Vikublaðið Gestur - 27.11.1955, Síða 6
6
G E S T U R
sem hún nálgaðist takmark sitt, því
meir gætti ótta hjá henni; ótta við
greiðsluna, sem hún yrði að inna af
hendi fyrir skuld sinni, hver myndi sú
greiðsla verða? Hún gat heyrt orð
Bruce, þegar hann sæi hana koma: ,.Ég
vissi, að þú myndir koma. Þess vegna
beið ég rólegur. Og nú ertu þá kom-
in“.
Og hvað myndi hann segja næst
þessu?
Nú stóð hún fyrir framan húsið.
Hann hafði alltaf sagt, að hann myndi
aldrei flytja þaðan; þar hefði faðir
hans búið; þar vonaðist hann til, að
hans eigin sonur myndi búa ...
Það fór hrollur um hana. Það var
undarlegt, að sólin skyldi hella geisl-
um sínum yfir þetta hús. Þetta ískalda
hús, sem enginn sólargeisli megnaði að
ylja upp ...
„Ronald Lane skjátlaðist |þá eftir allt
saman", sagði hún við sjálfa sig. „Þetta
var vitleysa, þrátt fyrir allt ... að koma
hingað. Þú þekkir ekki Bruce, Ronald.
Hann lætur mig aldrei lausa framar.
Þú hefur misst mig, Ronald“.
Angistin var líkust brimsköflum, sem
skullu yfir liana, þar sem hún stóð á
steintröppunum — henni fannst hún
þegar vera á valdi Bruce.
Hún hringdi dyrabjöllunni, og hjart-
að hamraði hraðar en nokkru sinni
fyrr í brjósti hennar, meðan hún beið.
Hún fann kulda hússins breiða úr sér
og bjóða hana velkomna, gráðugt ...
Slátraradrengur hjólaði framhjá og
blístraði glaðlegt lag fyrir munni sér;
hún öfundaði hann af áhyggjuleysinu.
DYRNAR OPNUÐUST. Eldri kona
með kappa og svuntu stóð og starði á
hana. Augnaráð hennar var hvorki
undrandi eða áhugasamt. Hún leit
ósköp álíka út og ráðskona, sem Bruce
var líklegur að hafa ráðið til sín.
„Já?" sagði konan.
„Mig langaði til þess að hafa tal af
----". Varir Myru neituðu stundarkorn
að hlýða, „----tala við herra Thorne.
Er hann heima?"
„Herra Thorne?"
„Já“.
„Hann býr ekki hérna".
Myra riðaði við.
„Já, en — hann bjó þó hérna . ..
fyrir tíu árum?"
Skyndilega lifnaði yfir andliti kon-
unnar:
„Æi, hann, jál Ég var næstum alveg
Kvennaþáttur
Nýjasta tízkan
er alltaf fallegust, þótt
hún sé nokkuð frá-
brugðin því, sem hún
var fyrir skömmu. Og
hér sjást nokkrir kjól-
ar af nýjustu tízku.
búin að steingleyma því. Nei, hann
dó í bifreiðarslysi. Það sagði fólkið, að
hann hefði ekið allt of hratt, af því
að hann hefði ætlað að ná konunni
sinni — hún stakk nefnilega af frá
honum — og svo ók bifreiðin út af
veginum við Thompson-horn ... já,
það hljóta að vera að minnsta kosti
tíu ár síðan .. . þér hafið áreiðanlega
komið auga á hvíta gerðið, sem er
einmitt í beygjunni; það var sett uj)p
þarna rétt eftir slysið ...".
* * *
Fljót löguð eplakaka.
6—8 epli
2—3 dl sykur
2 tesk kanel jj
1 dl rasp
2 matsk smjör.
Ejjlin eru flisjuð, kjarnahúsið tekið úr og epl-
in skorin í þunnar sneiðar. Ejalin ent lögð í f
smurt mót með sykur og kanel lögum á milli,'
raspinu stráð yfir og smjörið sett í litlum bit-
um ofan á. Kakan bökuð í ofni við jafnan hita^j
í 20 mínútur eða þangað til eplin eru meyr. ".
\