Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Blaðsíða 6
 i y f h Umræður um sameingarmálið. Við háborðið sitja Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar ísafjarðar- bæjar; Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar; Elín R. Líndal, sveitarstjórnarmaður úr Húnaþingi vestra og fundarstjóri; Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveit- arfélaga og Magnús Karel Hannesson, sviðsstjóri resktrar- og útgáfusviðs sambandsins. Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar Blönduósbæjar, er ! ræðustól. Sameiningar sveitarfélaga Sveitarfélögin verði heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, flutti yfirgripsmikið erindi á fulltrúaráðsfundi sambandsins 10. apríl síðastliðinn um sveitarfélagaskipanina, þróun hennar og stefnu sambandsins í sameiningarmálum sveitarfélaga. Sveitarstjórnarmál lögðu nokkrar spurningar fyrir Þórð að fundinum loknum. - Hvernig hefur sveitarfélagaskipanin breyst í tímans rás? „Árið 1872 voru umdæmi sveitarfélaga og sýslna skilgreind í tilskipun um sveitar- stjórn á íslandi með hliðsjón af sam- gönguháttum þess tíma þegar hvorki voru til vegir né brýr yfir fallvötn og ferðast var fótgangandi eða á hestum. Þá var landinu skipt í 172 sveitarfélög. Fram til 1950 fjölgaði sveitarfélögum með stofnun kaup- staða og þéttbýIisstaða sem urðu sjálfstæð sveitarfélög og þá urðu sveitarfélögin flest, eða 229. Svo merkilegt sem það er þá höfum við allt til þessa búið við þessa fornu sveitarfélagaskipan þótt samgöngu- hættir, þjóðlíf og hlutverk sveitarfélaganna sé gjörbreytt. Það er ekki fyrr en á síðasta áratug sem sveitar- félögin fara að aðlagast breytt- um aðstæðum og frá 1990 hef- ur þeim fækkað um 99 og eru nú 105." „Upp úr 1990 var efnt til átaks í sam- einingu sveitarfélaga og víðtæk atkvæða- greiðsla um tillögur um sameiningu þeirra fór fram 1993. Það skilaði nokkrum ár- angri og leiddi jafnframt til þess að mikilli umræðu var hrint af stað um hlutverk sveitarfélaganna í opinberri stjórnsýslu og verkefni þeirra. Sú umræða hefur staðið allar götur síðan og átt sinn þátt í þeim breytingum sem orðið hafa. Fjölbreyttari verkefni og vandasamari stjórnsýsla hafa einnig stuðlað að þessari þróun. Ég nefni upplýsinga- og stjórnsýslulög og yfirfærslu grunnskólans sem dæmi þar um. Jafnframt hefur krafa íbúanna um aukna þjónustu, bættar samgöngur og viðhorfsbreyting Um 3,7% íbúa landsins í 53% sveitarfélaganna - Hefur þá ekki náðst viðunandi árangur? „Af 105 sveitarfélögum eru 15 með færri en 100 íbúa og meirihluti sveitarfé- laganna, eða samtals 55 sveitarfélög, eru með færri en 500 íbúa. Þessi 53% sveitar- félaganna hafa innan sinna staðarmarka 3,7% íbúa landsins alls. Það gefur auga- leið að þessi örsmáu sveitarfélög ráða síð- ur við að sinna fjölþættu stjórnsýsluhlut- verki og lögskyldum verkefnum og eiga erfiðara með að mæta þeim kröfum og væntingum sem til þeirra eru gerðar um sambærilega þjónustu og stærri sveitarfé- lögin veita sínum íbúum." Samvinnan stundum óskilvirk - Sinna smærri sveitarfélögin þessum verkefnum ekki með samvinnu við önnur sveitarfé- „Ef við berum okkur saman við sveitarfélögin ann- ars staðar á Norðurlöndum þá ráðstafa þau frá 56% til 75% opinberra útgjalda en íslensk sveitar- félög ráðstafa 35%." Aukin umræða og fjölbreyttari verkefni - Hverjar eru helstu ástæður þess að sveit- sveitarstjórnarmanna og alls almennings arfélögunum hefur þó fækkað að þessu ^ft snl áhrif." marki? _________ lög? „Það er rétt en sú samvinna hefur víða reynst óskilvirk og ólýðræðisleg þar sem ákvörðunarvaldið hefur færst til stjórna ýmissa byggðasamlaga og sam- starfsstofnana. Sveitarstjórnirnar hafa því í 6 <$>

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.