Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Síða 14
Fráveitumál
Sjálfsagt að leita ódýrari lausna
Einar K. Stefánsson, umhverfisverkfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf, segir spurningu um hvort leggja
þurfi í þann kostnað við fráveitumannvirki í litlum sjávarplássum sem gert er ráð fyrir. Hann segir
hafið mjög öflugan en vanmetinn viðtaka þar sem mikið niðurbrot lífrænna efna eigi sér stað.
Úrbætur í fráveitumálum eru langt komnar á höfuðborgarsvæð-
inu og nágrannabyggðum. Talsvert hefur einnig verið gert í stærri
sveitarfélögum á landsbyggðinni. Segja má að búið sé að taka á
málunum hjá þorra landsmanna þó svo að lítið hafi verið gert í
allt að 90% hinna smærri þéttbýlisstaða, sem flest eru „dæmigerð
sjávarpláss" með eitt til tvö þúsund íbúa. Einar K. Stefánsson seg-
ir að huga eigi að viðræðum við heilbrigðisyfirvöld um eðlileg og
skynsamleg markmið og samstöðu um raunhæfar aðgerðir. Með
því verði ef til vill hægt að flýta nauðsynlegum aðgerðum og úr-
bótum auk þess sem spara megi verulega fjármuni miðað við það
sem menn hafa álitið mögulegt. Einar flutti erindi um þessi mál á
fundi SATS í nóvember í fyrra og reifar skoðanir sínar hér í viðtali
við Sveitarstjórnarmál.
„Sjávarbyggðirnar búa oftast við einfalt fráveitukerfi með
mörgum útrásum. Þar eru jafnan hafnarmannvirki og umsvifamik-
il fiskvinnsla. Undantekningalítið er um að ræða síður viðkvæm-
an viðtaka og raunar í mörgum tilfellum úthafið sjálft. Erindið á
SATS-fundinum var því einskorðað við sveitarfélög með slíkar að-
stæður," segir Einar. „í mörgum þessara sveitarfélaga þar sem ég
þekki til voru gerðar áætlanir um úrbætur á árunum 1995 til
1997, en þær svo lagðar til hliðar vegna mikils kostnaðar. í mörg-
um tilfellum voru lausnirnar óþarflega dýrar, sérstaklega varðandi
gerð hreinsivirkja, bæði fyrir bæjarveitu og fiskvinnslu. Mér finnst
sjálfsagt að leita ódýrari lausna."
Ólíku saman að jafna
Einar segir að hugmyndir um framkvæmdir í fráveitumálum bygg-
ist einkum á tilskipunum Evrópusambandsins, sem teknar hafi
verið í lög og reglur hér á landi. Þær tilskipanir hafi verið gerðar
á sínum tíma vegna gríðarlegs vanda sem steðjaði að mörgum
þjóðum; vanda sem ekki er
sjáanlegt að komi upp hér við
land að sögn Einars. Hann
nefnir löndin í kringum Eystra-
salt sem dæmi þar sem skolp
frá tugum milljóna manna er
leitt í aflokað innhaf og segir
að þar og hér sé ólíku saman að jafna. Hér fari frárennsli mjög
fámennra byggða nánast beint í úthafið.
Einar bendir á að kröfur um hreinsun frárennslis samkvæmt
reglugerð nr. 798 séu óljósar, til dæmis hvað varðar síun skolps. í
frárennsli fiskvinnslustöðva sé verulegt magn af lífrænu efni og
næringarsöltum og stórt frystihús eða fiskvinnslustöð geti verið
ígildi 10 til 20 þúsund persónueininga. Við þessar aðstæður verði
hins vegar að gera sér grein fyrir hvaða mengun fylgi skolpi.
