Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Qupperneq 13

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Qupperneq 13
Sameining sveitarfélaga Áhersla á sjálfsforræði sveitarfélaganna Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, segir að komi til þess að beita verði lögþvingun við sameiningu sveitarfélaga verði hún að koma frá löggjafanum. Sveitarstjórnarmenn hljóti að leggja áherslu á sjálfsforræði sveitarfélaganna. Reinhard segir verkefnið um sameiningu sveitarfélaga á dagskrá vegna þess að raunveruleg þörf sé á því að takast á við breytingar á sveitarfélagaskipaninni þannig að hún svari sem best því hlutverki sem sveitarfélögunum er ætlað á hverjum tíma. Sú skipan sveitarfélaga sem lands- menn búi nú við, að undanskildum stærri sameiningum á síðari árum, hafi orðið til við allt aðrar aðstæður í atvinnuháttum, samgöngum og síðast en ekki síst í stjórn- sýslu en raunin sé í dag. Þessar breytingar verði að hafa í forgrunni þegar skoðuð er stærð sveitarfélaga og hlutverk þeirra. Þetta kom fram í setningarávarpi hans á ráðstefnu um sameiningu sveitarfélaga á Norðausturlandi sem haldin var á Húsavík í lok apríl. Grundvailaratriði að virða sjálfsákvörðunarrétt Aðferðafræði við sameiningu sveitarfélaga hefur mikið verið rædd og benti Reinhard á að sú aðferðafræði sem notuð hefur ver- ið, það er hin svonefnda frjálsa aðferð, byggist á sjálfsforræði sveitarfélaganna sem sé bundið í lögum og í stjórnarskrá lýðveldisins. Aðferðin sé þannig í takt við grundvallarhugsun okkar um hvernig mál- um skuli ráðið. „Þetta segi ég jafnvel þó að þetta lýðræði hafi, eða geti haft, þær afleiðingar að minnihluti á tilteknu svæði geti komið í veg fyrir sameiningu allra sveitarfélaga á því svæði. Grundvallarat- riðið er hvort virða eigi sjálfsákvörðunar- rétt einstakra sveitarfélaga eða ekki." Standa vörð um sjálfsforræði Reinhard kvaðst gera þetta að umtalsefni vegna nýlegrar samþykktar fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem lagt sé til að þessi sjálfsákvörðunarréttur verði tekinn af einstökum sveitarfélögum við kosningu um sameiningu þeirra þar sem niðurstaða atkvæðagreiðslu alls kjörsvæðis eigi að ráða úrslitum en ekki niðurstaða innan hvers sveitar- félags fyrir sig. Þótt gert sé ráð fyrir að sveitarstjórnir ein- stakra sveitarfélaga geti hafnað þátt- töku í atkvæða- greiðslu um sam- einingu þá sé réttur ein- stakra sveitarfélaga til þess að taka ákvörðun um sameiningu í almennri atkvæðagreiðslu fyrir borð bor- inn. „Nú kann að vera að nauðsynlegt sé að grípa til lögþvingana til að ná fram sameiningu sveitarfélaga. Verði það niður- staðan er þó rétt að sú lögþvingun komi að frumkvæði löggjafans. Sveitarstjórnar- menn hljóta að leggja áherslu á aðferða- fræði sem byggir á sjálfsforræði sveitarfé- laganna. Nokkuð sem við stöndum alla jafna vörð um og ber að standa vörð um," sagði Reinhard. Níu sveitarstjórnarmenn verða Átta sveitarstjórnarmenn (aðal- og vara- fulltrúar) náðu kjöri til Alþingis á dögun- um, þar af fjórir úr sama kjördæminu og þrír úr öðru kjördæmi. Skiptingin milli flokka er þannig að fjórir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins eru jafnframt í sveitar- stjórnum, þrír úr Samfylkingunni og einn úr Framsóknarflokknum. Sveitarstjórnarmenn á þingi eru þessir: Reykjavíkurkjördæmi norður: • Björn Bjarnason (D), borgarfulltrúi. • Guðlaugur Þór Þórðarson (D), borgar- fulltrúi. • Árni Magnússon (B), bæjarfulltrúi í Hveragerði. • Helgi Hjörvar (S), varaborgarfulltrúi. Suðvesturkjördæmi: • Gunnar I. Birgisson (D), forseti bæjar- stjórnar Kópavogsbæjar. Suðurkjördæmi: • Lúðvík Bergvinsson (S), bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjabæ. alþingismenn • Guðjón Hjörleifsson (D), bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjabæ. • Jón Gunnarsson (S), oddviti Vatns- leysustrandarhrepps. Norðausturkjördæmi: • Kristján L. Möller (S), varabæjarfulltrúi í Siglufjarðarkaupstað. Nokkrir varaþingmenn eiga síðan einnig sæti í sveitarstjórnum sem aðal- eða varamenn en blaðið kannaði ekki hve margir fylla þann hóp. 13

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.