Vikublaðið Gestur - 27.11.1955, Síða 4
4
G E S T U R
Hulda Emilsdóttir og Sigriður Guðmundsdóttir.
dóttir býr yfir talsverðri „kó-
mík“ og fjöri. Sigríður Guð-
mundsdóttir og Hulda Emils-
dóttir hrifu áheyrendur með
túlkun sinni á tveim lögum,
sem vafalaust eiga eftir að ná
miklum vinsældum hér á
landi; frammistaða þeirra var
með ágætum. Þær hafa reglu-
Þuríður og Jón.
lega skemmtilegar og viðfeldn-
ar raddir, og eiga mikla fram-
tíð fyrir sér.
Enn skiptir um svið. Soffía
Karlsdóttir, íklædd austur-
landabúningi, syngur íslenzkan
texta við þekkt dægurlag og
tekst með ágætum að bregða
dulrænum, austurlandablæ yf-
ir túlkun sína.
Þuríði Pálsdóttur og Jón
iSigurbjörnsson þarf ekki að
kynna, jafn glæsilegan orðstýr
og þau hafa getið sér. Það er
unun að heyra meðferð þeirra
á lögunum, sem þau sungu.
Framkoma þeirra var öll liin
glæsilegasta.
Rúrik Haraldsson og Soffía
Karlsdóttir fóru með smellinn
gamanþátt, sem nefnist í toll-
inum, og vöktu verðskuldaða
kátínu.
Aldrei hefur söngur Ingi-
bjargar Þorbergs verið með
slíkum ágætum og á þessari
skemmtun. Rödd hennar og
túlkun, sérstaklega á laginu
Softly, Softly, var með slíkurn
ágætum, að fátítt er. Eftir
þessa frammistöðu ber Ingi-
björg höfuð og herðar yfir aðr-
ar dægurlagasöngkonur. Hug-
ljúf var og túlkun hennar á
laginu Litil stúlka i lágum
skóm.
Alfreð Clausen.
Aftur birtust þau Soffía og
Rúrik í gamanþætti um heim-
komu næturhrafnsins, og sungu
bráðfyndnar gamanvísur.
Jóhann Möller söng prýði-
lega spánska lagið Granada, og
dans þeirra Guðnýjar Péturs-
dóttur og Bjargar Bjarnadótt-
ur var glæsilegur og listrænn.
Dansflokkur íslenzkra tóna
sýndi suðurhafseyjadans, ynd
isfagran; Elsa Pétursdóttir
dansaði „sóló“ lipurt og smekk-
lega. Alfreð Clausen söng ágæt-
lega suðrænt ástarljóð.
Að lokum komu allir
skemmtikraftarnir fram og
sungu kveðjuljóð. Áhorfendur
þökkuðu þeim prýðilega
skemmtun með dynjandi lófa-
taki.
AÐ BAKI SÝNINGETNNI
liggur mikið erfiði og fyrir-
höfn, enda er hún öll hin
Ingibjörg Þorbergs.
hinn skemmtilegasta blæ.
íslenzkir tónar hafa unnið
sér mikinn frama með þessari
sýningu. Hún er góð skemmt-
un, og hún flytur eitthvað fyr-
ir alla!
Hawai-dansmeyjarnar.
glæsilegasta. Það er ánægjulegt
að sjá, hversu mikið við eig-
um af skemmtikröftum, sem
vekja myndu eftirtekt hvar-
vetna í heiminum.
Hita og þunga dagsins ber
hljómsveitarstjórinn, Jan
Moravek, sem um langt skeið
hefur lagt geysi mikla vinnu
og vandvirkni í sýninguna. En
þess ber að gæta, að kraftarn-
ir, sem hann hefur notað sér
til aðstoðar, eru hinir beztu.
Leiktjöld Lothar Grundt eru
smekkleg og vel unnin, og
margbreytileg ljós gefa þeim
o