Vikublaðið Gestur - 27.11.1955, Qupperneq 9
G E S T U R
9
ANGELA er ung, munaðarlaus stúlka, senr tvisvar á ári heimsækir aldr-
aða vinkonu foreldra sinna á Branford-óðalið. Heimasætan, Meg, er ást-
fangin af ungurn stjórnmálamanni, Ken Marley, sem hins vegar virðist
hrifnari af Angelu. Angela dregst ósjálfrátt að unga manninum, og ákveður
að vinna ástir hans. En Meg á sterkan bandamann, þar sem er Klara frænka
hennar, sem sýnir Angelu andúð sínu í mörgu. Angela brýtur mikið heil-
ann um fortíð sína, henni finnst dularfullur dauðdagi móður sinnar, og
þeirri hugsun skýtur upp hjá henni, hvort hún geti ekki verið enn á lífi,
en dulizt einhverra hluta vegna. Gæti frú Brandon ekki verið nróðir hennar?
Miili þeirra Meg og hennar hefur frá |þvf fyrsta ríkt nokkur kuldi og
gagnkvænr andúð, senr fær útrás, er Meg skynjar tilraunir Angelu í þá átt
að ræna hana Ken. Þær gera sakirnar upp, Meg biður Angelu að sleppa
honunr við sig, en Angela telur hana ekki eiga neinn einkarétt á Ken.
Það var henni alltaf styrkur að segja
þetta við sjálfa sig. Þetta var hvatn-
ingin, sem hafði reynzt henni vel allt
frá því að hún herjaði á krakkana í
nágrenninu með aurkasti og steinum.
Og það dugði henni prýðilega enn þann
dag í dag.
Hún gekk inn í upplýstan salinn og
skeytti ekkert um að taka eftir nöfn-
unum á fólkinu, sem Meg kynnti fyrir
henni. Hún tók sér stöðu undir krist-
alsljósakrónunni og brosti.
Vingjarnleikinn stafaði blátt áfram
út frá henni eins og svo oft áður.
Frúrnar, sem voru þarna, komust ekki
hjá að veita því eftirtekt, að hún var
elskulegasta stúlka, en hvers vegna í
ósköpunutn hafði Meg aldrei áður kom-
ið með hana? Eiginmenn þeirra og
bræður, sem þarna voru saman komnir
vegna hátíðarinnar, þyrptust hins veg-
ar utan um hana. Aðdáunin verkaði
eins og áfengi á hana, svo að hún tal-
aði og hló, rétt eins og hún þekkti alla.
En áhrifin vörðu ekki lengi. Kom
það nokkru sinni fyrir, að þau vörðu
lengi. I þetta skiptið voru það Meg og
Ken, sem eyðilögðu þau. Þau stóðu í
hinum enda salarkynnanna og fólk tal-
aði við þau og um þau, eins og þau
væru eitt. Angela gerði sér skyndilega
ljóst, hversu einmana hún í rauninni
var. Sjálfstraustið hvarf henni smátt
og smátt.
Þegar Ken tók að ganga um meðal
fólksins og rabba við hvern og einn,
fylgdi Meg í kjölfar hans eins og ekk-
ert væri sjálfsagðara.
Angela sneri sér undan og brosti til
karlmanns, sem stóð rétt hjá henni.
Hann brosti aftur á móti til hennar,
en þietta voru hin verstu mistök, jafn-
skjótt og hún gerði sér ljóst, að hann
var unnusti Kitty Perry, sem var ein
bezta vinstúlka Meg. Hún forðaði sér
í burtu eins fljótt og hún gat, en komst
ekki. hjá því að heyra Kitty
segja við vinkonu sína:
„Sástu þetta? Vissulega er
bros hennar töfrandi. En henni
er samt hollast að vera ekkert
að flaðra upp um hann Ronny
minn!“
Angela hélt sig líka fjarri
Ronald. Stundarkorni síðar upp-
skar hún ofurlítil laun erfiðis
síns, þegar Ken nam stundar-
korn staðar við hlið hennar.
Hann virtist hafa týnt Meg sem
snöggvast.
„Hvernig mér gengur?“ spurði Ken.
„Mér fellur þessi hluti kosningabar-
áttunnar bölvanlega. Ég vildi heldur
flytja ræðu opinberlega og fá tómata
í haúsinn, heldur en þetta“. i
„Þarftu nauðsynlega að bíða eftir
blómaþvaðrinu?" spurði Angela.
„Ég ætla að stofna til fundar á öðr-
um stað á þeim tíma“, svaraði hann
alvarlegur í bragði.
• ANGELA SVIPAÐIST um og kom
auga á Meg í hæfilegri fjarlægð. „Gæt-
irðu farið núna?“ spurði hún.
Ken kinkaði kolli. „Jafnskjótt og
Meg kemst frá húsmóðurinni“.
„Ó, Meg. Hún verður að vera eftir“,
skrökvaði Angela blíðri rödd. „Hún
lofaði að hjálpa henni til við eitthvað.
Ég sagði henni, að vel gæti farið svo,
að við styngjum af“.
„Fyrirtak", sagði Ken. „Ég ætla þá
að kveðja“.
„Þú verður þá klófestur“y sagði
Angela í aðvörunarróm. „Á ég að flytja
skilaboð frá þér, — að þú hafir orðið
að flýta þér á áríðandi fund? Þú gætir
komizt út um hliðardyr og beðið mín
í bifreiðinni“.
„Þú ert mér sannkölluð hjálpar-
hella“, sagði Ken á leiðinni til dyra.
Angela varp öndinni léttar, þegar
hann var kominn í hvarf. Hún gekk
til Meg og húsmóðurinnar. „Ken finnst
það reglulega leiðinlegt, en hann varð
að flýta sér af stað til þess að mæta
á áríðandi fundi“, sagði hún og bætti
síðan við nokkrum þakkar- og afsök-
unarorðum fyrir hönd Ken.
„Ég vissi ekki, að hann þyrfti neitt
að flýta sér“, sagði Meg og leit tví-
ræðu augnaráði á Angelu.
„Hann sagði, að þú myndir vera
fulltrúi hans hér á meðan“, svaraði
Angela. Þetta ætti að falla í góðán
jarðveg hjá Meg.
Hún færði sig að stól og settist
meðan Meg hafði auga með henni. En
jafnskjótt og Meg sneri sér undan,
stóð Angela á fætur. Hún laumaðist
gegnum mannfjöldann og fram í for-
stofu.
Ken beið hennar hjá bifreiðinni.
Jafnvel smávægileg snerting handa
hans fullvissaði hana um, að hann væri
öllum öðrum ólíkur.
Hún leit upp í stjörnutindrandi him-
ininn. „Þetta er of yndislegt kvöld til
þess að geta kúldazt inni“, sagði hún.
„Við skulum fara upp einhverja göt-
una og síðan niður aðra, og vita hvert
við komumst“, sagði Ken. Bifreiðin fór
letilega af stað.
Hún fann, án þess að líta á hann,
að hann horfði á hana. Hrifningin
gagntók hana að nýju. Hún mælti ekki
orð frá vörum, en þögnin óf vef milli
þeirra. Framhald i nœsta blaði.