Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Qupperneq 24

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Qupperneq 24
VERKASKIPTI RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA menntamálaráðuneytis. 1. Reglugerðir Við ýmsar greinar laganna er gert ráð fyrir að mennta- málaráðherra setji sérstakar reglugerðir þar sem ákvæði laganna eru nánar útfærð og settar ítarlegri reglur um framkvæmd. Við 15 greinar laganna er kveðið á um nánari útfærslu í reglugerð. Þá er rétt að hafa í huga að ýmsar reglugerðir, sem settar voru á grundvelli grunnskólalaganna 1991 og 1974 og haldið hafa gildi sínu að hluta eða öllu leyti til þessa, munu falla út þegar grunnskólalögin 1995 eru komin að fullu til framkvæmda. í grunnskólalögunum 1995 er ekki að finna almenna heimild til útgáfu reglugerða eins og var í 85. gr. lag- anna 1991. Menntamálaráðherra er því ekki heimilt að gefa út formlegar reglugerðir við aðrar greinar en þær sem sérstaklega taka það fram. 2. Aðalnámsskrá Grunnskólalögin 1995 breyta ekki miklu um skyldu- námsgreinar. Meginhlutverk grunnskólans er það sama og í stórum dráttum er inntak námsins óbreytt sam- kvæmt lögunum. Aðalnámsskrá grunnskóla fær aukið vægi. Hún verð- ur áfram plagg sem birtir og skýrir menntunar- og upp- eldishlutverk grunnskóla og meginstefnu um nám og kennslu. En við bætist að í aðalnámsskrá skal, sam- kvæmt 30. gr. laganna, skilgreina svonefndar kjarna- greinar og þar með taka af skarið um hvaða nám og námsgreinar skuli hafa forgang að öðru jöfnu. Aðalnámsskrá fær enn aukið vægi vegna ákvæða 46. gr. laganna um samræmd próf. Einn megintilgangur samræmdra prófa er að fá vitneskju eða vísbendingar um að hve miklu leyti tekist hefur að ná markmiðum að- alnámsskrár. Hlutverk aðalnámsskrár sem viðmiðunar við mat á skólum og skólastarfi mun því skerpast. Enda þótt grunnskólalögin kveði ekki skýrt á um nýj- ar áherslur í námi er ljóst að við endurskoðun aðalnáms- skrár þarf að taka tillit til ýmissa ákvæða laganna. Nýjar forsendur hafa komið til sem aðalnámsskrá verður að byggja á og voru ekki fyrir hendi 1989 þegar gildandi aðalnámsskrá kom út. Enda þótt grundvöllur aðalnámsskrár séu grunnskóla- lögin, koma nýjar og breyttar áherslur í námi skýrar fram í skýrslu menntastefnunefndar. í menntamálaráðu- neytinu er þegar hafinn undirbúningur að endurskoðun aðalnámsskrár. 3. Eftirlit - mat Grunnskólalögin gera ráð fyrir að menntamálaráðu- neytið haldi uppi eftirliti með framkvæmd laganna og þeirra reglugerða sem við þau verða settar. A það hefur verið bent að eftirlit framkvæmdaraðila með sjálfum sér geti ekki verið mjög virkt og hefur það gjaman verið ein röksemdin fyrir mikilvægi þess að skapa hrein skil í verkaskiptum ríkis og sveitarfélaga varðandi grunnskól- ann. Þegar framkvæmd grunnskólalaga er að fullu komin á ábyrgð sveitarfélaga er mikilvægt að tryggja virkt ytra eftirlit með skólahaldi í landinu. Ég hygg að orðið eftirlit hafi á sér frekar neikvæðan blæ í hugum margra. Að í eftirliti felist einhvers konar vantraust eða vantrú. Vissulega er ekki hægt að útiloka þessa hlið á eftirliti. En eftirlit hefur fleiri hliðar. Það er allt eins til hjálpar og stuðnings, til að geta gefið hrós og hvatningu eða til að öðlast yfirsýn yfir stöðu mála og innbyrðis tengsl. I þess- um skilningi er eftirlit jákvætt og hvatning til umbóta. Eftirliti má haga með ýmsu móti. Grundvöllur eftirlits og mats er víðtæk og traust upplýsingasöfnun. Samræmd upplýsingasöfnun er óhjákvæmileg til þess að hægt sé að hafa yfirsýn yfir skólahald í landinu. Þær upplýsingar, sem hér um ræðir, varða m.a. nemendur (fjöldi nemenda, skólasókn o.fl.), skólastarfið (tímafjölda, nemendastund- ir, skyldunámsgreinar, kjamagreinar o.fl.), sérfræðiþjón- ustu (sérkennslu, ráðgjöf o.fl.), aðstæður (húsnæði, bún- að o.fl) og starfsfólk (menntun, starfsaldur, meginverk- efni o.fl.). Grunnskólalögin kveða á um að skólar skuli stunda skipulegt sjálfsmat. Ennfremur er skólanámsskrárgerð orðin skylda en í henni felst mat á skólastarfi. Þá skal minnt á hlutverk foreldraráða sem fylgjast bæði með innra starfi skóla og áætlunum skólanefnda. Bæði grunnskólalög og stjómsýslulög gera ráð fyrir að kvörtunum, kæmm og óskum um úrskurði í ágreinings- málum megi vísa til menntamálaráðuneytisins. 4. Reglugerð uin gildistöku Samkvæmt 57. gr. grunnskólalaganna á menntamála- ráðherra að gefa út reglugerð þar sem tilgreint er hvaða ákvæði laganna skuli koma til framkvæmda fyrir 1. ágúst 1996. Þessi reglugerð er í smíðum og má búast við að hún komi út á næstu dögum. Lokaorö Öllum sem til þekkja má ljóst vera að hér er um risa- vaxið verkefni að ræða. Það er mikið í húfi fyrir marga aðila. Það er verið að breyta forsjá og framkvæmd alls skyldunáms í landinu. Svo stór ákvörðun er að sjálf- sögðu ekki tekin nema menn séu nokkuð vissir um að grunnmenntun bama og unglinga verði ekki lakari, helst betri eftir en áður. Til að tryggja það er góð samvinna þeirra sem í hlut eiga og axla mikla ábyrgð nauðsynleg. Með því að viðhafa það vinnulag sem ég hef rakið stuttlega hér að framan er reynt að tryggja sem best að flutningur grunnskólans til sveitarfélaga gangi hratt og vel. Með skipun verkefnisstjómar og starfshópa með að- ild þeirra sem mesta ábyrgð bera er sýnt að menntamála- ráðherra er í mun að hafa góða samvinnu og samráð við sveitarstjómarmenn ög kennara við framkvæmd laga um gmnnskóla. 1 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.