Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Side 15

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Side 15
Frá hafnarsvæðinu á Dalvík. „Ef það er sjónmengunin sem við viljum losna við þá hefur þessi viðbót frá fiskvinnslunni ekkert að segja þegar við erum að tala um mengun frá skolpútrásum. Frárennsli fiskvinnslunnar inniheldur aðeins lífræn efni í heppilegu formi fyrir viðtakann til að vinna úr og brjóta niður/' segir Einar K. Stefánsson. Skolphreinsun eða urðun Einar segir að í reglugerð nr. 798 sé lágmarkskrafa um hreinsun sú að skolp sé síað. Hins vegar vanti alla skilgreiningu á því hvað síun er. Hann kýs að líta svo á að átt sé við rist eða síu með gata- stærð allt að 10 tiM5 millimetra, hugsaða til að koma í veg fyrir sjónmengun, enda hafi hreinsun á lífrænu efni og næringarefnum engan tilgang. Kostir síunar séu þeir að hún heldur eftir aðskotahlutum er geta valdið sjónmengun og dragi úr æti fyrir vargfugl. Hins vegar haldi síunin ýmsu eftir sem geti auðveldlega brotnað niður í við- takanum. „Afleiðingin er sú að þá situr sveitarfélagið uppi með ristarúrgang eða seyru sem þarf að flytja og urða. Það er Ijóst að hreinsunin felur í sér bæði stofn- og rekstarkostnað, en einnig má færa rök fyrir því að hún sé „umhverfislega" óhagkvæm. Það kostar umferð og útblástur, olíunotkun og dekkjaslit að flytja og urða úrganginn, sem annars hefði horfið í hafinu. Auk þess brotn- ar þessi úrgangur mjög seint niður á urðunarstöðum. Síunin dreg- ur ekkert úr efnamengun, lífrænu innhaldi og næringarsöltum og því ekki heldur úr álagi á lífríki viðtakans. Hún dregur heldur ekkert úr gerlastyrk og leiðir því ekki af sér styttri útrásir. Okkur ber því hreinlega skylda til þess að rökstyðja fyrirhuguð hreinsi- virki mjög vel. Óverjandi er að eyða fé úr takmörkuðum sjóðum sveitarfélaga til þess að leysa „tilbúinn" vanda, sérstaklega ef um- hverfislegur ávinningur er takmarkaður." Ástandið ekki eins slæmt og af er látið Einar kveðst varpa þessu fram til umhugsunar. „Að sjálfsögðu er ég ekki að boða að við eigum að sleppa allri hreinsun almennt. Allir vilja hreinlegar fjörur og hreint umhverfi matvæla- og fisk- vinnslufyrirtækja. Þar er um gríðarlega hagsmuni að ræða sem þarf að gæta. Hins vegar tel ég að víða sé ástandið ekki eins slæmt og af er látið, þó á einstaka stöðum sé ástandið alveg óvið- unandi. Víða er nægilegt að lagfæra lélegar lagnir og útrásir eða framlengja þær. Að mínu viti er skynsamlegast að lagfæra núver- andi lagnir, byggja sniðræsi og sameina útrásir en bíða með fram- kvæmdir við hreinsivirki og meta ástandið síðar í samráði við heilbrigðisyfirvöld. Ef ekki ber á sjónmengun í fjörum eða við út- rásarenda finnst mér það í raun skylda okkar að velta því fyrir okkur hvort síun sé yfir höfuð nauðsynleg. Öll mannvirkjagerð verður hins vegar að miðast við að unnt sé að bæta við einföld- um hreinsibúnaði síðar með sem einföldustum hætti." Vinnsluvatn fiskvinnsluhúsa „Þá erum við komnir að máli sem ég tel nauðsynlegt að velta vandlega fyrir sér í þessu sambandi," segir Einar. „Þegar skolp- magn er reiknað úr frá persónueiningum getur komið í Ijós að skólp frá allt að 1.000 manna sjávarþorpi getur verið 10 til 20 þúsund persónueiningar allt eftir því hversu umfangsmikil fisk- vinnsla fer þar fram. Fiskvinnslan eykur magn lífrænna efna í skólpi mjög mikið þótt engin efna- eða gerlamengun berist frá henni. Ef við lítum svo á að lífrænt efni og næringarsölt séu ekki vandamál þá má segja að blöndun vinnsluvatns við skolp sé í raun þynning bæjarveitunnar. Ef litið er til þess að víða er vinnsluvatn klórað þá er augljóst að það stuðlar að minna gerla- magni í heildarfráveitunni. í sumum tilfellum kann hluti vinnslu- vatns að vera tífaldur á við íbúaskolpið í heildarmagninu. Mér finnst þannig nauðsynlegt að taka upp umræður um hvernig litið er á vinnsluvatn fiskvinnsluhúsa í þessu samhengi. Ef það er sjón- mengunin sem við viljum losna við þá hefur þessi viðbót frá fisk- vinnslunni ekkert að segja þegar við erum að tala um mengun frá skolpútrásum. Frárennsli fiskvinnslunnar inniheldur aðeins lífræn efni og næringarsölt sem í flestum tilfellum er skaðlaust að veita lítt hreinsuðu út í viðtakann. Þó þarf að beita fituskiIjum á mjög fituríkt frárennsli og grút, og botnfellingu eða síum þegar um skel er að ræða." Frárennsli fiskvinnslunnar skilið frá Einar kveðsttelja æskilegt að skilja frárennsli fiskvinnsluhúsanna frá bæjarveitunum að svo miklu leyti sem það er unnt. Fyrirtækin beiti svo hreinni framleiðslutækni við að auka nýtingu og lág- marka úrgangslosun í vinnsluvatn. „Viðkomandi fyrirtæki er svo aðeins háð starfsleyfi sínu og ákvæðum þess og fráveitumál sveit- arfélagsins verða einfaldari. Almennt tel ég sameiginlegar hreinsi- stöðvar margra vinnslustöðva ekki vera skynsamlegan kost. For- senda fyrir rekstri slíkrar hreinsistöðvar er að bræðsla eða mjölvinnsla sé í næsta nágrenni. Skipting kostnaðar við byggingu og rekstur er erfið og sama gildir um sölu úrgangs til bræðslu. Allar líkur eru því á að þetta verði „vandamál" sveitarfélagsins. Einnig er skilyrði að vinnsluvatn hafi ekki blandast venjulegu skolpi í grunnum húsanna, en þar er víða pottur brotinn í eldri húsum. Ég legg miklu frekar til að hvert hús hafi sín hreinlætis- mál í lagi og beiti hreinni framleiðslutækni," segir Einar K. Stefánsson. <%>

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.