Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Qupperneq 8

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1949, Qupperneq 8
6 SVEITARSTJÓRNARMÁL Mörgum finnst nú ef til vill, að Keflavík hafi farið varhluta af þessum framförum, og þeim virðist að þau örlög hafi við loðað frá dögurn Ingólfs, er öndvegissúlur hans bárust framhjá án þess að skolast að landi, eins hafi flestir þeir menningarstraumar, er til lands- ins hafa borizt, farið framhjá þessum Skaga án þess að áhrifa þeirra gætti. Margt er að Ragnar Guðleifsson, oddviti, gegnir nú embætti bæjarstjóra. sjálfsögðu rétt í þessu, en því megum við ekki gleyma, að á einu sviði stöndum við jafnfætis, og á tímabili jafnvel framar en önnur byggðarlög, en það er á sviði vélbáta- útgerðarinnar. — Byggðin og landið um- hverfis er gróðurlítið, en skammt undan eru hin auðugu fiskimið. Það er því eðlilegt að hugur þeirra manna, er hér hafa fest byggð, hafi beinzt að því að fullkomna þau tæki, sem lífsafkoma þeirra byggðist á. Og það eru engar öfgar, þótt því sé haldið fram, að vélbátar frá Keflavík og Suðumesjum hafi til skamms tíma verið með fullkomnustu bátum sömu stærðar og bezt búnir öryggis- tækjum. Enda hafa sjóslys til skamms tíma orðið hér fá miðað við sjósókn og erfiða að- stöðu, sem hér hefur verið. Ástæðan til þess, að þróun útgerðarinnar hefur stöðvazt við vélbátana, er sú, að hér vantar örugga höfn. Þó hafa Keflvíkingar nú eignazt einn af hinum fullkomnu nýsköp- unartogurum, er ber nafnið Keflvíkingur. \7era má, að koma þessa togara verði til þess að ýta á um áframhald fyrirhugaðrar „Lands- hafnar“, sem svo aftur mundi skapa betri skilyrði fyrir útgerð alla og þá um leið fyrir þróun þessa bæjar. Við síðustu hreppsnefndar- hreppsncfndin. kosnin§ar í Keflavík hlutu eftirtaldir menn kosningu: Fyrir Alþýðuflokkinn þeir Ragnar Guðleifs- son, Jón Tómasson og Sæmundur G. Sveins- son, fyrir Sjálfstæðisflokkinn þeir Elías Þor- steinsson, Ólafur E. Einarsson og Valdimar Bjömsson, og fyrir Framsóknarflokkinn Val- týr Guðjónsson. Á kjörtímabilinu hafa þeir Ólafur og Valdimar flutt frá Keflavík til Revkjavíkur og Elías d\'elur í Reykjavík vegna starfa sinna. Varamenn þessara full- trúa hafa því tekið sæti í nefndinni í stað þeirra, og eru það þeir: Guðmundur Guð- nrundsson, Helgi G. Evjólfsson og Bjami Albertsson. FRAMKVÆMDIR SÍÐUSTU ÁRA. Árið 1945 var lögð háspennu- frfTo^nu. lína frá Hafnarfirði til Kefla- víkur. Jafnhliða var unnið að því að endurbæta rafmagnskerfið innanbæj- ar og var því lokið að mestu 1946. 23. des. 1945 voru fyrstu rafljósin tendruð með raf- rnagni frá Sogsvirkjuninni. Áður höfðu Kefl- víkingar rafmagn til ljósa og nokkuð til iðn- aðar frá mótor-rafstöð, sem löngu var orðin ófullnægjandi. Vatnsveita og: holræsagerð Framkvæmdir þessar hófust á árunum 1942—43, en aðal- framkvæmdimar fóru fram á árunum 1946—48. Má nú heita að holræsi sé frá hverju húsi í bænum, en vatnsveitu- kerfið er eigi ennþá að fullu lagt. — Vatns- veitan er þannig, að skammt ofan við bæ-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.