Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Síða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Síða 28
Listasafnið á Akureyri Öflug listmiðlun á landsbyggðinni í fyrra komu yfir 20 þúsund gestir á Listasafnið á Akureyri. Hannes Sigurðsson forstöðumaður segist efast um að nokkur stofnun á Akureyri hafi fengið meiri umfjöllun í fjölmiðlum á undan- förnum árum en safnið. upplýsingar og þann fróðleik sem hún hafði að geyma um heimaland þeirra og hvernig honum var miðlað almenn- ingi hér á landi. Þótt sýningin sé hinn fyrsti gluggi sem opnaður er til indverskrar myndlist- ar hér á landi er það ekki í fyrsta sinn sem Listasafnið á Akureyri ræðst í stór- virki til að kynna bæjarbúum og öðrum listir og menningu annarra landa og tíma. Skemmst er að minnast umtalaðr- ar sýningar „Milli goðsagnar og veru- leika" í Listasafninu í september á liðnu ári þar sem kynnt var nútímalist frá Arabaheiminum og sýningar á rússneski myndlist frá 1914 til 1956 á vordögum 2002. Sýningarlisti safnsins er of langur til að telja hann upp og hinar stóru er- lendu yfirlitssýningar eru aðeins lítill hluti af fjölbreyttum verkefnum þess á þeim áratug sem það hefur starfað. Meðal annars má nefna tvær samsýn- ingar um „Akureyri í myndlist" og svo- kallaðar „sjónaukasýningar" safnsins. Þá má geta um sýningar þar sem dyggðir og erótík komu við sögu; „Dyggðirnar sjö að fornu og nýju" á árinu 2000 og „Losta 2000" fyrr á sama ári sem báðar vöktu umtal og verðskuldaða athygli. Hluti af vænlegum búsetukostum Hannes Sigurðsson forstöðumaður fyrir framan Listasafnið á Akureyri. Um miðjan marsmánuð síð- astliðinn kom Gopalkrishna Gandhi, sendiherra Indlands á lslandi, ásamt eiginkonu sinni, frá Ósló, þar sem hann hefur aðsetur, til þess að skoða sýn- inguna „Undir fíkjutré: Al- þýðulistir og frásagnarhefðir Indlands" í Listasafninu á Ak- ureyri. Sýning þessi hefur vak- ið verðskuldaða athygli á Ak- ureyri og víðar og hefur fólk komið víða að til að sjá sýninguna. Sendiherrahjónin lýstu mikilli ánægju með sýninguna og þær En hvernig hefur svo lítilli stofnun sem Listasafnið er tekist að vinna með svo athyglisverðum og öflugum hætti? Hannes Sigurðsson forstöðu- maður segist í raun hafa reist sér hurðarás um öxl með þess- um framkvæmdum og sent bæjaryfirvöldum röng skila- boð, nefnilega þau að safnið geti haldið uppi sambærilegu sýningarhaldi og boðið er upp á í stærstu söfnunum í Reykja- vík fyrir lítið brot af því fjár- magni sem þau hafi úr að spila. „Ég hef lagt áherslu á að vinna allt sýningarhald frá grunni með það í huga að safnið geti sýnt fram á frumkvæði og virkað sem alþjóðlegur gluggi á um- „Stofnun sem starfar í alþjóðlegu samhengi án þess að missa sjónar á heimahögunum er ná- kvæmlega það sem ég held að sveitarfélag eins og Akureyri þurfi á að halda til að festa sig í sessi sem vænlegur búsetukostur fyrir ungt, vel mennt- að fólk."

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.