Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 39

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1949, Blaðsíða 39
SVEITARSTJÓRNARMÁL 35 9. að skrár þær, er sveitarstjómum ber að gera samkv. 118. gr., skuli á árinu 1949 vera fullgerðar einum mánuði fyrr en greinin ákveður og annað eintak þeirra sent hlutaðeigandi innheimtumanni, svo og, að afhendingu nýrra trygginga- skírteina megi á árinu 1949 fresta, eftir því sem tryggingaráð telur nauðsynlegt, og nota skírteini ársins 1947, meðan sú frestun varir; 10. að bráðabirgðaákvæði 11 skuli vera í gildi til ársloka 1949; xx. að vangreiðslur sjúkrasamlagsiðgjalda á árinu 1949 skuli varða skerðingu eða missi réttinda til sjúkrahjálpar á árinu 195°> 12. að lágmarksiðgjald sjúkrasamlaga, ann- arra en skólasamlaga, skuli á árinu 1949 vera 5 kr. á mánuði; 13. að sjúkrasamlagsiðgjöld samkv. 45. gr. laga nr. 104 frá 1943 og iðgjöld samkv. 112. og 113. gr. almannatryggingalag- anna vegna lögskráðra sjómanna og bif- reiðastjóra skuli hvíla sem lögveð á hlut- aðeigandi skipum og bifreiðum, er gangi fyrir öllum öðrum veðum en lög- veðum fyrir gjöldum til ríkissjóðs, og að iðgjöld samkvæmt sömu greinum vegna byggingar húsa og annarra mannvirkja skuli hafa sams konar veðrétt í eignum þessum. 2. gr. Heildarendurskoðun laganna skal hraða svo, að niðurstöður hennar liggi fyrir næsta reglulega Alþingi, þegar það kemur saman. 3- gr- Lög þessi öðlast gildi nú þegar. Lög nr. 126 frá 1947 falla úr gildi 31. desember 1948. Lögin vom staðfest í ríkisráði 29. des. s.l. og em nr. 92 frá 1948 í Stjómartíðindunum. Oddvitafundur í Rangárþingi. Hreppsnefndaroddvitar í Rangárvallasýslu héldu fund með sér að Stórólfshvoli 18. júlí 1948. Á fundinum vom mættir oddvitar frá eftirtöldum hreppum: Fljótshlíðarhreppi, Austur-Landeyjahreppi, Djúpárhreppi, Rangárvallahreppi, Vestur- Eyjafjallahreppi. Ásahreppi og Hvolhreppi. Oddvitinn í Hvolhreppi setti fundinn og lét í Ijós þá ósk, að fundurinn mætti verða upphaf að samstarfi sveitarstjóma í Rangár- þingi. Þá var tekið til meðferðar fmmvarp til laga um útsvör, er lagt liafði verið fyrir Al- þingi, en ekki hlotið afgreiðslu, en óskað hafði verið umsagnar um. Fundurinn fann eitt og annað frumvarpi þessu til foráttu. Sérstaklega var bent á, að ákvæðin um samningu fjárhagsáætlunar væm ekki framkvæmanleg á þeinx tíma, sem fmm- varpið gerði ráð fyrir, þar sem þá skorti mjög á um réttar upplýsingar varðandi greiðslur á komandi ári, og lagði fundurinn til, að lögin ákvæðu að frá fjárhagsáætlun yrði gengið áður en niðurjöfnun útsvara færi fram. Enn- fremur var talið, að heimildin um hækkun útsvara væru of takmörkuð, ákvæði um sam- vinnufélög skyldu vera þau sömu og nú gilda, heimilissveit ætti að fá helming af at- vinnusveitarútsvari o. fl. Þá var og á það bent, að fyrirmæli um hámark launa til niðurjöfnunarnefnda utan kaupstaða ætti vart tilverurétt. Allar breytingartillögur þessar við frum- varpið vom samþykktar samhljóða. Þá skoraði fundurinn á stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga að beita sér fyrir því, að sveitarsjóðum væri séð fyrir nýjum tekju- stofnum og rætt um hluta af tekjuskatti við- komandi sveitarfélags í því sambandi.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.