Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 11
SVEITARST J ÓRNARMÁL 9 politikk. llakti ráðherrann í stórum drátt- um hversu allt norska þjóðlífið hefði tekið stórfelldum stakkaskiptum, síðan sveitar- stjómarlögin (formannskapsloven) voru sett árið 1837, en einkum snerist ræða hans um þá höfuðnauðsyn þjóðfélagsins, að allar framkvæmdir opinberra stjórnan'alda séu jafnan samræmdar eftir föngurn, með hags- muni alþjóðar fyrir augum, en forðast hvers konar togstreitu, bæði á milli ríkisvaldsins og sveitarstjóma, og ekki síður á milli sveitar- stjómanna innbyrðis. Virtist erindið sýnilega flutt að gefnu til- efni, vegna óska norsku sveitar- og bæjar- félaganna um rýmri leyfi til hvers kon- ar athafna (svo sem byggingarframkvæmda), sem stjórnin hafði ekki getað fallizt á í svo ríkum mæli, sem beðið hafði verið um. Þá var rætt um fjárframlög frá nágranna- sveitum til reksturs lýðskóla og mennta- skóla. Virðist svo sem sumir bæir og byggð- arlög verði fyrir hlutfallslega þungum bú- sifjum af rekstri slíkra skólastofnana, miðað við það, að mikill fjöldi nemendanna kemur frá öðmrn sveitarfélögum, einkum nágranna- sveitum við skólasetrið. Þetta málefni snert- ir okkur tiltölulega lítið, það væri þá helst að því er tekur til gagnfræðaskólanna. Þá var rætt um kostnað bæjanna af verð- lagseftirliti. (Á Akureyri var rætt um auka- störf oddvita vegna skömmtunarinnar hér.) Ýtarlegt erindi var flutt um „Utdannelse af kommunale funksjonærer“, menntun starfsmanna bæjar- og sveitarfélaga. Var sam- þvkkt ályktun til þings og stjómar, um að stofna hið fyrsta skóla, er sérstaklega fengi það verkefni, að búa fólk undir slík störf. Enn var rætt um sameiginlega aðild sveit- ar- og bæjarfélaga í samningum við starfs- fólk, en það mál er ofarlega á baugi hjá sambandinu. Auk þessa voru að sjálfsögðu rædd og af- greidd vmis sérmál kaupstaðasambandsins. NORRKÖPING. Á sænska kaupstaðaþinginu urðu mestar umræður um það málefni, hvort kaupstaða- sambandið ætti sem slíkt að vera aðili að kaup- og kjarasamningum við starfsmanna- félögin. \7ar samþykkt ályktun þess efnis, að fela stjóm sambandsins að vinna að því, að svo mætti verða innan tíðar, í samvinnu við héraðsstjórnasamböndin og jafnvel e. a. ríkið sjálft. Nú að undanfömu hefur að vísu starfað samninganefnd um launamál á veg- um sambandsins, en tillögur hennar og nið- urstöður eru háðar samþykki bæjarstjóm- anna. Auk þessa máls og afgreiðslu beinna þing- mála sambandsins, voru fluttir tveir fyrir- lestrar á þinginu,, báðir varðandi skipulags- mál, „Kommunemas Markpolitik", spum- ingar um aðstöðu bæjanna gagnvart land- eigendum við eignamám til útþenslu sam- felldrar byggðar. Fjallaði annar fyrirlesturinn um frv. um breytingar á eignamámslögunum, þar sem ráðgert er að rýmka nokkuð lieimildir bæj- arstjóma til eignamáms á landi til fyrirhug- aðra íbúðarhúsabygginga, sem hafa verið mjög takmarkaðar. Hefur þetta frv. verið lengi á döfinni og nú síðast í hreinsunareldi dómsmálaráðuneytisins. Hinn snerist einkum um reynslu Stock- holmsborgar í sambandi við eignarnám á landeignum. Það er ljóst, að í Svíþjóð er höfuðvið- fangsefnið, eins og víðar, hvernig styðja megi að því með framkvæmanlegri löggjöf, að hin mikla verðhækkun, sem að jafnaði verður á lóðum og löndum vegna þéttbýlis, renni að verulegu leyti til bæjar- og sveitar- félaganna, sem hafa að öðru leyti veg og vanda af þéttbýlinu. * Það sér hver maður í hendi, og þó fyrst

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.