börnin oss heillasending. H. ^ímslceyti. Khöfn 19. nðv. UngTerjaland. Frá Budapest er símað, að bandamenn krefjist þess að frið- urinn við TJngverja sé undirritað- ur af samsteypustjórninni. Búist er við að Stefan Priedrich láti af völdum. Kannsóknin um npptðk ófriðarins. Frá Berlín er símað, að Hind- enburg og Ludendoiff hafi verið yfirheyrðir. Þeir fullyrða, að her- stjórninni hafi verið ókunnugt um samninga stjórnarinnar við Wil- son og tvöfeldni Bethmann-Holl- wegs. Þrátt fyrir Wien-skjðlin heldur Hindenburg því fram, að Þýzkalanð hafi verið saklaust aí upptökum ófriðarins. Sök Wilhelms keisara. Frá London er símað, að enskir ríkislögmenn rannsaki með yfir- ráðinu mál Wilhelms keisara. Kosningar í Belgín. Frá París er símað, að social- demokratarnir heimti kosningar í Belgíu. Bolsivíkar í Höfn. \Enskir sendimenn eru komnir til Kaupmannahafnar til að semja við sendimenn Bolsivíka, sem þar eru, með vegabréfi dðnsku stjórn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.