Sveitarstjórnarmál - 01.05.2003, Qupperneq 30
Kópavogsbær
Miðbæjarsvæði yfir Gjána
Hafnar eru framkvæmdir við yfirbyggingu Gjárinnar í Kópavogi þar sem Hafnarfjarðarvegurinn
liggur í gegnum bæinn. Ætlunin er að byggja yfir á áttunda hundrað fermetra svæði í þremur
áföngum og reisa tvö hús, hvort við sinn enda þess.
Aðstæður í Kópavogi bjóða upp á slík
mannvirki og kalla raunar á þau þar sem
þjóðvegurinn frá Reykjavík til Hafnarfjarð-
ar og Suðurnesja liggur í niðurgrafinni gjá
í gegnum bæinn og skilur meðal annars
að einn meginþjónustukjarna hans og
menningarmiðstöð. Austan gjárinnar eru
margar þjónustustofnanir, einkum í opin-
bera geiranum og einnig bankar. Vestan
gjárinnar eru Gerðarsafn, Salurinn, Bóka-
safn Kópavogs, Náttúrufræðistofa og
Kópavogskirkja.
Byggt yfir nyröri brúna
Benjamín Magnússon, arkitekt í Kópavogi,
hefur unnið að hönnun þessara mann-
virkja en þau eru byggð á verðlaunatillögu
hans um skipulag svæðisins. Hann segir
svæðið sem byggja á yfir í framtíðinni ná
á milli brúnna tveggja, sem nú eru yfir
gjána og tengja annars vegar hluta
Hamraborgarinnar austan og vestan gjár-
innar og hins vegar Borgarholtsbraut og
Digranesveg. í fyrsta áfanga þessara fram-
kvæmda verður byggt yfir þar sem nyrðri
brúin stendur og verður byggt 45 metra
breitt belti yfir gjána, sem ná á fimm
metra til suðurs frá húsvegg. í öðrum
áfanga er ætlunin að byggja við syðri
brúna og lokaáfanginn felst í yfirbyggingu
svæðisins á milli þeirra. Ætlunin er að
Ijúka fyrsta áfanganum á þessu ári en
tímasetningar varðandi annan og
þriðja áfanga liggja ekki fyrir.
Byggt verður tveggja hæða hús,
um eitt þúsund fermetrar hvor hæð,
og nær húsið yfir gjána þar sem
nyrðri brúin stendur nú og með því
verður hægt að ganga innan veggja
á milli bæjarhlutanna. Benjamín seg-
ir ékki að fullu ákveðið hvaða starf-
semi verði í húsinu en þar verði þó
þjónustustarfsemi af einhverjum toga
þar sem húsið sé öðrum þræði hann-
að með þarfir heilsugæslustöðvar að
leiðarljósi og einnig verslunarstarf-
semi. Það hús sem fyrirhugað er að
byggja í öðrum áfanga, þar sem
syðri brúin er nú, verður nokkru
minna og gert ráð fyrir að það muni með-
al annars hýsa verslunar- og aðra þjón-
ustustarfsemi þótt hugmyndir um það séu
ekki að fullu mótaðar. Á svæðinu á milli
hinna nýju húsa er fyrirhugað að byggja
útivistarsvæði sem verður sérstaklega
hannað fyrir útisamkomur, með stóru bak
sviði sem meðal annars getur virkað sem
bakmynd tónleikssviðs og mun sviðið
snúa á móti vestri gegnt menningarmið-
stöðinni á vestari gjábakkanum.
Miðbæjar- og þjónustusvæöi
Ýmsar breytingar verða á umferðarmann-
virkjum í miðbæ Kópavogs í tengslum við
Benjamín Magnússon arkitekt horfir af svölum vinnustofu
sinnar yfir byggingarsvæðið við nyrðri brúna yfir Kópavogs-
gjána.
þessar framkvæmdir. Vegagerð ríkisins tók
þá ákvörðun að breikka þjóðveginn í
gegnum bæinn úr fjórum akreinum í sex
vegna vaxandi umferðar. Þá er ætlunin að
koma upp nýrri aðstöðu fyrir strætisvagna
og leigubíla og bílastæðahús verður hluti
þessara framkvæmda. Með þeim er brotið
blað í sögu skipulags og byggingarfram-
kvæmda hér á landi þar sem byggð hefur
ekki fyrr verið skipulögð með þessum
hætti. Benjamín segir aðstæður mjög góð-
ar. Gjáin aðskilji bæjarhluta Kópavogs en
með þessum framkvæmdum myndist
heildstætt miðbæjar- og þjónustusvæði
þar sem tillit verði tekið til umferðar al-
mennings- og einstaklingsfarartækja.
Danir kynntu sér
rafræna stjórnsýslu
Á milli 30 og 40 danskir sveitarstjórnamenn
heimsóttu Samband íslenskra sveitarfélaga í byrjun
maí. Erindi þeirra var meðal annars að kynna sér
rafræna stjórnsýslu hjá íslenskum sveitarfélögum og
hvernig þau beita rafrænni tækni til að auðvelda
ýmsa þætti hennar. Meðal annars fluttu þau Anna
G. Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunarsviðs, og Gunn-
laugur Júlíusson, sviðsstjóri hag- og upplýsinga-
sviðs, erindi fyrir gestina og einnig Jón Pálmi Páls-
son, bæjarritari á Akranesi, Þórir Sveinsson, sviðs-
stjóri fjármálasviðs ísafjarðarbæjar, og Stefán Ómar
Jónsson, bæjarritari í Mosfellsbæ.
30