Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Blaðsíða 32
30 SVEITARSTJÓRNARMÁL 221.411.150,00. En í fjárlögum fyrir árið 1947 kr. 202.239.679,00. Ekki er hægt að segja, að niálefni sveitar- stjórnarmanna hafi íþyngt störfum þingsins um of. Elest þeirra fn'., sem getið var í síðasta hefti Sveitaistjóinaimála, hlutu enga afgreiðslu á þinginu. Frv. um útsvör, mann- tal, skipulag kaupstaða og kauptúna og rækt- unarlönd og byggingarlóðir voru vart tekin til meðferðar. Aftur á móti var fn'. um með- ferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra gert að lögum. Tillagan til þingsályktunar um undirbún- ing löggjafar um stjórn stærri kauptúna var samþykkt óbrevtt eins og henni var lýst í síðasta hefti. Nefndarálit allshn. Sþ. hana varðandi var svo hljóðandi: „Nefndin athugaði þessa tillögu og sendi hana félagsmálaráðuneytinu og Sambandi ís- lenzkra sveitarfélaga til umsagnar. Eftir að nefndinni liöfðu borizt svör frá þessum aðil- um, tók hún málið til framhaldsathugunar. Þótt nokkurs skoðunarmunar gætti og ein- stakir nefndarmenn teldu, að þörf væri ýtar- legri endurskoðunar á sveitarstjórnarlögun- um, þá i'oru allir nefndamienn sammála um, að endurskoðun á þessum þætti laganna væri aðkallandi. Nefndin leggur því til, að tillagan verði samþykkt óbreytt.“ Þingið hefur því ekki getað fallizt á að láta fara fram gagngerða endurskoðun á sveitarstjórnarlöggjöfinni í heild, svo sem stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga lagði til, heldur tekið þennan eina þátt út úr. En þörf á heildarathugun á skipan sveitarstjóm- armálanna er jafn rík eftir sem áður, og því fyrr, sem hún hefst, því betra. Af þeim lögum, sem einkum snerta sveit- arstjórnarmenn, má nefna: 1. Lög um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra. (Nr. 55/1949.) Efni þess hefur áður verið rakið. Sú breyt- ing varð þó í meðförum þingsins, að framlag i gæzluvistarsjóð frá Áfengisverzlun ríkisins á árunum 1950—1956 skyldi verða kr. 750 þús. á liverju ári í stað 114 millj. króna. 2. Lög um breytingu d lögum um sjúkrahús. (Nr. 24/1949.) Samkvæmt þeim greiðir ríkissjóður bæjar- félögum allt að tveim fimmtu kostnaðar, en öðrum sveitarfélögum allt að tveim þriðju kostnaðar af að reisa almenn sjúkrahús, sjúkraskýli eða læknisbústaði, sem reistir eru samkv. 1. um sjúkrahús, enda fallizt ráðherra á þörf þeirra framkræmda og meti þær við hæfi. 3. Lög um breytingu d framfœrslu- lögunum, nr. 80/1947. (Nr. 27/ 1949.) Breytingin er sú ein, að orðin „að frá- dregnum 10%“ í 69. gr. laganna falla niður. Frv. um brevtingu þessa var flutt að beiðni félagsmálaráðuneytisins, er lét fvlgja því svo hljóðandi greinargerð: „1) Með breytingu, sem gerð var á fá- tækralögunum 1932, var ákveðið, að ríkis- sjóður skyldi jafna framfærslukostnað sveitar- félaga landsins þannig, að færi framfærslu- kostnaður einhvers sveitarfélags „meira en 15% fram úr meðaltali fátækraútgjalda á öllu landinu“, reiknað samkvæmt nánar til- tekinni reglu, skyldi ríkissjóður endurgreiða sveitarfélaginu % hluta af því, sem þar væri fram yfir. 2) Þegar framfærslulögin voru sett um áramótin 1935—1936. var þessari endur- greiðslureglu haldið að öðru en því, að fá- tækraútgjöldin þvrftu ekki að fara 15% fram

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.