Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Qupperneq 5

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Qupperneq 5
SVEITARSTJÓRNARMAL 3 Keflavíkurkaupstafiur árið 1949, séður úr lofti. að var, suður á Miðnesi og róið þaðan með línu. — Um miðjan marz hófst svo neta- vertíðin og stóð þar til síðari hluta aprílmán- aðar. Eftir þann tíma, til vertíðarloka, 11. maí, var einkum veitt á færi. Mest allur afli var þá saltaður og þurrk- aður og þannig fluttur út, en nokkur hluti var hertur. Allir þorskhausar voru hertir, einnig ýsa og lúða. Þorskhausarnir og harðfiskurinn voru seldir sveitabændum, er komu suður á hverju vori og greiddu með smjöri og kæfu. Nú eru tímar brevttir. Aðeins lítill liluti fisksins, sem veiðist, er nú saltaður, en mestur hluti er flakaður og hraðfrvstur, og þannig fluttur út. Hér í Keflavík eru nú 5 hraðfrystihús, sem geta tekið á móti og fryst um 140 smálestir fisks á sólarhring. Þorskhausamir eru nú ekki lengur hertir til manneldis, heldur eru þeir ásamt öðrum beinum fluttir í verksmiðju, er malar þá í mjöl. Ein slík verksmiðja er hér í Keflavík, Fiskiðjan s.f. Hefur sú verksmiðja einnig tæki til þess að bræða og vinna úr síld. Frá fyrstu tíð hafa ungir og hraustir menn víðs vegar að af landinu sótt sjó frá Kefla- vík. Margir þessara manna ílentust í Kefla- vík og settust þar að. Þó að Keflvíkingum hafi fjölgað mjög á síðari árum (íbúar eru nú 2067), en báta- flotinn eigi stækkað að sama skapi,þá helzt sá háttur við, að í byrjun hverrar vetranærtíðar sækja til Keflavíkur ungir menn utan af landi og stunda þaðan sjó yfir vertíðina. Ber byggðin oft svip þessarar fjölgunar, þegar landlegur eru og skemmtanir. Land er hér hrjóstrugt og erfitt til rækt- unar, þó er dálítið ræktað af matjurtum, einkum kartöflum. Af því, sem nú hefur verið sagt, sézt, að aðalatvinnuvegur Keflvíkinga er fiskveiðar og iðnaður í sambandi við þær. í vaxandi bvggð vinna alltaf nokkrir við byggingar, smiðir og múrarar.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.