Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Blaðsíða 4
Efnisyfirlit
Um fjögurra milljarða króna halli .............................
Kaupstaður verður bær .........................................
Forystugrein: Þórður Skúlason .................................
Sameining sveitarfélaga: Heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði
Sameining samþykkt í Búðahreppi og Stöðvarhreppi ..............
Tekjustofnar sveitarfélaga: Endurskoðun Ijúki um mitt næsta ár
Sameining sveitarfélaga: Áhersla á sjálfsforræði sveitarfélaganna
Níu sveitarstjórnarmenn verða alþingismenn ....................
Fráveitumál: Sjálfsagt að leita ódýrari lausna ................
Skútustaðahreppur: Náttúran gefur og tekur ....................
Sérhönnuð upplýsinga- og vinnslukerfi fyrir sveitarfélög.......
Viðtal mánaðarins: „Get illa horft á ónotuð tækifæri" .........
Sveitarstjórn hefur ákvörðunarvald um ráðstöfun skólahúsnæðis
Fullt vald sveitarstjórnar til að breyta skipan í nefndir .....
Orkuveita Reykjavíkur: Milljarða uppbygging framundan .........
Hrísey: „Með framsýni og fyrirhyggju" .........................
Listasafnið á Akureyri: Öflug listmiðlun á landsbyggðinni . . . .
Kópavogsbær: Miðbæjarsvæði yfir Gjána .........................
Danir kynntu sér rafræna stjórnsýslu ..........................
Bls.
4
4
5
6
10
12
13
13
14
16
18
20
22
23
24
26
Um fjögurra
milljarða halli
Að teknu tilliti til afskrifta eru líkur til
að rekstrarhalli sveitarfélaga hér á
landi muni verða rúmir fjórir milljarðar
króna á árinu 2002.
Útsvarstekjur sveitarfélaganna eru metnar
um 54,4 milljarðar króna á árinu 2002. Er
það rúmlega 7% hækkun frá fyrra ári.
Skatttekjur sveitarfélaganna á árinu eru
metnar um 72,9 milljarðar, sem er rúm-
lega 8% hækkun frá fyrra ári. Þjónustu-
tekjur eru metnar á um 12,5 milljarða en
þær eru um 15% af tekjum sveitarfélag-
anna. Greiðslur launa og launatengdra
gjalda voru 43,3 milljarðar króna, eða rétt
rúmur helmingur af tekjum sveitarfélag-
anna. Þetta kemur meðal annars fram f
bráðabirgðatölum úr uppgjörum endur-
skoðaðra ársreikninga sveitarfélaga fyrir
árið 2002. Einnig kemur fram að fjárfest-
ingar sveitarsjóða eru metnar á tæpa ell-
efu milljarða króna á árinu 2002, sem er
nokkuð lægri upphæð en á árinu á undan.
Skuldir sveitarfélaganna í lok ársins 2002
eru metnar rúmir 70 milljarðar króna.
í spá fyrir yfirstandandi ár er gert ráð
fyrir að útsvarstekjur hækki um 5% frá
fyrra ári og tekjur sveitarfélaganna hækki í
heild um rúm 7% og verði um 92 millj-
arðar króna. Gert er ráð fyrir að gjöldin
verði um 90 milljarðar, sem einnig er
hækkun um rúm 5% frá fyrra ári. Búist er
við að heldur muni draga úr fjárfestingum
sveitarfélaga á þessu ári miðað við fyrra ár
og að þær verði innan við 10 milljarðar
króna. Þá er gert ráð fyrir að skuldir sveit-
arfélaganna verði um 72 til 73 milljarðar
króna í árslok 2003.
28 ------------
30 Kaupstaður
30 verður bær
Félagsmálaráðuneytið staðfesti í byrjun
apríl ákvörðun bæjarstjórnar Grindavíkur-
kaupstaðar frá 12. mars 2003 um breyt-
ingu á nafni sveitarfélagsins. Nýtt heiti
sveitarfélagsins er Grindavíkurbær.
4