Vasabókin

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Vasabókin - 01.11.1936, Qupperneq 1

Vasabókin - 01.11.1936, Qupperneq 1
Vasabókin Síðustu upplýs- ingar í málinu? Vasabókin fanst á Skothúsveginum i gœr- kvöldi kl. rúmlega 7 Hvort hér er um vasabók Eysteins að ræða, skal enn þá ósagt og skiptir ekki miklu máli, að þessu sinni, enda komum við líka að því seinna. »Eigirðu góðan hlut þá týndu honum ekki* og »kaupirðu göðan hlut þá mnndu hvar ])ú fékst hann» Þessi tvö spakmæli heimspekingsins á Álafossi höfum við kunnað frá því við vorum börn og flest okkar hafa reynt að færa sér spakmælin í nyt á praktiskan hátt i lífinu. T. d. höfum við karlmennirnir tölur í buxunum til að týna þeim ekki. Mannlegt hugvit virðist aldrei láta staðar numið með að reyna að fyrirbyggja týnslu á verðmætum og einnig er alstað. ar í heiminum lagt mikið kapp á það, að finna þau verðmæti ^era, þrátt fvrir alt; týnast. Hér í okkar fámenna pg fátæka þjóðfélagi, hefur nú sjaldan mikið týnst sem máli Bkiftir, það væru þá helst þessi seðlabúnt} sem töpuðust úr útbúi Lands- bankans fyrir nokkrum árum, — seðlarnir þeir, voru ákveðið verðmæti, svo og svo margar krónur, — skaðanum var hægt að gern sér ákveðna grein fyrir. Það er öðru málí að gegna um vasabók ráðherrans. Þar er skaðinn svo óákveðinn frá fjárhagslegu sjónarmiði séð,—bók- in sjálf lítilsvirði, en það sem í hana hefur verið skrifað, ef tn yiil óútreiknanlegt verðmæti frá kapítalistisku sjónarmiði séð. Og einmitt af því á það að vera metnaðarmál hvers ein- asta íslendings, að reyna að finna bókina og koma henni til skila ef hún finst. Flestir af þeim er þessar línur lesa, hafa einhverntíma á æfinni átt vasabók, og hverjum ykkar fyrir sig hefur fundist mikið til um vasabókina sína, fæstir ykkar hafa þó verið ráð- herrar þó þið hafið séð ráðherra. Hugsið þið ykkur þann mikla mun, sem muni vera. á ráðherra-vasabók og ykkar eigin vasabók, sem ykkur finst þó mikið um og hefur margt að geyma merkilegt, sem ekki er ætlað annara augum. Þetta er kanske ekki nógu skýrt framsett til þes‘s að þið gerið ykkur ljósan þann geisilega mun á Eysteins vasabók og ykkar vasa- bók, og þið verðið að skilja skelfinguna sem i raun og veru hefði átt að grípa alla þjóðina, þegar vasabókin er alt í einu horfin af náttborðinu, úr vestisvasanum, af skrifborðinu, eða hvaðan sem hún nú hvarf. Og nú er komið að aðabtriðinu: Tilgangur þessa blaðs er uú fyrst og fremst sá að með því að birta nokkrar auglýsingar um fundnar vasabækur og sýnis- horn úr þeim, mætti ef til vill auðnast að finna hina dýrmætu Eysteins-bók. Þykir oss allar líkur benda til, að ein þeirra Bem vér höfum undir höndum muni vera sú rétta. Geta þá hlutaðeigendur vitjað hennar til blaðsins, og verður hún þá afhent tafarlaust, svo framarlega að hún verði ekki týnd aftur :n’ á þvi berum vér e ga áby ’'" • * t Efni blaðsins: Vasabðkin tnndin. Fyriri Gfsia Bjarnasonar. Vasabækor merkra manna. Vasaþjúfar (kvæði oftir þjóðskáld) Fnndnar vasabækur. 0 tl o fl Leirhuiib 'I úr nýrri og ennþá ótýndri vasabók. Nú höldum við aillr að Eyststeins-bok sé að eilífu hortin sjónum, þetta andríka kvcr sem einhver tók af ótrómum bæjarins dónum. Og ég sagði það, Eysteinn, og segi þao enn, og sver það við konuna mína; að oftast nær græða á því aðrir menn, sem aumingja klaufarnir týna. Þá höfum vér einnig ætlað oss að sýna almenningi hvert er innihald vasabóka svona yfirleitt og birtum því nokkur sýnishorn. Og svo síðast en ekki síst, ætlum vér að reyna að sporna við því, að annar eins hörmungar atburður og þetta vasabók- arhvarf komi aftur fyrir í þessu þjóðfélagi. Og einnig ef svo ólíklega skyldi til takast að aftur hyrfi vasabók, þá vill blaðið, á allan löglegan hátt, aðstoða þá sem það mál hefðu til meðferðar, en hinsvegar vonast útg. til að blaðið verði fljótlega með áhrifum sínum, búið að siðfága svo alla þegna þjóðfélagsins, að allir vasabókarþjófnaðir heyri fortíðinni til. Þetta er mikið og fagurt hlutverk og heitum vér á alla vasabókaeigendur að styrkja oss í hinni góðu baráttu. Skal svo þetta ekki fjölyit frekar.

x

Vasabókin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vasabókin
https://timarit.is/publication/1069

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.