Hann nefnir fjórar tegundir af mengun. „í fyrsta lagi er það gerla-
mengun sem berst frá þrifatækjum manna. Sjaldan er reynt að
eyða henni því gerlarnir dreifast og drepast fljótt í viðtakanum af
völdum sólarljóss. Þannig er dauðatími gerla í skammdeginu
lengri við ísland en víða í Evrópu og þarf að taka tillit til þess. í
öðru lagi eru þetta lífræn efni og næringarsölt. Þetta eru náttúru-
leg efni sem brotna niður í viðtakanum og hverfa. Þess vegna ætti
að hreinsa skolpið sem minnst því með hreinsun sitjum við uppi
með úrganginn á þurru landi. í þriðja lagi er svo efnamengunin,
það eru þungmálmar, þrávirk efni og eiturefni sem eyðast ekki
heldur safnast upp og valda skaða í viðtakanum. Illmögulegt er
að hreinsa slík efni úr skolpinu og því þarf að beita fyrirbyggjandi
aðgerðum við uppsprettuna. I fjórða lagi er svo sjónmengunin,
það er aðskotahlutir á borð við eyrnapinna, dömubindi og verjur,
svo nokkuð sé nefnt. Þessi efni eyðast seint, valda sjónmengun
og eiga því fremur heima í sorpi en fráveitu."
Mikil hreinsivirkni sjávar
„Þó margir telji máltækið „Lengi tekur sjórinn við" vera gamla
klisju, þá á hún býsna vel við um losun skolps í sjó við ísland.
Mengunarefnin safnast ekki upp í hafinu, heldur er hafið risavax-
in, lífræn skolphreinsistöð, sem ekki aðeins tekur við frárennsl-
inu, heldur eyðir því fullkomlega. Mikilvægt er þó að draga eins
og unnt er úr losun mengandi efna í skolp því þau eru óæskileg
lífríki viðtakans og geta safnast upp í lífkeðjunni."■
Að mati Einars er útleiðsla á lífrænu efni og næringarsöltum
með skolpi til hafsins umhverfis ísland alls ekki skaðleg. Um er
að ræða næringu fyrir þörunga sem örvar frumframleiðni í hafinu
og skilar sér áfram upp lífríkið. „Nýlegar rannsóknir Náttúrustofu
Vestfjarða staðfesta það mat. Erlendis eru dæmi um að þessi örv-
un lífríkisins verði það mikil að það valdi skaða, en til þess þarf
tvær forsendur. í fyrsta lagi þarf lífrænt álag á viðtakann að vera
það mikið að þörungablómi (ofvöxtur) nái að myndast.
í slíkum þörungablóma getur verið margfalt það lífræna magn
sem var í fráveitunni og olii
vextinum upphaflega.
í öðru lagi þarf að vera til
staðar lagskipting eðlisþyngdar
í sjónum. Slík lagskipting getur
myndast þar sem volgur og
minna saltur sjór leggst yfir
kaldan og mjög saltan sjó. Þegar lífræni massinn í þörungablóm-
anum drepst getur skapast hætta ef hann brotnar niður fyrir neð-
an eðlisþyngdarlagið. Niðurbrotið, sem krefst súrefnis, á sér þá
stað í „lokuðum geymi". Ef súrefnið klárast verður niðurbrotið
loftfirrt og myndun eiturefna sem eytt geta botndýralífi eða breytt
tegundasamsetningu þess." Rannsóknir Náttúrustofu Vestfjarða og
Verkfræðistofunnar Vatnaskila hafa leitt í Ijós að slík lagskipting
eðlisþyngdar hefur ekki fundist í mælingum hér á landi, enda eru
sjávarstraumar, ölduálag og sjávarföll það öflug. Þar sem álag á
viðtakana hér við land er jafn lítið og raun ber vitni er að mati
Einars engin ástæða til að ætla að þörf sé á að hreinsa lífrænt
efni úr skolpi frá þéttbýlisstöðum.
„Þó margir telji máltækið „Lengi tekur sjórinn við“
vera gamla klisju, þá á hún býsna vel við um losun
skolps í sjó við ísland."
14