Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Síða 5
Forystugrein
Að afloknum alþingiskosningum
Samband íslenskra sveitarfélaga óskar al-
þingismönnum til hamingju með nýafstað-
ið kjör til Alþingis og væntir þess að eiga
við þá góð og ánægjuleg samskipti á yfir-
standandi kjörtímabili.
Alþingismenn eiga margháttuð sam-
skipti við Samband íslenskra sveitarfélaga
og sveitarstjórnarmenn og afar mikilvægt
er að þeir hlusti eftir og taki tillit til sjónar-
miða þeirra. Náið samráð þarf að eiga sér
stað í aðdraganda að setningu laga sem
sveitarfélögin eiga að vinna eftir. Slíkt
samráð er ekki sfður þýðingarmikið varð-
andi alla stefnumörkun í málefnum hins
opinbera í heild sinni, það er ríkis og
sveitarfélaga og tekju- og verkaskiptingu
þeirra í milli.
Málefni sveitarfélaganna voru ekki mik-
ið til umfjöllunar í aðdraganda alþingis-
kosninganna 10. maí síðastliðinn. Um-
ræða um fyrirhugaðar skattalækkanir ríkis-
sjóðs, veg.na góðrar og batnandi afkomu
hans, var þeim mun fyrirferðarmeiri. Af
einhverri ástæðu var erfiðri fjárhagsstöðu
sveitarfélaganna ekki blandað í þá um-
ræðu nema að mjög takmörkuðu leyti.
Þegar á heildina er litið búa flest sveit-
arfélög við þrönga fjárhagslega stöðu og
núverandi tekjustofnar duga ekki til að
mæta þeim skyldum sem lagðar hafa verið
á herðar þeirra. Á sama tíma hafa aðgerðir
ríkisvaldsins í skattamálum skert tekju-
stofna þeirra. Þessa staðreynd verður að
hafa í huga þegar rætt er um fyrirhugaðar
skattalækkanir ríkisins og skiptingu skatt-
tekna milli ríkis og sveitarfélaga. í ályktun
frá fulltrúaráðsfundi sambandsins, sem
haldinn var 10. apríl síðastliðinn, er lagt
til að sambandið taki upp viðræður við
nýja ríkisstjórn um að hafin verði vinna
við heildarendurskoðun á tekjustofnum
sveitarfélaga og verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga.
Á fulltrúaráðsfundinum var jafnframt
samþykkt ályktun um sameiningu sveitar-
félaga. Þar er áréttuð fyrri stefnumörkun
sambandsins um að unnið skuli að stækk-
un og eflingu sveitarfélaganna þannig að
hvert sveitarfélag myndi heildstætt at-
vinnu- og þjónustusvæði. í ályktuninni er
lagt til að sambandið taki upp viðræður
við nýja ríkisstjórn um að hafin verði
vinna við sérstakt átak í sameiningu sveit-
arfélaga og fjármögnun þess verkefnis og
fylgir henni útfærð aðgerðaáætlun um
hvernig að því verkefni skuli unnið.
Hér eru nefnd til sögunnar mál sem
koma til með að verða fyrirferðarmikil í
samskiptum ríkis og sveitarfélaga á næst-
unni, það er tekju- og verkaskipting ríkis
og sveitarfélaga og sveitarfélagaskipanin í
landinu. Ýmis fleiri mál á vettvangi sveit-
arstjórnarstigsins hefði verið hægt að til-
greina sem alþingismenn eiga eftir að fá
til umfjöllunar fyrr en síðar.
Sjálfsákvörðunarréttur sveitarstjórna er
tryggður í stjórnarskrá og sveitarstjórnar-
lögum. Alþingismenn eru hvattir til að
hafa þá staðreynd í huga við lagasetningu
og öll önnur stjórnvaldsfyrirmæli sem að
sveitarfélögunum snúa. Það er skylda lög-
gjafarvaldsins að tryggja það að sveitarfé-
lögin hafi á hverjum tíma fjárhagslegt
svigrúm til að sinna þeim fjölmörgu verk-
efnum sem þeim er gert að sinna.
Eitt mikilvægasta verkefni alþingis-
manna er að vinna að framþróun þjóðfé-
lagsins og skynsamlegri byggðaþróun í
landinu. Efling sveitarstjórnarstigsins á ís-
landi, í samvinnu við sveitarstjórnarmenn,
verður að vera eitt af forgangsverkefnum
þeirra. Kjörnum alþingismönnum er óskað
velfarnaðar í þeim mikilvægu störfum sem
þeirra bíða á kjörtímabilinu.
Þórbur Skúlason
framkvæmdastjóri.
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga Auglýsingar: P. J. Markaðs- og auglýsingaþjónusta
Háaleitisbraut 11-13 • 108 Reykjavík. Símar: 566 8262 & 861 8262
Sími: 515 4900 • Bréfasfmi: 515 4903 Netfang: pj@pj.is
Netfang: samband@samband.is • Veffang: www.samband.is Umbrot og prentun:
Ritstjórar: Magnús Karel Hannesson (ábm.) Alprent, Clerárgötu 24, 600 Akureyri, sími 462 2844.
magnus@samband.is Dreifing: íslandspóstur
Bragi V. Bergmann Forsíðan: Kristinn Árnason, oddviti Hríseyjarhrepps (t.h.) og Ómar bróðir
bragi@fremri.is hans búa sig undir að flagga íslenska fánanum að morgni árlegrar
Ritstjórn: Fremri kynningarþjónusta Fullveldishátíðar Hríseyinga, sem er haldin í júlí ár hvert.
Furuvöllum 13 600 Akureyri Mynd: Myndrún.
Sími 461 3666 • Bréfasími: 461 3667 Tímaritið Sveitarstjórnarmál kemur út mánaðarlega, að undanskildum
Netfang: fremri@fremri.is júlí- og ágústmánuði.
Áskriftarsíminn er 461 3666.
5