Vikublaðið Gestur - 27.11.1955, Blaðsíða 17
G E S T U R
17
SKSPÓGILUm
2KC2bEGirnUU
LITLI-KLÁUS OG STÓRU-
KLÁUSARNIR.
Litli-Kláus var lítill vexti
en lét sem hann væri stór,
metnaðargjarn og málsnjall vel
og mærðarsleiktur á bjór,
en ráðkaldur og ráðslunginn
sem refur, ef í það fór.
Stóri-Kláus var stærðarkarl
en stirður eins og Þór,
mektarbokki á mannþingum
en mildur í svannakór,
morgunhani og heimanfús
og hneigður fyrir slór.
Leit hann niður á Litla-Kláus
líkt sem væri hann skór.
Litli-Kláus heiftarbráður
hefndir og bölráð sór
og þakkar grét hann þurrum tárum
þegar þann loksins fór.
En annar Kláus, öllu stærri
og enganveginn mjór,
hörundssléttur hofmaður
og hlutlaus eins og snjór,
Litla-Kláusi lítt til yndis
leiddur var þá í kór.
Litli-Kláus, lítill vexti,
leggur moð á flór.
Gliðsa margur garpur varð
sem gerðist honum stór.
Og guðsfriðurinn getur orðið
gagnslaust yfirklór . . .
þeirra manna, sem nú eru í þjónustu
okkar, komi til mála", svaraði Cross. „Þeir
eru allt of þekktir. Ég er einnig sann-
færður um það, að enginn njósnari úr
hópi afbrotamannanna sjálfra getur leik-
ið á Maddick. í fyrsta lagi eru þeir of
heimskir, í öðru lagi fjölgar morðunum
aðeins við það — og í þriðja lagi hafa
þessir menn heyrt um afdrif þeirra
tveggja, sem starfað hafa í þjónustu okk-
ar að þessu máli. Enginn myndi fáan-
legur til þess að snerta á þessu máli, jafn-
vel með eldtöng".
„Þorir þá enginn ykkar svo mikið sem
gefa í skyn, að við höfum einhvern
möguleika til þess að hafa hendur í hári
Maddick?" spurði yfirmaðurinn æstur. „Er
það raunveruleg skoðun ykkar, að okkur
sé fyrir beztu að leggja Nýja Scotland Yard
niður?"
„Ég er sammáia Cross um það, að við
getum hvorki notað okkar menn eða
njósnara úr hópi afbrotamannanna", sagði
Cardby.
„Er þá um aðra að ræða — eða hvað?“
„Fjöldann allan. Þessir tveir flokkar
manna eru aðeins lítill hluti íbúa Lon-
don“.
„Ég skil ekki, við hvað jþér eigið, Card-
by“'-
„Ég skal þá tala greinilegar. Að mínu
áliti getur hvorki nokkur, sem er í tengsl-
um við lögregluna, eða þekktur afbrota-
maður í borginni, leikið á Maddick".
„Eigið þér við, að við ættum að leigja
einkalögregiumann?"
„Nei, Maddick hlýtur að kannast við
alla einkalögreglumenn, sem einhverjar
töggur eru í, jafn vel og hann þekkir
menn okkar".
„Má ég vekja athygli yðar á því, Card-
by, að þolinmæði minni eru takmörk sett.
Ég skora á yður að leysa frá skjóðunni.
Við hvað eigið þér eiginlega?"
„Ég skal þá leggja spilin á borðið, svo
að þér getið sagt um, hvort borgar sig að
segja á þau. Ég legg til, að við höldum
eftirgrenslunum áfram eins og hingað til
— með meira offorsi, ef unnt er — en
tökum jafnframt í þjónustu okkar mann,
sem hvorki lögreglumenn eða glæpamenn
kannast við. Við upplýsum málið á yfir-
borðinu, hann starfar með leynd“.
„Hvar finnið þér mann, sem vill taka
slíkt á sig, án okkar hjálpar, og án trausts
glæpalýðsins, — og án nokkurrar hagnað-
arvonar?"
„Ég hef þegar fundið hann“, svaraði
Cardby.
Allir fjórir beygðu sig yfir borðið.
„Hver er hann?“ spurði yfirmaðurinn.
„.Sonur minn“, svaraði Cardby.
Big Ben sló tólf glymjandi högg. Menn-
irnir sátu þöglir.
„Gerið þér yður ljóst, að með þessu
stofnið þér lífi drengsins í hættu?" Rödd
lögregluforingjans var gjörbreytt.
„Ég geri mér ljóst, að með þessu veiti
ég honum betra tækifæri en mér hefur
sjálfum nokkru sinni boðizt. Ég þekki
strákinn. Hann er yfir sig hrifinn af
þessari hugmynd. í hans augum verður
þetta aðeins spennandi ævintýri".
„Það er aðeins eitt, sem mig langar til
að taka fram", sagði lögregluforinginn.
„Ég hef þekkt yður í nokkur ár, og enn
hef ég aldrei séð yður bregðast því hlut-
verki, sem yður hefur verið trúað fyrir.
En mig langar mjög til þess að fá að
vita eitthvað um þennan unga mann og
hvern undirbúning hann hefur til þess að
takast þennan starfa á hendur".
„Ég skal segja yður það í stuttu rnáli",
svaraði Cardby og gætti föðurlegrar
hreykni í málrómnum. „Já, hann er tutt-
ugu og tveggja. Að vísu ekki hár aldur —
en hann hefur fengið einkennilegasta upp-
eldi. Það gerir allan muninn. Hann hef-
ur lifað og hrærzt í glæpamálum frá því
hann var smápatti — ekki samt í verki,
sei, sei, nei. Meðan aðrir drengir dund-
uðu við að eyðileggja fuglahreiður eða
safna frímerkjum, lét hann spurningun-
um rigna yfir mig, og las allt sem hann
náði í varðandi afbrot. í hvert skipti
sem ég hef leyst úr torráðinni gátu, hef