Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 8
4 SVEITARSTJÓRNARMÁL um um skipan og stjóm, en alls þorrans af verkefnum sveitarfélaga er að leita í ákvæð- um ýmissa sérlaga. Framkvæmdarvald sveitarstjómarmálanna er í höndum kjörinna ráða, amtsráða og hreppsnefnda (Sogneraad). En formaður amtsráðsins er stjómskipaður embættismað- ur, amtmaðurinn. Svara ömtin í Danmörku rnjög til sýslna hér og sýslumenn samsvara að ýmsu amtmönnum þar. Sambandið milli amtanna og hreppanna. í kaupstöðunum er fram- kvæmdavaldið í bæjarmálefn- um í höndum bæjarstjórnar- innar, en hún lýtur innanríkis- ráðuneytinu um þau efni, er háð eru eftirliti og fyrirskipunarrétti ríkisvaldsins. í Danmörku fer innanríkisráðuneytið með æðsta úrskurðarvald um sveitarstjórnarmál, en ekki félagsmálaráðuneytið, eins og hér. í sveitarfélögunum er um meiri skiptingu að ræða. Hin stærri verkefni, þar sem talið er rétt, að fleiri en eitt sveitarfélag eigi hlut að, t. d. um sjúkrahúsbyggingar, þjóðvega- lagnir og viðhald þeirra, falla undir starfs- svið amtsráðanna. Aftur á móti eru í hönd- um hreppsnefndanna þau viðfangsefni, sem talið er að krefjist persónulegrar og staðar- legrar þekkingar. Auk þess er sambandið á milli amtsráðanna og hreppsnefndanna þánnig, að amtsráðunum ber að hafa eftirlit með hreppsnefndum, sérstaklega um fjár- mál. En amtsráðin eru aftur háð eftirliti innanríkisráðuneytisins. Af þessu leiðir, að innanríkisráðuneytið hefur ekki eða fær ekki tækifæri til að fylgjast neitt teljandi með sérmálum hreppanna. Enda telja danskir sveitarstjórnarmenn slíkt ekki æskilegt, þar sem það mundi aðeins leiða til ofstjómar ríkjsvaldsins, og hafa í för með sér öll óþæg- indi hennar, óþarfa skriffinnsku, ýmis konar drátt á flestri fyrirgreiðslu og skort á þekk- ingu á aðstæðum. Ráðuneytið hefur einnig svo sem kostur er reynt að blanda sér sem minnst inn í málefni amtanna og hreppanna. Einkum hefur það gætt þess um þau efni, sem háð eru mati á öllum aðstæðum. öðm máli hefur gegnt um skýringar á lögum og reglu- gerðurn, er sveitarstjómir varða, því að þar hefur það yfir mestri þekkingu að ráða, og nota hreppsnefndimar sér það eigi síður en amtsráðin, og leita beint til ráðuneytisins um þess háttar upplýsingar. í því skyni að gera sveitarfélögunum auð- valdara um að koma sínum sjónarmiðum á framfæri hjá ráðuneytinu hefur verið gerð- ur samningur um, að ritarar sambanda hreppsfélaganna væru jafnframt embættis- menn í innanríkisráðuneytinu. Amtsráðin og viðfangsefni þeirra. Amtsráðið er skipað amt- manninum, sem er formaður þess, og 9 til 15 kjörnum full- trúum. Tala fulltrúanna, sem skal standa á stöku, er ákveðin fyrir hvert einstakt amt, af innanríkisráðuneytinu, að fengnum tillög- um amtsráðsins. Amtmaðurinn er fastur embættismaður ríkisins og skipaður af konungi. Hann er venjulega valinn úr hópi þeirra, sem mikla æfingu hafa fengið um stjómarframkvæmd- ir. Auk formannsstöðu sinnar í amtsráðinu er hann æðsti embættismaður ríkisins innan amtsins. Aðrir meðlimir ráðsins eru kjörnir til fjög- urra ára með almennum kosningum. Um kjörgengni og kosningarrétt gilda sömu regl- ur og til hreppsnefnda, og verður þeirra get- ið síðar. Að jafnaði eru þeir einir kjömir í amtsráð- in, sem eru eða hafa verið hreppsnefndarodd- vitar og hafa því fengið mikla æfingu og reynslu urn sveitarstjómarmál. Amtsráðin eru því yfirleitt þannig skipuð, að vart verður á betra kosið um starfsferil þeirra manna, er

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.